Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 2
vestfirska rRETTABLAÐID 1 vestiirska ~l FRETTABLADID Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17, sími 4432. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Lesendadál ku r Höfðu þeir gert samning sem ekki stenst skv. lögum? f lok mars á s.l. ári komu til út- borgunar með kaupi kr. 1.65 pr. klst. á dagvinnu og voru þetta kallaðir fatapeningar, sem væru skattfrjálsir að sagt var. Nú eru þetta kr. 1.88 pr. klst. eða kr. 75,20 á viku, eða því sem næst kaupi í eina klst. á lægsta taxta. Mikið þrekvirki hefði verið unnið fyrir launþega ef 1 klst. á viku hefði í raun verið skattfrí. Sam- anber fríðindi ráðherra og bankastjóra. En hvað kemur á daginn? Ég sem taldi fatapeninga þessa sem viðbót við kaup, en dró þá síðan frá í reit 34 á skattaskýrslu minni fæ bréf frá skattstofu þar sem óskað er skýringa á þessu. Sama var um fatapeninga konu minnar. Er ég kem á skattstofu er mér tjáö að fatapeningar séu ekki frádráttar- bærur samkvæmt skattalögum. hjá neinum. Hvað hafði þarna skeð? Hafði verkalýðsforystan og vinnuveitendur gert með sér samning sem ekki stenst sam- kvæmt lögum? En takið nú eftir! Kona mín sem vinnur hjá öðru fiskvinnslufyrirtæki fékk að sjálf- sögðu þessa fatapeninga og eru kallaðir þaö á launaseðli en á launamiða til skattstofu eru þetta ferða- og fæðispeningar og þar með skattfrjálsir. Hvað skyldu önnur fyrirtæki kalla þessa fata- peninga? Er ekki þarna verið að villa um fyrir skattayfirvöldum og í raun að stela undan skatti? Þetta telja víst sumir forsjálni. Eiga ekki allir að vera jafnir fyrir lögunum? Þeir sem ég hef talað við um þetta hafa flestir talið fatapeninga frádráttarbæra, en aðrir ekki talið þá fram. Því vona ég að eitt verði látið yfir alla gan- ga og hver og einn borgi þau gjöld sem honum ber. En eru til þeir sem svo gera ekki? T.d. er hægt að vinna dag og dag og leggja í sjóð til ferðalaga innan lands og utan án þess að borga af því gjöld til ríkis og bæjar, samanber róðra línubáta í ferða- sjóð og rækjumanna. Svari þeir sem til sín taka og nefndir eru. ísafirði, 1. maí 1985 Jóhann Kárason 4981 -0768 Megaþeirtaka verojöfnunar- gjald af mælum? Lesandi hafði samband við blaðið og vildi koma á framfæri spurningu um það hvort heimilt væri að reikna verðjöfnunargjald á mælagjald eða fastagjald eins og það heitir á reikningum frá Orkubúi Vestfjarða. Kristján Haraldsson Orkubús- stjóri var spurður að þessu og hafði hann eftirfarandi um málið að segja: „Verðjöfnunargjald er reiknað af sama stofni og söluskattur og er af niðurstöðu reiknings, hvort sem um er að ræða fast gjald eða orkugjald og er þetta í samræmi við lög um verðjöfnun raforku." Einar Garðar Hjaltason: Skattalækkun fyrir fiskvinnslufólk Einar Garðar Hjaltason. Fátt hefur verið meira rætt manna á milli undanfarið en hin mikla mannekla sem háir frysti- húsunum hér um slóðir. Það skýtur nokkuð skökku við að sjávarútvegi, frumatvinnuvegi ís- lendinga, skuli ekki vera haldið gangandi með lágmarksmann- afla. Vænlegasta leiðin til aö fá fólk aftur í húsin er skattalækk- unarleiðin. Vinnudagur í fisk- vinnslu er oft á tíðum langur og strangur og fiskvinnslufólk legg- ur oft á sig miklu meiri vinnu en hæfilegt er talið til þess aö bjarga verðmætum frá skemmdum. Einnig má benda á í þessu sam- bandi að þrátt fyrir minni afla hefur gengisþróun verið þannig að nær eingöngu er hagstætt að vinna á Bandaríkin vegna sterkr- ar stöðu dollars. Vinnsla á Bandarískan markað er bæði tímafrek og einnig ákaflega krefjandi, hráefnið