Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.05.1985, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 02.05.1985, Blaðsíða 10
MUNIÐ BÓKAMARKAÐINN í BÓKHLÖÐUNNI Mikið afgóðum og ódýrum bókum, barna- og unglingabækur, skáldsögur, ferðasögur, ævisögur, frásagnir, ljóð o. fl. o. fl. Bókapakkar á stórlækkuðu verði Gerið góð kaup á BÓKAMARKAÐINUM Bókav. Jónasar Tómassonar vestfirska FHETTABLASZS ERNIR P ISAriROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA Guðný ÍS 266 í slipp á ísafirði Slökkvilið Isafjarðar: Brenndi Kirkjuból á æfingu 1 skipasmíðastöð Marsellíus- ar hf er verið að vinna að breyt- ingum á Guðnýju ls-266. Það á að byggja yfir dekkið, skipta um lestarklæðningu og endumýja einangrun. Að sögn vestfirska I í | hefur j j heyrt j J AÐ sr. Jakob Hjálmarsson J ! sóknarprestur Isafjarðar- ! I prestakalls sé á förum úr J I bænum í sumar. Hann hefur ■ I fengið árs leyfi frá störfum og I I hyggst nota það til að setjast I I á skólabekk og fræöast um J J samanburðartrúfræði og J I kirknasamstarf í Lundi í Sví- J I þjóð. Ef af þessu verður mun | | farprestur verða settur til að I I þjóna brauðinu á meðan. IAÐ kvikmyndasýningar hefjist I J í Alþýöuhúsinu í kvöld. Þar J J hefur þvílík bylting orðiö inn- J J anstokks að það eru engu J | líkara en að maður komi inn í | I nútíma kvikmyndahús þegar I I maður kemur þar inn. Sævars Birgissonar fram- kvæmdastjóra skipasmíða- stöðvarinnar er stefnt að því að verkinu ljúki í byrjun júní. Þá mun Guðný líklega fara á rækjuveiðar þar til línuveiðar hefjast í haust. Ferðamálasamtök Vestfjarða efna til ferðakynningar á Hótel Loftleiðum dagana 3. — 4. maí n.k. Úlfar Ágústsson ferðamálafulltrúi. Föstudaginn 3. maí munu fulltrúar ferðaþjónustufyrir- tækja á Vestfjörðum kynna starfsemi sína fyrir starfsmönn- um ferðaskrifstofa og blaða- mönnum. Þá verður m.a. sýnd Slökkviiiðið á ísafirði var með heljarmikla æfingu á laug- ardag og sunnudag. Húsið að Kirkjubóli í Engidal var vett- nýgerð mynd um ísafjörð sem Myndbær hf hefur látið gera. Á laugardagskvöldið verður ferðakynning fyrir almenning auk skemmtiatriða o.fl. Matt- hías Bjarnason, þingmaður Vestfjarða og samgönguráð- herra flytur ávarp, Hafsteinn Davíðsson leikur við á sög við undirleik Tone Solbakk á píanó, Reynir Adólfsson flytur erindi um ferðamöguleika á Vestfjörðum, Jóhannes Kristjánsson frá Brekku á Ingjaldssandi skemmtir og hljómsveitin Töfraflautan leik- ur fyrir dansi. A matseðlinum er sjávarréttahlaðborð. Heiðurs- gestur verður Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra og þingmaður Vestfjarða. Þessa sömu helgi verður ljós- myndasýning með myndum eftir Jón Hermannsson að Hótel Loftleiðum. vangur æfinganna og stendur litið eftir af því. Allan laugardaginn var æfð reykköfun og á sunnudaginn voru alhliða slökkvistörf æfð að sögn Guðmundar Helgasonar slökkviliðsstjóra. Með slökkvi- liðinu á þessum æfingum var Ragnar Jónasson sem starfar hjá slökkviliðinu á Keflavíkur- flugvelli þar sem hann fæst m.a. við þjálfun slökkviliðsmanna. Guðmundur kvaðst vera á- nægður með frammistöðu sinna manna í æfingunum. „Auðvitað kemur alltaf eitthvað í ljós sem betur mætti fara en í heild gekk þetta vel.“ Frá lögreglunni: Mikil ölvun um helgina Mikil ölvun var á ísafirði um helgina að sögn Braga Bein- teinssonar yfirlögregluþjóns. Fjórir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og var einn þeirra á stolnum bíl. Fanga- geymslur lögreglunnar voru í mikilli notkun. Á laugardagskvöldið var bíl ekið á staur og girðingu neðan við Blómagarðinn og skemmd- ist bíllinn mikið að framan en ekki er vitað til að meiðsl hafi orðið á fólki. 0 PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 Siemens gæðaþvottavélar ásamt þurrkurum og uppþvottavélum • Viðurkennd viðgerðarþjónusta • Góðir greiðsluskilmálar • Staðgreiðsluafsláttur Siemens gæðanna vegna Það er landburöur af fiski um þessar mundir, aðallega grá- lúðu og karfa. Línuvelðar ganga einnig ágætlega og er farið að sjá í þorsk innan um steinbítinn. Rækjuveiðum í ísafjarðar- djúpi er nú lokið og menn farnir að huga að úthafsrækjuveið- um. Framnesið frá Þingeyri er aö byrja á rækjuveiðum og mun leggja aflann upp hjá þremur rækjuverksmiðjum á ísafirði, þeim sömu og gera Hafþór út. Líklega verða veiðar báta undir 10 tonnum stöðvaðar í maí og júní vegna mikillar veiði báta undir þessum mörkum í net við Suður- og Vesturland. Það er mjög alvarlegt áfall fyrir smábátasjómenn á Vestfjörð- um sem aöallega stunda sínar veiðar á tímabilinu frá maí fram í september. BESSI kom inn með 120tonn af grálúðu á laugardaginn. GUÐJARTUR er í slipp. PÁLL PÁLSSON landaði 107.8 tonnum af þorski á sunnudag- inn. GUÐBJÖRG kom inn í dag með á þriðja hundrað tonna. JÚLfUS GEIRMUNDSSON er að koma heim úr slipp. DAGRÚN kom inn á sunnu- daginn með tæp 170 tonn af grálúðu. HEIÐRÚN landaði 87 tonnum af karfa og grálúðu á föstudag- inn. SÓLRÚN er á veiðum. ELfN ÞORBJARNARDÚTTIR kom inn á laugardaginn með um 150 tonn af grálúðu og karfa. GYLLIR er á veiðum. SLÉTTANES landaði yfir 200 tonnum, mest grálúðu, á Siglu- firði á þriðjudaginn. FRAMNES landaði 110 tonnum á þriðjudaginn, mest grálúöu. SÖLVI BJARNASON landaði 96.8 tonnum af karfa og grá- lúöu á laugardaginn. TÁLKNVIRÐINGUR landaði tæpum 90 tonnum af grálúðu og karfa á föstudaginn. SIGUREY seldi 136.4 tonn i Þýskalandi á mánudaginn fyrir 3.544.500.- kr. Meðalverð var kr. 25.99. Megnið af aflanum var karfi. HAFÞÖR er á rækjuveiðum. BILALEIGA Nesvi Gi Ii 5 - Súðavík S 94 - 4972 - 4932 'egi 77 - Reykjavík S 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sótarhringinn Vestfjarðakynning — á Hótel Loftleiðum um helgina

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.