Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.05.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 23.05.1985, Blaðsíða 1
20. tbl. 11. árg. vestfirska 23. maí 1985 fRETTABLASID EIMSKIP STRANDFLUTNINGAR Sfmar: Skrifstofa 4555 Vöruhús 4556 MS MANAFOSS Á ÍSAFIRÐI AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA AÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA METRAVARA Nú er nýkomið mikið af efnum í fallegum sumarlitum, í glugga- tjöld, fatnað o. fl. Fimmtíu eða áttahundruð tonna slippur? — Skýrsla Vita- og hafnamálastofnunar rugl, segir Sævar Birgisson framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Marsellíusar hf. Miklar umræður hafa verið í ! gangi undanfama mánuði og | ár um framtíð slippbrautarinn- I ar á ísafirði. Samningaumleit- I anir hafa staðið yfir milli eig- * enda, sem em erfingjar Mar- ! sellíusar Bernharðssonar, og I Hafnaraefndar ísafjarðar- I kaupstaðar um hugsanleg J kaup Hafnamefndar á slippn- I um. Fyrir liggur að ef Hafnar- I nefnd kaupir slippinn fæst J styrkur úr ríkissjóði sem nem- I ur 40% af verðmæti slippsins I þar sem litið yrði á hann sem J hafnarmannvirki og er svo um ! aðrar dráttarbrautir í landinu. I Skilyrði fyrir slíkum styrk er L._............. að viðkomandi dráttarbraut sé í eigu sveitarfélags. Síðastliðið haust voru lögð fyrir bæjar- stjóm drög að kaupsamningi milli hafnamefndar og eig- enda slippsins. Bæjarstjóm á- kvað að fresta afgreiðslu málsins þar til fyrir lægi skýrsla frá Vita- og hafnar- málastofnun um það hvort slippurinn bæri 800 þunga- tonn eins og ráð var fyrir gert af hálfu seljenda en þeir höfðu fyrir sér úttekt tveggja verk- fræðinga í þeim efnum. Það dróst nokkuð á langinn að Vita- og hafnarmálastofnun skilaði skýrslu um burðargetu slippbrautarinnar en þegar hún að endingu kom fyrir fá- um vikum síðan kom þar fram að slippurinn bæri ekki 800 þungatonn. Það kom hins vegar ekki fram hvað hann bæri og fór Hafnarnefnd fram á að upplýsingar um það fengjust einnig og kom skýrsla um það skömmu seinna. Þar sagði að brautin bæri 50 — 150 tonn. Sævar Birgisson framkvæmdastjóri Skipa- smíðastöðvar Marsellíusar hf segir að þessar skýrslur Vita- og hafnarmálastofnunar séu ekki pappírsins virði sem í þær hefðu farið og raunar væri niðurstaðan eins og happ- drættisvinningur fyrir sig þar sem þar kæmi berlegast í ljós hvað mikið væri að marka þessa úttekt. Hann hefur nú leitað til verkfræðistofunnar Línuhönnunar og beðið um útreikninga þaðan á burðar- getu slippbrautarinnar. Sævar tók það fram að það væri einskis manns hagur að burð- argetan væri ofreiknuð og all- ra síst hans eða eigendanna þar sem þeir bæru ábyrgð á því að brautin bæri þau skip sem þar eru tekin upp gagn- vart eigendum skipanna. Frá því í haust og þar til fyrir rúmri viku síðan var slippurinn ekki í notkun þar sem viðgerð stóð yfir og héldu eigendur að sér höndum á meðan beðið var eftir skýrslu Vita- og hafnarmálastofnunar sem dróst svo von úr viti. Þessi töf hefur kostað ómældar fjárhæðir fyrir eigendur í töp- uðum slippgjöldum og fyrir ýmis fyrirtæki, sérstaklega Skipasmíðastöðina sem hafa misst af mörgum verkefnum fyrir vikið. í síðustu viku var slippurinn aftur tekinn í gagnið og hefur verið í stöðugri notkun síðan og virðist nóg af verkefnum framundan. Meðal þeirra skipa sem hafa pantað pláss er Fagranesið sem er yfir þeim þyngdarmörkum sem gefin voru upp í skýrslu Vita- og hafnarmálastofnunar um burðargetu brautarinnar. Tónlistarskóli ísafjarðar: Skólaslit—Skóf lustunga Skólaslit og lokahátíð Tón- listarskóla ísafjarðar fara fram miðvikudaginn 29. maí kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Lýkur Menntaskólinn á ísafirði: Skólaslit Menntaskólanum á ísafirði verður slitið laugardaginn 25. maí klukkan 14:00 í Alþýðuhús- inu á Isafirði. Að athöfn lokinni verður þeim sem þess óska boðið að skoða hin nýju húsakynni skólans á Torfnesi. 1 þar með 37. starfsári skólans, en hann er þriðji elsti tónlistarskóli landsins. Á lokahátíðinni verða nem- endum afhentar einkunnir og verðlaun, en einnig flytja nokkrir nemendur tónlist eftir Bach, Beethoven og Sammart- ini. Að loknum skólaslitunum verður gengið að lóð Tónlistar- skólans á Torfnesi nálægt nýja sjúkrahúsinu, og tekin verður fyrsta skóflustungan að skóla- húsi því, sem Tónlistarfélag ísafjarðar hefur ákveðið að byggja. Þar verða flutt ávörp og Lúðrasveit skólans mun leika, ef veður leyfir. Slippur eða ekki sHppur. Þeir létu sér í léttu rúmi Hggja aUar þrætur um sfippinn, eigendur bátanna á myndinni og renndu þeim bara upp í fjöruna á stórstraumsflóði um daginn til að dytta að þeim í góða veðrinu þegar féU frá. Ný þjónusta garðyrkjudeildar —Tekur að sér umhirðu garða fyrir fólk sem á erfitt með það sjálft Bæjarráð ísafjarðar hefur á- kveðið að tekin verði upp ný þjónusta við bæjarbúa sem vegna lasleika eða aldurs geta ekki hirt um garða sína eins og þeir vildu gera. Á vegum garðyrkjudeildar bæjarins verður þessu fólki boðið upp á hirðingu á görðum, s.s. slátt á grasi, plöntun, gróð- ursetningu, arfatínslu og annað 3 starfsstúlkur garðyrkjudefidar. það sem flokka má undir venjulega umhirðu garða, gegn vægu gjaldi. Þetta verður fyrst gert í einn mánuð til reynslu og fer framhaldið eftir árangri þess reynslutíma. Það er því mikil- vægt að fólk hafi samband við annað hvort bæjarskrifstofur eða Ásthildi Þórðardóttur verk- stjóra garðyrkjudeildar sem fyrst ef það vill nýta sér þessa þjónustu. --------- Sölvi Bjarnason: 1. uppboð á morgun Auglýst hefur verið uppboð á togaranum Sölva Bjamasyni BA 65 sem gerður er út frá BDdudal en er í eigu Tálkna hf á Tálknafirði. Uppboðið á að fara fram föstudaginn 24. maí en líklegt er talið að beðið verði um frest og hann verði veittur. I undir- búningi er stofnun útgerðar- fyrirtækis á Bíldudal sem mun falast eftir kaupum á togaran- um af þeim sem hreppir hann á uppboðinu. Skuldir togarans nema á milli 180 og 190 mill- jónum króna en hann er tryggður fyrir um 120milljón- ir þannig að ljóst er að skuldir þær er á skipinu hvíla verða hvergi nærri að fullu greiddar og mun Fiskveiðasjóður sem er stærsti veðhafinn líklega hljóta stærsta skellinn og skipið þar með.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.