Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.05.1985, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 09.05.1985, Page 1
18. tbl. 11. árg. vestfirska 9. maí 1985 FR í 'ABLASIS EIMSKIP 1 STRANDFLUTNING Símar: Skrifstofa 4£ Vöruhús 4£ íj IAR >55 >56 i J i MS MÁNAFOSS Á ÍSAFIRÐI AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA <VÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA j Mikið annríki hjá lögreglu — útafkeyrslur, ölvun, hassneysla, árekstur, slagsmál Sá sem velti þessum bíl slapp án meiðsla, ef frá eru taldar blóðnasir og má það teljast furðulegt, miðað við að hann lenti undir bflnum, þar sem hann stoppaði niðri í fjöru. F------ j Skákþing j Vestfjarða Skákþing Vestfjarða verð- ■ J ur í Flókalundi dagana 16. til I 19. maí. Fyrsta umferð hefst I fimmtudaginn 16. maí klukk- I an 20:00. Vonast er til að þetta mót I verði bæði sterkt og spenn- J andi enda eiga Vestfirðingar ■ marga sterka skákmenn. Má | í því sambandi benda á ár- ■ angur þeirra í deildakeppn- I inni og á skákþingi íslands I en þar sýndu þeir að margir I ungir menn eru á uppleið í ! skákinni hér fyrir vestan. Þátttaka tilkynnist í síma I 1253 og 3417. Þingeyri: Banaslys á mótorhjóli — farþegi lær- brotnaði Banaslys varð á Þingeyri síð- astliðinn sunnudag. Þar höfðu tveir piltar á mótorhjóli farið út af veginum rétt innan við þorpið og höfnuðu þeir niðri í fjöru. Ökumaðurinn var látinn þegar að var komið. Farþeginn, sem lærbrotnaði, náði að skríða upp úr fjörunni og upp á veg og síðan um 300 metra áður en hann gat gert vart við sig og tilkynnt um atburð- inn. Hann var síðan fluttur með flugvél til Reykjavíkur. Hinn látni hét Leifur Dagur Ingimarsson, 20 ára gamall með lögheimili á í Stykkishólmi. Mikið annríki hefur verið hjá lögreglunni á ísafirði að undan- fömu, að sögn Braga Beinteins- sonar yfirlögregluþjóns. Auk banaslyssins á Þingeyri sem sagt er frá á öðmm stað í blaðinu var mikið um útafkeyrslur og önnur umferðaróhöpp þar sem í flest- um ef ekki öllum tilfellum lék á gmnur um ölvun ökumanna. 29. apríl var gerð skyndileit að fíkniefnum hjá starfsfólki Frosta h.f. í Súðavík. Fundust í verbúð fyrirtækisins á Langeyri, nokkur grömm af hassi, svo og áhöld til reykinga. Þann 1. maí var mikil ölvun í bænum. Um kvöldið var til- kynnt um árekstur tveggja bif- reiða, en annar .aðilinn hafi horfið af vettvangi. Nokkru síðar fannst sú bifreið og öku- maðurinn, og er hann grunaður um ölvun við akstur. 3. maí var tilkynnt að bifreið hafi verið stolið í Bolungarvík og væri hún á leið til ísafjarðar. Fannst umrædd bifreið nokkuð innan við Skarfasker og hafði henni verið ekið upp fyrir veg og upp á tún, en til þess að komast þangað þarf að fara upp 3 — 4 metra háan snarbrattan bakka. Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Aðfararnótt 4. maí var til- kynnt um útafakstur og veltu við Tunguá, þar hafði Volvo bifreið farið útaf, eftir að sprungið hafði á hægra aftur- hjóli hennar. Ökumaðurinn sem var einn í bifreiðinni, lenti undir henni, en hann slasaðist lítið sem ekkert, og er það nán- ast óskiljanlegt. Hann er grun- aður um ölvun við aksturinn. Bifreiðin er mikið skemmd. Aðfararnótt 5. maí var maður handtekinn á Þingeyri, eftir að hafa verið búinn að ota hagla- byssu að fólki sem var að yfir- gefa samkvæmi hjá honum. Maðurinn hlaut gistingu í fangageymslu, en byssan var tekin í umsjá lögreglunnar. Að morgni 5. maí var bifreið ekið út af veginum á Breiða- dalsheiði, við vegamót Súg- andafjarðarvegar. Ökumaður- inn er grunaður um ölvun við akstur. Fangageymslur lögreglunnar á ísafirði hafa verið fullar nótt eftir nótt og mikil afskipti þurfti að hafa af drukknu fólki, auk þess sem áður er talið. Heimsfrægur píanóvirtúós Hlíf, íbúðir aldraðra: Stofnar byggingar- samvinnufélag aldraðra Stofnfundur byggingarsam- vinnufélags um söluíbúðir aldr- aðra verður haldinn hinn 12. maí n.k. Að sögn Halldórs Guð- mundssonar, forstöðumanns Hlífar, er undirbúningur bygg- ingar söluíbúða við Hlíf vel á veg kominn. Teikningar eru til- búnar, öll leyfi fengin og er stefnt að því að bjóða 1. áfanga byggingarinnar út seinni hluta júlí í sumar. Arkitekt hússins er Ingimundur Sveinsson. Húsið á að vera fokhelt ári síðar og til- búið til afhendingar í október 1987. í húsinu verður þjónustu- miðstöð með aðstöðu fyrir fé- lagsstarf aldraðra, bæði þeirra sem búa í húsinu og þeirra sem búa úti í bæ. Einnig verður þar þjónusta fyrir alla íbúa Hlífar. Heildarrúmmál hinnar nýju byggingar verður 13220 rúm- metrar. íbúðir verða 42 talsins af fjórum stærðum: 55 ferm., 65 ferm., 70 ferm. og 79 ferm. Allar nánari upplýsingar gefur for- stöðumaður Hlífar. Heimsþekktur píanóleikari, Dag Achatz, verður gestur Tón- listarfélags ísafjarðar á tónleik- um í Alþýðuhúsinu n.k. laugar- dag, þ. 11. maí kl. 17.00. Tón- leikamir verða endurteknir á Flateyri í matsal Hjálms sunnu- dagskvöldið 12. maí kl. 20.30. Dag Achatz er af sænsku bergi brotinn, en er fyrir löngu orðinn alþjóðlegur listamaður. Hann hefur haldið tónleika í meira en 20 þjóðlöndum og í öllum helstu höfuðborgum ver- aldar. Þá hefur hann leikið ein- leik með mörgum af frægustu sinfóníuhljómsveitum og hljómsveitarstjórum austan hafs og vestan, auk þess sem hann hefur leikið inn á margar hljómplötur fyrir hin heims- þekktu útgáfufyrirtæki EMI, CBS, BIS og Melodiya. Dag Achatz. Dag Achatz hefur ekki hvað síst vakið athygli fyrir flutning sinn á eigin útsetningum á hljómsveitarverkum eftir Strav- inskí, Tsjaíkovskí og Bernstein. Er hér um að ræða verk eins og Vorblótið, Hnotubrjóturinn og West Side Story, sem uppruna- lega eru samin fyrir stóra sin- fóníuhljómsveit og venjulega flutt þannig. Þykir t.d. ekki veita af 100 — 120 manna hljómsveit til að flytja Vorblót- ið, svo að það hlýtur að teljast í meira lagi forvitnilegt að heyra það flutt af einum manni með aðeins 2 hendur. Á efnisskránni á laugardag- inn flytur Dag Achatz auk vor- blótsins, prelúdíu eftir De- bussy, marskúrka eftir Chopin og balletttónlistina Eldfuglinn eftir Stravinskí í eigin útsetn- ingu. Miðasala verður í Bókaversl- un Jónasar Tómassonar (s.3123) og við innganginn. Á- skriftarkort gilda.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.