Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 8
Fyrir SKRIFSTOFU - OG SKÓLAFÓLK Tölvuborð.......................kr. 5.170, Ritvélaborð ....................kr. 3.480, Prentaraborð....................kr. 5.600, Skrifborðsstólar ...............kr. 3.980, BÓKAV. JÓNASAR TÓMASSONAR SÍMI3123 ÍSAFIRÐI Starfsfólk í fisk- vinnslu krefst skattalækkana vestfirska hefur heyrt AÐ ef þaö dugar ekki aö halda tvisvar upp á 100 ára afmæli fsafjarðarkaupstaðar þá sé þaö allt í lagi. Þaö er nefnilega hægt aö gera það í þriöja sinn 100 árum eftir sameiningu ísafjarðar og Eyrarhrepps. Glöggur maður hefur bent Vf á aö þaö tímatal gildi allavega í tölusetningu bæjarstjórnar- funda. Fyrsti fundur eftir sameiningu var nefndur fundur númer eitt í fundar- gerðum bæjarstjórnar. AÐ allt bendi nú til að Björn Hermannsson taki viö sæti Reynis Adolfssonar í bæjar- stjórn og þar meö verði hann formaður bæjarráös síöasta ár kjörtímabilsins. Auður Daníelsdóttir sem var önnur á lista óháöra í síðustu bæjar- stjórnarkosningum er senni- lega á förum úr bænum og getur því ekki tekið við og stóö valið á milli Björns og Láru Oddsdóttur. AÐ ekki veröi um áframhald- andi rekstur aö ræöa á skemmtistaðnum Dokkunni. Fyrirtækið hefur safnaö svo miklum skuldum að slíkt er útilokað. Hinsvegar hyggjast eigendur húsnæöisins ieigja þaö á ný undir samskonar rekstur og hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga á að taka þaö á leigu. Samkvæmt upplýsing- um Heiðars Sigurðssonar ætti nýr skemmtistaður að geta hafið starfsemi innan fárra vikna. „Við undirrituð sem störfum i fiskvinnslu skorum á háttvirt Alþingi að gera þær breytingar á skattalögum, að verkafólk í fiskvinnslu fái skattafrádrátt á sama hátt og fiskimenn, sem héti þá fiskvinnslufrádráttur. Þar sem í mörgum tilfellum vinnur verkafólk miklu lengri vinnutíma en það kærir sig um, til að bjarga verðmætum fyrir þjóðarbúið.“ Þannig hljóðar áskorun 158 starfsmanna Hraðfrystihússins Norðurtangans og Hraðfrysti- hússins í Hnífsdal sem Einar Garðar Hjaltason verkstjóri í Hnífsdal aftenti Þorvaldi Garð- ari Kristjánssyni, forseta sam- einaðs Alþingis, í kaffistofu Hraðfrystihússins í Hnífsdal síðastliðinn föstudag. Sams- konar undirskriftasöfnun fer nú fram víðar á Vestfjörðum í fiskvinnslustöðvum. Við þetta tækifæri flutti Þor- valdur Garðar stutt ávarp þar sem hann þakkaði fyrir og sagði að hann væri vanur að taka á móti áskorunum sem berast þinginu á skrifstofu sinni í Al- þingishúsinu en honum væri það kært að taka á móti þessum undirskriftum á þessum stað. Hann sagði það skoðun sína að það væri eitt af því þýðingar- mesta fyrir þjóðarbúskap ís- lendinga að rekstrargrundvöll- ur sjávarútvegsins væri slíkur að hann gæti greitt góð laun og staðist samkeppni við þjón- ustugreinar um vinnuafl. Þorvaldur Gardar tekur við undirskriftunum úr hendi Einars Gardars Hjalta- sonar. Hestamannafélagið Gnýr: Bauð börnum á hestbak — Seldi kaffi í nýstandsettu félagsheimili Hestamannafélagið Gnýr í Bolungarvík var með árlegan barnadag síðastliðinn sunnudag. Þá var börnum boðið á hestbak en fullorðnum selt kaffi og meðlæti. Að sögn Jóns Guðna Guðmundssonar, formanns Gnýs, komu um 180 til 200 manns í kaffi í