Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.05.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 23.05.1985, Blaðsíða 5
vestíirska vsstfirska 4 ntETTABLADW vastfirska rRETTABLADlD 5 Isafjarðarkaupstaðar Hlíf, íbúðir aldraðra — starfsmaður — Starfsmaður óskast til símavörslu- og af- greiðslustarfa. Um er að ræða 65% starf. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 3805. Húsnæði óskast óskað er eftir 4 herbergja fbúð eða einbýlis- húsi fyrir skólastjóra Iðnskólans. Upplýsingar gefnar í síma 3502 eða 4215. Bæjaistjórinn á ísafirði. Tilboð í utanhúsmálun Tæknideild ísafjarðarkaupstaðar f.h. bæjarsjóðs óskar eftir tilboðum í utan- húsmálun á eftirfarandi húsum: Hlíf, íbúðum aldraðra, Engjavegi 15 og Elli- heimili, Mánagötu 5. Útboðsgögn fást á skrifstofu bæjarsjóðs ísafjarðar. Frestur til að skila tilboðum er til mánudags 3. júní kl. 11:00 og verða þau opnuð að viðstöddum þeim tilbjóðendum, sem þess óska. Tæknideild ísafjarðarkaupstaðar Síminn okkar er 4011 I vestfirska FRETTABLADID ATVINNA Okkur vantar starfsfólk. Um er að ræða fastráðningu og sumarstarf. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS útibúið á ísafirði o W La\Í LEGGUR OG SKEL falauerslun barnanna LEGGUR OG SKEL fataverslun barnanna Nýkomnar stretchbuxur í sumarlitunum Nr. 1 — 16 Leggur og skel sími 4070 Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, afa og sonar Inga S. Hermannssonar Krók 3, ísafirði Gerður Elísadóttir, Jóna Guðmunda Ingadóttir, Asdís Sigrún Ingadóttir, Ingi Þórarinn Friðriksson Guðmunda Vigfúsdóttir, Hermann Sveinsson — segir Gísli Magnússon þjálfari einhverjum nýjum mönnum upp í flokkinn í sumar? „Sko, það er nú þannig með annan flokkinn að það var ekk- ert af strákum þar í fyrra. Það var ekki hægt að setja annan fl- okk í íslandsmót af þvi að þeir voru ekki nógu margir. Þeir hafa því ekki fengið neina reynslu. Ég held að það hafi verið þrír eða fjórir strákar úr öðrum flokki sem æfðu með okkur í fyrra. Ég hef ekki séð annan flokkinn héma ennþá en það er alltaf opið hjá okkur fyrir stráka sem við getum notað. Mér finnst eðlilegast að byggja þetta upp með mönnum héðan. Ég hef alltaf verið fylgjandi því að halda hópinn á þeim stað þar sem mennimir búa. Liðið er frá þessum stað og auðvitað á að nýta stráka héðan ef þeir eru frambærilegir. Það sem hefur vantað er að fá jarðveginn í lag. I mörg ár var ekkert gert fyrir yngri strákana. Það var fyrst í fyrra sem byrjað var með átak í þjálfun yngri flokkanna.“ — Hverju spáir þú um röð efstu liða í deildinni í sumar? „Ég veit það ekki. Við ætlum að vera í einu af efstu sætunum. Það er það eina sem ég veit.“ — Hverjir verða þá erfiðustu keppinautamir? „Ég hef trú á að það verði Vestmannaeyingar og KS á Siglufirði eru alltaf mjög erfiðir og svo eru náttúrulega Völs- ungar. — Hvað með liðin sem féllu í fyrra, KA og Breiðablik? „Ég veit það ekki. Það eina sem ég veit um þessi lið er að þau unnu sina leiki í fyrstu um- ferðinni en ég hef ekkert séð þau spila. Þeir segjast hafa misst marga menn en ég veit að það er ekki allt. Það eru margir sem hafa ekki mikla trú á okkur af því að við misstum menn. En það er mjög erfitt að spá um þetta. Það er frekar hægt að spá um neðri hlutann. Mér skilst að Njarðvíkingamir séu mjög slappir og Leiftur sem kom upp í fyrra verður sjálfsagt líka á botninum. Það er spuming með Skallagrím frá Borgamesi en ég býst við að þeir verði líka neð- arlega. Hin liðin eru öll mjög jöfn og berjast sjálfsagt öll um toppsæti í deildinni. Það er náttúrulega útilokað fyrir okkur að ætla okkur annað en í efsta sætið, hvað sem verður.