Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 6
6 Iðnskólinn ísafirði Innritun Innritun stendur yfir fyrir veturinn 1985 — 1986 í eftirtaldar námsbrautir: Iðnnámsbrautir. Grunndeild rafiðna. Tækniteiknun. Vélstjórnarbraut. Stýrimannaskóli. Réttindanám fyrir undanþáguvélstjóra. Réttindanám fyrir undanþágustýrimenn. 1. áfangi frumgreinadeildar Tækniskóla íslands. 3. áfangi frumgreinadeildar Tækniskóla íslands. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Taka skal fram ef óskað er eftir heimavistarplássi. Upplýsingar eru veittar í síma 4215 milli kl. 13:00 og 15:00 eða í skólanum. SKÓLASTJÓRI. Okkur vantar verslunarmann Þarf að geta byrjað sem fyrst Upplýsingar hjá Óskari í síma 3092. PÓLLINN HF. AÐALFUNDUR Vinnuveitendafélags Vestfjarða verður haldinn í fundarsal félagsins í húsi Vestra h.f. (inngangur frá Árnagötu) á ísafirði, föstudaginn 17. maí 1985 kl. 16:00. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjómar og reikningar félagsins. 2. Kosning tveggja manna í stjóm félagsins. 3. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 4. Önnur mál. Gunnar J. Friðriksson, formaður, og Magn- ús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands, munu mæta á fundinum og ræða málefni sambandsins. STJÓRNIN. Kæru ísfirðingar Snyrtisérfræðingarnir Erla Gunnarsdóttir og Ólöf Wessman verða staddir á ísafirði dagana 16. — 20. maí n.k. og þeir bjóða yður meðal annars: o Andlitsböð o Húðhreinsanir o Litanir o Andhtshár fjar- lægð með vaxi o Handsnyrtingu o Andlitsförðun (Make up) Vinsamlegast pantið tímanlega í síma 3299 og 3794 hjá Kiddý. Með kveðju, Sól og snyrting Hótel Esju Suðurlandsbraut 2, simi (tel) 83055 I vestfirska rRETTABLADID Fermingarbörn í Bolungarvík 19. maí 1985 Elísabet Árný Árnadóttir, Holta- brún 16, Eysteinn Magnús Guð- mundsson, Skólastíg 15, Gestur Þór Arnarson, Höfðastíg 8, Guðmundur Jón Markússon, Holtabrún 6, Guðrún Skúladóttir Heiðarbrún 3, Halldór Svavar Ólafsson Skólastíg 13, Hannes Már Sigurðsson Hlíðarstræti 13, Hannibal Þorsteinn Ólafsson Holtabrún 7, Hildur Karen Aðal- steinsdóttir Hjallastræti 22, Hild- ur Elísabet Pétursdóttir Holtastíg 13, Ingibjörg Sólveig Guðmunds- dóttir Vitastíg 25, Ingibjörg Hall- dórsdóttir Miðstræti 1, Jóhann Þórarinn Bjarnason Traðarlandi 12, Jónas Harðarson Hlíðarstræti 5, Klara Eiríka Finnbogadóttir Holtabrún 5, Kristín Þóra Hall- dórsdóttir Hjallastræti 37, María Friðgerður Lárusdóttir Holta- brún 17, Ragnar Heimir Sigurðs- son Hj allastræti 35, Sigurður Árni Reynisson Traðarlandi 2, Stein- unn Þorbergsdóttir Völusteins- stræti 9, Svanlaug Arnardóttir Traðarstíg 1, Valdimar Sæberg Valdimarsson Hlíðarstræti 10. Skemmtilegt blað Ritstjórn Vf berast mörg blöð og tímarit úr ýmsum áttum. Eitt þeirra kom til okkar nýlega og var það býsna frábrugðið öðrum blöðum sem við fáum. Þetta blað heitir Bekkjarblað 3.^-D og er eins og ráða má af nafninu gefið út af nemendum í 3.-D í Barnaskólanum á Isafirði. Hér á eftir fer smá sýnishom ú blað- inu. SKEMMTILEGUR AT- BURÐUR í sumar fóru mamma og pabbi í ferðalag. Ég mátti ráða hvort ég færi með þeim eða á hestanámskeið. Ég valdi hesta- námskeiðið. Eitt sinn á hestanámskeiðinu átti ég að sýna kennaranum, en hesturinn sem ég var á var ekki taminn, og ég kom honum ekki áfram. Þá fór kennarinn á bak hestinum og ætlaði af stað, en þá prjónaði hesturinn. Þá gat ég ekki setið á mér að hlæja. (Kristjana Einarsdóttir) ÞEGAR ÉG VAR LÍTILL... Þegar ég var lítill, þá var ég að fikta með hníf. Ég ætlaði að loka hnífnum og hann small á fingurinn á mér og ég skar mig. Pabbi og mamma fóru með mig á sjúkrahúsið. Læknirinn saumaði fingurinn á mér. Þegar hann tók sauminn úr, þá var fingurinn á mér skakkur. (Sverrir Karl Stefánsson) Sýning í Slunkaríki Nú stendur yfir sýning á text- ílverkum Kristínar Þóru í Slunkaríki, sýningarsal Mynd- listarfélagsins við Aðalstræti. Kristín sýnir fjögur stór verk, samstæður, bæði handþrykkt og unnin með frjálsri tækni. Verkin eru öll til sölu. Kristín Þóra stundaði nám í textíldeild Handíða- og Mynd- listaskóla íslands og lauk þaðan prófi vorið 1984. Hún hefur dvalist á ísafirði í vetur, en er á förum til Þýskalands til fram- haldsnáms í listgrein sinni, á komandi vetri. Sýningin er opin á þriðju- dögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 16 — 18 og kl. 15 — 18 um helgar. Stendur hún yfir til 30. maí m.k. Vegna fyrirspuma er athygli vakin á því að aðgangur á allar sýningar í Slúnkaríki er ókeyp- is. — Allir velkomnir. Einbýlis- hús til sölu Tilboð óskast í fast- eignina Heiðar- braut 14, sem er ein- býlishús, ca. 140 ferm. á einni hæð með geymslu í kjallara. Fallegur garður. Allar nánari upplýs- ingar veitir Ingimar Halldórsson í sím- um 3854 eða 3983. RAÐHERRABILL Til sölu GMC 4X4 árgerð 1983, skráður 1984 í febrúar. Ekinn 23 þúsund km., ljósblár, lakk mjög gott. Bíllinn er beinskiptur, fjögurra gíra V6, með sjálfstæðri fjöðrun (ekki framhásing), mjög skemmtilegur í akstri, sannkallaður ráð- herrabíll. Verðhugmynd 1.150 þúsund, bíll upp í greiðslu. Upplýsingar gefnar í síma 91-78413 á kvöldin. Helgin r , 17. — 19. n f o 7 n1 /c ■ maí 4L Föstudagskvöld ý® — upppantað — Matseðill laugardagskvöld Síldarævintýri W Boðið verður upp á fjölbreytt hlaðborð af * síldarréttum frá kl. 19:00 — 21:00 ☆ Villi Valli og Sammi sjá um tónlistina og minna ykkur á gömlu, góðu síldarárin Matseðill sunnudagskvöld Boðið upp áfjölbreyttan matseðilfrá 19:00—21:00 ☆ P.s. Munið Kabarettborðið vinsæla í hádeginu á sunnudögum og kaffihlaðborðið alla daga HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.