nýstandsett fé- lagsheimili sem hestamenn eiga við Múrhúsaveg. Líkt og undanfarin ár hyggj- ast hestamenn í Bolungarvík standa fyrir reiðnámskeiði og hefst það síðar í þessum mán- uði. © PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 Fermingargjöfina færðu hjá okkur ■ Sinclair tölvur ■ BBC-Acorn tölvur ■ Stereo ferðatæki ■ Útvarpsvekjara ■ Klukkulampa ■ Skrifborðsljós ■ Vasareiknivélar Myndavélar Sjónauka Rakvélar Vasadiskó Krumpujárn Quartsúr Borvélar Glæsilegar hljómtækjasamstæöur frá SANYO — KENWOOD — MARANTZ FRETTABLASID ERNIR P Símar 3698 og 3898 ISAFIROI BÍLALEIGA Endurbætur á Alþýðuhúsinu — Ný sæti og hljómflutningstæki Gagngerar endurbætur hafa farið fram á Alþýðuhusinu á ísafirði og er nú aðstaða öll önnur og betri til að fara á kvikmyndasýningar. Gömlu sætunum var rutt út, salurinn máláður og iagfærður. Ný tjöld voru sett fyrir sviðið og ný teppi á gólfið. Þá voru settir inn nýir og glæsilegir stólar frá Úr Alþýðuhúsinu. frönsku fyrirtæki, Quinette, sem selt hefur sæti til margra af stærstu og bestu kvikmynda- húsum í Evrópu. Þau eru mjög þægileg og með hærra baki en venjulegt er. Einnig hafa verið sett upp ný og fullkomin Dolby-hljóm- flutningstæki með hátölurum um allan sal, allt eftir nýjustu tísku. I „Það virðist enginn vilja vera við þetta núorðið. Það er nóg í öðru”, sagði Bjarni Einarsson útgeröarstjóri um mannekluna í frystihúsum. Það er nokkurn- veginn sama við hvern er talað, það er sama sagan í öllum frystihúsum á Vestfjörðum. Það vantar fólk í vinnu. í frystihúsi, þar sem yfirmenn gátu fyrir nokkrum árum sagt við konu sem vildi fá vinnu hálfan daginn að hún yrði þá að útvega aðra til að vinna hinn helminginn á móti, er nú svo komið að þaó er ekki með nokkru móti hægt aö fá nægilegan mannskap til starfa. Á Tálknafirði er veriö að reyna að kenna skólastrákum að vinna þau störf sem konur hafa sinnt fram til þessa. „Karl- ar hafa ekki viljaö vinna þetta, það eru einhverjir hleypidóm- ar”, sagði viðmælandi blaðsins á Tálknafirði. Rækjuvertíð lýkur í dag á Bíldudal en hún var framlengd um tvær vikur vegna dræmrar veiði. Fljótlega fer að berast út- hafsrækja til vinnsiu í staðinn. BESSI eríslipp. GUÐBJARTUR er væntanlegur úr slipp, seinnihluta vikunnar. PÁLL PÁLSSON kom inn í gær með um 90 tonn. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON kom inn í gær með um 150 tonn. GUÐBJÚRG landaði 70 til 75 tonnum af blönduðum afla í gámasíðastliðinn fimmtudag. DAGRÚN er að fiska í siglingu. HEIÐRÚN landaði 70 tonnum af blönduðum afla á laugardag. SÚLRÚN landaði um 56 tonn- um af rækju síðastliðinn föstu- dag. ELÍN ÞORBJARNARDÚTTIR er á veiðum. GYLLIR kom inn með um 80 tonn á laugardaginn, mest grá- lúðu. FRAMNES landaði 13 tonnum af rækju á ísafirði á fimmtu- daginn. SLÉTTANES kom í land [ morgun með eitthvað í kring um 100 tonn. SÚLVI BJARNASON er á veið- um. TÁLKNFIRÐINGUR kom inn í gær. SIGUREY er á veiðum. HAFÞÚR kom inn á laugardag- inn með 87 tonn af rækju. Þar af fóru 30 tonn á Japansmark- að. BÍLALEIGA Nesvegl 5 - Súðavík S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Miklatorg S 91-25369 Sendum bílinn Opið allan sólartiringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.