Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 5
vestlirska I FRSTTABLAEIÐ — í hverju liggur munurinn helst? „Á Skólavörðustígnum er þetta ekkert nema einn langur gangur með klefum sitthvoru megin. Ef þú ætlar að horfa á sjónvarpið þá geturðu hvergi setið nema að hafa með þér stólkoll úr klefanum. Þarna eru svo allir með kolla á ganginum og sjónvarpið uppi undir lofti. Maður getur ekki setið þarna nema í stuttan tíma í einu án þess að verða bara þreyttur. Það mátti ekki hafa sængurföt, þú varðst að sofa með teppi og maður mátti bókstaflega ekkert taka með sér inn. Ég mátti jú taka með mér blöð til að skrifa á og sælgæti og þ.h. sem mér var fært en ég mátti t.d. ekki taka með mér óskrifaða bók því að þá voru þeir hræddir um að ég Dómar ættu að falla innan nokkurra vikna — segir Ólafur K. Ólafsson, fulltrúi sýslumanns Vegna þessa máls sem frá er sagt hér á síðunni hafði Vf sam- band við Ólaf K. Ólafsson full- trúa sýslumanns á ísafirði og lagði fyrir hann nokkrar spurn- ingar um meðferð mála sem þessa. Hann sagði að reglan í svona málum væri sú að við fyrsta brot laganna sem kveða á um viðurlög við ölvunarakstri væri boðið upp á dómssátt þar sem lengd ökuleyfissviptingar færi eftir áfengismagni í bióði. Við annað brot er ekki boðið upp á dómssátt heldur höfðar saksóknari mál sem þarf að dæma í. Þá segir í lögum að ef um ítrekað brot er að ræða, þá er svipting ævilöng. Við fjórða brot eru reglumar orðnar flóknari og eitthvað misjafnt eftir lögsagnarumdæmum hve hart er tekið á brotum sem þessum. Þó mun það vera regla að dæma menn ekki í skilorðs- bundið varðhald fyrir ölvun við akstur og mun þar að finna skýringuna á því að saksóknari áfrýjaði dómi undirréttar í máli því sem hér um ræðir en þar var ákærður dæmdur í 40 daga skilorðsbundið varðhald. Þegar kom að fjórða brotinu var eðli- legt að taka mið af fyrri dóm- um, og hlaut ákærði því 45 daga varðhaldsdóm til viðbótar því sem áður var komið. Það hlýtur að teljast vel sloppið miðað við fyrri dóm. Ef ákærði hefði hinsvegar verið dæmdur í sekt í stað gæsluvarðhalds fyrir þriðja brot, sem vel hægt að hugsa sér, þá eróvíst að málinu hefði verið áfrýjað og þá hefði hann hugs- anlega einnig sloppið með vægari dóm í fjórða skiptið. Um þetta allt er þó ekkert hægt að fullyrða þar sem það er komið undir mati dómara hverju sinni hver refsingin er og eins ber að líta á það að aðstæður við svona brot geta verið mjög mismun- andi og ber dómara að taka allt slíkt inn í reikninginn, ýmist til þyngingar eða mildunar dóms. Vegna þessa sagði Ólafur að það væri illmögulegt að búa til einhvern skala til að fara eftir í öllum atriðum. Hins vegar sagði hann að hann teldi það óeðli- lega langan tíma í $vona máli ef það liði yfir eitt ár frá því að brot er framið þangað til dóm- ur fellur, nema eitthvað sérstakt verði til að tefja málið svo sem það að endurvinna þurfi rann- sókn að einhverjum hluta. Eðlilegur tími í svona máli ætti að geta verið nokkrar vikur. ætlaði að fara að skrifa dagbók og það má ekki þarna. Klefun- um var yfirleitt læst klukkan hálftólf á kvöldin. Það var lítið hægt að fá að fara út í garðinn. Það voru tveir tímar á dag sem menn áttu að geta notað til að fara út. Annar var snemma á morgnana og þá var ég yfirleitt sofandi og svo var tími á milli hálffimm og fimm en þá þurfti maður að vera búinn að biðja um að fá að fara út með ein- hverjum fyrirvara eða þeir fundu sér einhverja aðra afsök- un þannig að maður komst ekki út. Þennan hálfa mánuð sem ég var þarna komst ég tvisvar út í garð. Ég og annar strákur sem var með mér í klefa tókum okkur einu sinni til og þrifum alla veggi í klefanum og það var bara gjörbylting. Það var eins og hann væri nýmálaður.“ — Þannig að þetta hefur ekki verið sérlega aðlaðandi. En hvernig var aðbúnaðurinn í fangelsinu á Akureyri? „Hann var allt annar. Þar fékk maður sængurföt, í klef- unum voru leslampar, skápar fyrir fötin og klefunum aldrei læst. Einu gleymdi ég áðan varðandi aðstöðuna í Skóla- vörðustígnum, en það er mat- urinn sem var vondur og ólyst- ugur og var skammtaður í gegn um lúgu. „Ég hafði ekkert aðrar hugmyndir um strákana í grjótinu en flestir aðrir og var því eðlilega ekkert spenntur fyrir því að vera þarna innan um einhverja glæpa- menn.“ Á Akureyri settust allir við eitt borð og svo var maturinn borinn á borð eins og heima hjá okkur. Við fengum að fara út í garð hvenær sem var og þar er hægt að fara í körfubolta. Ég notaði það mikið. Við fengum að hafa ýmislegt inni hjá okkur, t.d. lánaði vinur minn mér vídótæki og ég fékk að fara reglulega á vídeóleigu í fylgd með fangavörðum til að sækja spólur. Annar kom með hljóm- flutningstæki heiman frá sér og hann kom líka með tölvu sem við sátum við og forrituðum tímunum saman.“ — Hvernig var það svo að fara í fangelsi? Var þetta mikið áfall? „Ég hafði ekkert aðrar hug- myndir um strákana í grjótinu en flestir aðrir og var því eðli- lega ekkert spenntur fyrir því að vera þarna innan um einhverja glæpamenn. En eftir að hafa verið með þeim í smástund og kynnst þeim var þetta allt í lagi á meðan maður hugsaði ekki um það sem var fyrir utan. Ég trúði því í rauninni aldrei fyrr en á síðustu stundu að ég fengi dómnum ekki breytt í sekt.“ — Nú var nokkuð umliðið frá því að þú braust síðast af þér þangað til þú varst settur inn. Þú ert búinn að koma þér upp kær- ustu og barni og allar aðstæður orðnar aðrar en þegar þú framdir þessi brot. Þetta hlýtur að hafa komið sér illa fyrir þig? „Já, þetta getur sett margan manninn á hausinn. Á meðan ég sat inni féllu á mig víxlar af bíl sem við höfðum keypt og ég gat ekkert borgað á meðan ég hafði enga vinnu og engar tekj- ur. Núna vinn ég uppundir 90 tíma á viku til að reyna að saxa á skuldimar. Það á bara að vera til einhver skali yfir þessi brot þannig að það sé hægt að dæma strax þannig að maður þurfi ekki að bíða í svona langan tíma.“ Kaupfélag ísfirðinga / / Isfirðingar—Isfirðingar Verðum með rýmingarsölu á: fatnaði ^ skótaui ^ efnis- og teppabútum 'fc leikföngum garðáhöldum í byggingavöruverslun K. í. á Grænagarði, fimmtudaginn 9. maí og föstudaginn 10. maí. STÓRLÆKKAÐ VERÐ ATHUGIÐ að rýmingarsalan stendur aðeins þessa tvo daga Komið og gerið góð kaup $ KMIPFÍMG ÍSFIRfllNCA

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.