Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 1
19. tbl. 11. árg. vestfirska 15. maí 1985 FRETTABLASIÐ FLUGFRAKT-SÆKJUM-SENDUM SÍMAR: 3000 3400 3410 FLUGLEIDIR Bolir-Buxur---Peysur Verslunin vJmld ísafiröi sími 3103 Bridge: Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði: Vestfjarða- mót í sveita- keppni 7. — 9. júní á Tálknafirði Vestfjarðamót í sveita- keppni í bridge verður haldið á Tálknafirði dagana 7. til 9. júní n.k. Þátttaka tilkynnist til Æv- ars Jónssonar á Tálknafirði fyrir 27. maí n.k. Allir bridgeáhugamenn á Vest- fjörðum eru hvattir til að mæta. Fréttatilkynning. Verkamanna- bústaðir: Bygging 9 íbúða hefst í sumar Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við byggingu 9 verkamannaíbúðahúss við Fjarðarstræti 55, á hornlóðinni neðan við Grund, í sumar. Útboðsfresti vegna bygging- arinnar lýkur um miðjan maí og ættu framkvæmdir að geta haf- ist síðar í sumar. Áætlað er að byggingartími verði 18 mánuðir og ættu því íbúðirnar að verða tilbúnar snemma árs 1987. Endurhæfingadeildin opnuð — Stórt skref til bættrar heilbrigðisþjónustu Eftir langa og erfiða með- göngu var endurhæfingardeild Sjúkrahússins á ísafirði afhent fullbúin til notkunar á laugar- daginn var, að viðstöddu marg- menni. Þar á meðal var Matt- hías Bjarnason Heilbrigðisráð- herra sem afhenti stjórnarfor- manni Sjúkrahússins, Fylki Ágústssyni, lykilinn að deild- inni. Endurhæfingardeildin er hin glæsilegasta og vel búin tækj- um. Sumt hefur deildinni verið gefið, svo sem nuddpottur sem verkalýðsfélagið Baldur gaf, tölvustýrt þrekhjól sem Sjálfs- björg gaf og einnig hefur Kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal tilkynnt að það hyggist gefa svokallaðan meðferðarbekk og „vibrator" nuddtæki. í ræðu sem Sigurður Jó- hannsson, formaður byggingar- nefndar sjúkrahússins flutti við opnunina þakkaði hann öllum þessum aðilum fyrir hlýhug og stuðning í garð deildarinnar. Einnig þakkaði hann verktök- um fyrir einstakt samstarf en aðalverktaki við innréttingu deildarinnar var Daníel Krist- jánsson húsasmíðameistari. Auk Sigurðar og Matthíasar tóku einnig til máls Einar Hjaltason yfirlæknir og Pétur Pétursson héraðslæknir, Fylkir Ágústsson formaður Sjúkra- hússtjómar og Sigurveig Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari. Öllum bar þeim saman um að það væri stórt skref til bættrar heilbrigðisþjónustu á svæðinu sem nú hefði verið stigið. Akstur strætisvagna á ísafirði: Hefst hugsanlega í haust Stefnt er að því að strætis- vagnaakstur á ísafirði hefjist á þessu ári og að skólaaksturinn verði sameinaður honum. Fyrir skömmu samþykkti bæjarstjóm að fela nefnd sem fór með undirbúning og fram- kvæmd tilraunaakstursins í fyrrasumar að gera tillögur um leiðaáætlun og aksturstilhögun strætisvagna á Isafirði með það fyrir augum að skólaaksturinn yrði þar inni. Bæjarstjóra var síðan falið að ganga til við- ræðna við menntamálaráðu- neytið um greiðslur þess, vegna skólaakstursins, en það greiðir hann að stórum hluta. Samn- ingur við þá aðila sem nú sjá um skólaaksturinn verður því ekki framlengdur heldur er stefnt að því að bjóða allan aksturinn út í einu lagi. Haraldur L. Haraldsson seg- ist ekki reikna með að þessi akstur geti hafist fyrr en síðla sumars eða í haust, ef af verður, þar sem eftir er að bjóða verk- efnið út og skipuleggja það. Gestir við opnun endurhæfingardeildarinnar hlýða á ræðu Sigurðar Jóhannessonar, formanns Bygginganefhdar sjúkrahúss- Færabátar: Selja afla í Eng- landi í sumar — Frystihúsið ráða ekki við að kaupa vegna manneklu „Færabátasjómenn sjá enga möguleika á að selja fisk í sumar nema selja hann til Englands,“ sagði Halldór Hermannsson hjá Sundi sf þegar hann var spurður um áformaðan útflutning ís- firskra færasjómanna á ísuðum fiski í gámum til Englands í sumar. Sjómennirnir hyggjast flytja út sjálfir í gegn um Stafnes ltd. í Grimsby en hlutverk Sunds sf verður að veita þeim þjónustu eins og að selja þeim ís, leggja til vörubíl og lyftara o.s.frv. Fisk- urinn verður settur í einnota einangraða kassa úr frauðplasti en þannig er ísinn lengur að þiðna í kössunum enda ætla sjómennirnir að leggja mikla á- herslu á gæði. Halldór Hermannsson og Magnús Hauksson raða þorski í gám. Hreinsum bæinn — Hreinsunar- dagur á ísafirði á laugardaginn Næstkomandi laugardagur á að verða allsherjar hreins- unardagur á ísafirði. Bæjarstjórinn á Isafirði hefur boðað forsvarsmenn flestra félagasamtaka í bæn- um á fund í kvöld þar sem á að skipuleggja hreinsun líkt og undanfarin ár. Allir bæj- arbúar eru hvattir til að hreinsa til á sinni lóið og í næsta nágrenni. Hægt verð- ur að fá afhenta ruslapoka í áhaldahúsi bæjarins frá klukkan 9:00 um morgun- inn. Þar verður einnig hægt að fá einhver áhöld og frek- ari aðstoð ef á þarf að halda. í næstu viku munu svo starfsmenn bæjarins aka um bæinn og taka rusl sem sett hefur verið við götubrúnir. Ef allir leggjast á eitt ætt- um við að geta gert bæinn okkar sýnu fallegri og snyrtilegri. Burt með ruslið.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.