verður að vera ferskt og ekki mega vera neinir gallar. Þetta getur aðeins gengið með velþjálfuðu starfs- fólki. Og ef svo heldur fram sem horfir glötum við niður því tæki- færi að vinna á þann hagstæða markað. Til þess að fólk geri sér grein fyrir því hve miklum fjár- munum það skilar til þjóðfélags- ins má benda á aö fyrir eitt kg. af fullunninni neytendapakkningu á Bretlandsmarkað af þorski fást tæpar 65 kr. til fiskvinnsluhús- anna en fyrir samsvarandi magn til U.S.A. um 115 kr. Markmiðið með sjávarútvegi á alltaf að vera að ná hámarks afrakstri. 70% af okkar gjaldeyristekjum koma frá sjávarútvegi. Þar býr okkar eina sanna stóriðja því ættu þing- menn okkar og orkubú að stefna að sama orkuverði fyrir alla stór- iðju. Einnig ættu sveitarstjórnir að sjá sóma sinn í því að halda dagvistunarheimilum opnum yfir háannatímann á sumrin. Allir sem einn var kjörorð sjálfstæðis- manna á nýloknum landsfundi. Margar hendur vinna létt verk. Og minnumst þess að engin þjóð hefur náð jafnlangt í fullvinnslu sjávarafla og við. Lágmarkslaun í dag er taxti fiskvinnslufólks. Það er þjóðarskömm. Ef við náum ekki að fullvinna sjávaraflann á hverju lifum við þá? Skattalækk- unarleið fyrir fiskvinnslufólk myndi skila margföldum þjóðar- tekjum. öflum gjaldeyris fyrst gerum síðan kröfur. r—————^ •OU PONT R«9 TM BILALOKK A ALLA BILA |> BILAVK \C/ BILAVEHKSTÆDI ISAFJARMR 4 Sími 3837 I I I I I I SÖLBAÐSSTOFA AUSTURVEGI 13 SÍMI3026 OPIÐ FRÁ 7:00 TIL 23:00 vestfirska rRETTABLASID Smáauglýsingar DRÁTTARVÉL ÓSKAST VII kaupa nýlega og velmeð- farna dráttarvél. Upplýsingar í síma 7118. TJALDVAGN TIL SÖLU Tll sölu er Camp Tourlst tjaldvagn, velmeðfarinn og lítlð notaður. Upplýsingar í síma 7329. ÓSKA EFTIR Óska eftir að taka á lelgu 2 — 3 herbergja íbúð, sem allra fyrst. Helst á Eyrinni. Reglu- seml heltið. Upplýsingar í síma 4026. ÓSKA EFTIR Óska eftlr stelpu til að passa 6 mánaða gamlan strák í sumar. Á sama stað er tll sðlu þvottavól. Upplýsingar í síma 4287. BÍLL TIL SÖLU Tll sðlu er Buick Century special árg. 1977, eklnn 37.500 mílur. Upplýsingar í síma 4992 eftir klukkan 19:00. TILBOÐ ÓSKAST Tllboð óskast í nýuppgerðan Ford Bronco árg. 1966. Upplýsingar í síma 4386. LEIGUSKIPTI óskum eftlr 2 — 3 herb. íbúð frá 1. sept. í Reykjavík. Tll grelna koma leigusklpt! á 2 herb. íbúð á Eyrlnni Isaflrði. Upplýsingar í síma 3476. HESTAR TIL SÖLU 4ra vetra steingrár tamlnn, kr. 20 þús. 5 vetra brún hryssa tamlnn, kr. 20 þús. 12 vetra rauður hestur taminn, kr. 10 þús. 5 básar f hesthúsi á Búðartúnl 5 Hnífsdal. Upplýsingar í síma 3649 ísa- firði. HVER VILL Hver vill passa litla poodle tík í 3 vlkur í júnl, á meðan eig- endurnir bregða sór af bæ? Upplýsingar í síma 3885. SUMARBÚSTAÐUR Óska eftir að taka á lelgu sumarbústað í Tungudal f 3 vlkur í júní í sumar. Upplýsingar í síma 3996 á kvöldin. MYNDLISTARFÉLAGIÐ Myndllstarfélagið á ísaflrðl Fundur á Hótel fsaflrðl fimmtudaginn 16. maí klukk- an 20:30. ÓSKA EFTIR óska eftlr barnfóstru tll að gæta eins og hálfs árs stelpu allan daglnn í sumar. Heiðdís, sími 3315. BfLL TIL SÖLU Tll sðlu er Lada Sport árg. 1978. Hafið samband við Halldór í síma 7748. TIL SÖLU Tll sölu varahlutir úr Volvo 142 árg. 1972, t.d. vól, drif, nýtt pústkerfi o.fl. Upplýsingar í síma 4811. TIL SÖLU Til sölu pólskur Fiat árg. 1978 eklnn 40. þús. km. Upplýsingar í síma 7265. TÚNÞÖKUR - ÞÖKU- SKURÐUR Við bjóðum nú elns og áður túnþðkur til sðlu og einnlg þökuskurð annarsstaðar. Hafið samband við Halldór í síma 7748.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.