“ Knattspyrnulið ÍBÍ í íslandsmótinu, 2. deild árið 1985 Leikmenn meistaraflokks ÍBÍ sumarið 1985 ásamt þjálfara og formanni KRÍ. Aftari röð: Jakob Þorsteinsson, form. KRÍ. Jón Pálmi Pétursson, Haukur Magnússon, Guðjón Reynisson, Atli Geir Jóhannesson, Guðmundur Jóhannsson, Rúnar Guðmundsson, Viktor Guðmundsson, Benedikt Einarsson, Jakob Tryggvason og Gísli Magnússon, þjálfari. Fremri röð: Gunnar Guðmunsson, Helgi Indriðason, Kristinn Kristjánsson, Ragnar Rögnvaldsson, Guðmundur Kristjánsson, Heiðar Sigtryggsson, Ömólfúr Odds- son og Stefán Tryggvason. Á myndina vantar Rúnar Vífilsson, Jón Oddsson, Jóhann Torfason og Ingvald Gústafsson. Þjálfari ísfírðinganna er nú, annað árið í röð, Gísli Magnússon. Undir hans stjóm náði liðið fjóröa sæti í annarri deild í fyrra, eftir frekar slaka útkomu í fyrstu leikjum sumarsins. Eins og fram kemur í viðtalinu er eitt helsta vandamálið hve erfitt er að ná liðinu saman til æfinga áður en keppnistímabilið hefst. En fyrsta spumingin var um það, hvemig nýbyrjað keppnis- tímabil legðist í þjálfarann. — Hvemig leggst nýbyrjað keppnistímabil í þjálfarann? „Ég held að það leggist bara vel í mig. Það sem maður er svolítið hræddur við er byrjun- in, því að við erum á sitt hvor- um staðnum með strákana og erfitt að ná liðinu saman til æf- inga. Við höfum gert dálítið af því að fara með strákana héðan til Reykjavíkur um helgar því að þeir eru færri hér en þar. Svo var þessi ferð til Belgíu, hún gerði mikið gagn. Ég held að þetta sé samt bara allt í lagi. Að vísu erum við með alveg nýja menn í framlínunni sem við verðum að skóla til.“ — Nú em þetta allt menn sem hafa spilað með meistaraflokki áður sem em í liðinu. Er von á Eðlilegt að byggja liðið upp með heimamönnum Jakob Þorsteinsson heitir formaður KRÍ. Líklega er enginn öfundsverðnr af að sjá um rekstur á svo dýrri og óarðbærri útgerð sem það vissulega er að halda úti liði í Islandsmóti í knattspyrnu. Jakob var spurður um hans álit á möguleikum liðsins og hvern- ig reksturinn gengi. „Jú, það má segja að það hafi virkað eins og vítamínssprauta á liðið. Fylkismenn eru sterkir og fljótir og þetta voru dýrmæt stig. Ég mundi segja að við höf- um verið heppnir að vinna þennan leik. Það háði okkur líka mikið að það var leikið á að gera eitthvað róttækt í þessu með ferðakostnaðinn. Það hefur verið rætt manna á milli að félögin utan af landi taki sig hreinlega saman og neiti þátttöku í íslandsmótinu nema eitthvað yrði gert til að leiðrétta þennan mun á ferðakostnaði „Ég vil láta í ljósi ósk um það að bæjaryfirvöld standi við gef- in loforð um malarvöll, að hann komist sem fyrst í gagnið því það háir okkur mjög, aðstöðu- leysið. Einnig vil ég hvetja alla ísfirðinga til að styðja vel við bakið á sínum mönnum í bar- IBI í 1. sæti — eftir tvo leiki „Fyrirsjáanlegt að endar — segir Jakob Þorsteinsson, formaður KRÍ — Hvernig leggst nýbyrjað keppnistímabil í formann KRÍ? „Það leggst ekkert sérstak- lega illa í mig og ekki vel heldur. Þetta verður miklu erfiðara en í fyrra og þar kemur inn í að KA og Breiðablik féllu niður í aðra deild. Það verða að mínu mati 6 lið sem berjast um sæti í fyrstu deild. Þau eru ÍBÍ, KA, Breiða- blik, Völsungur, ÍBV og Fylkir. — Hverjir heldurðu að verði efstir? „Þessi sex lið eru að mínu mati mjög jöfn. Það sem háir okkur í þessari baráttu er að við höfum misst framlínuna á einu bretti. Þar á ég við Guðmund Magnússon, Jóhann Torfason og Atla Einarsson. Þetta er geysilegt skarð sem verður erfitt að fylla upp í og getur tekið tíma að koma í gott horf. Knattspyrna byggist á því að skora mörk. Annars sýnist mér að þetta sé nú að fara í gang. Við erum búnir að vera með nokkuð marga æfingaleiki og erum miklu betur undirbúnir en í fyrra. Þetta er líka annað árið hjá þjálfaranum og hann þekkir mannskapinn betur. Að öllu þessu meðtöldu vonar maður að þetta geti gengið og við verðum þama ofarlega á blaði.“ — Hvaða nýir menn koma í staðinn fyrir þá sem fara? „Sú ánægjulega breyting hefur orðið að við höfum end- urheimt okkar gömlu ísfirð- inga, eins og bræðurna Jón og Örnólf Oddssyni og Hreiðar Sigtryggsson sem var mark- vörður hér áður. Síðan er efni- legur maður úr Þrótti, Haukur Magnússon, sem gekk í okkar raðir í vor og er mjög sterkur og efnilegur leikmaður. Jón Odds- son hefur reyndar ekki getað spilað með okkur ennþá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrra þegar hann lék með Breiðabliki. Að mati sérfræð- inga hefur hann byrjað að spila of snemma eftir meiðslin og hefur ekki náð sér nægilega vel.“ — Ykkur tókst að vinna fyrsta leikinn. Varð það góð byrjun á keppnistímabilinu? gervigrasinu þar sem meirihluti okkar manna er óvanur að spila. Þetta er svipað og að spila á innivelh, boltinn hoppar allt öðruvísi en á malarvelli og venjulegum grasvelli. Þetta háði okkar mönnum mikið í leikn- um. Menn voru þama eins og óvitar, vissu ekkert hvert bolt- inn var að fara.” — Ef við snúum okkur þá að rekstrinum á Knattspyrnuráði. Nú kostar það mikla peninga sem fara í ferðalög, að borga þjálfara kaup og svo frv. Hvern- ig gengur ykkur að ná endum saman? „Ég held að það sé alveg fyrirsjáanlegt að endar nást ekki saman. Hjá okkur er borðliggj- andi ferðakostnaður upp á 1.6 milljónir hjá öllum flokkum. Þetta er orðið ansi mikill höf- uðverkur og satt að segja þá geri ég mér ekki grein fyrir því hvernig á að vera hægt að standa undir þessu öllu lengur. Þetta háir flestum félögum á landsbyggðinni sem ég hef haft spurnir af og til þess að við get- um haldið þessu áfram þá þarf nást ekki saman“ félaganna úr Reykjavík annars vegar og af landsbyggðinni hins vegar. Ég hef um það upplýs- ingar að eitt fyrstu deildarfé- lagið í Reykjavík fór með 60 þúsund krónur í ferðakostnað árið 1984 á sama tíma og við vorum með 1200 þúsund. Núna er eins og ég sagði áðan borð- liggjandi hjá okkur ferðakostn- aður upp á 1.6 milljónir í sumar og það gera sér allir ljóst að þetta getur ekki haldið svona á- fram öllu lengur.” áttunni í sumar með því að mæta á völlinn.“ Það má segja að ísfirðingar hafi átt óskabyrjun í íslands- mótinu í knattspyrnu, 2. deild, í ár. Þeir eru búnir að leika tvo leiki og hafa unnið þá báða. Þar með eru þeir í 1. sæti deildar- innar með 6 stig og hagstæðara markahlutfall en Vestmannaey- ingar sem einnig hafa unnið sína tvo fyrstu leiki. Fyrsti leikurinn var gegn Fylki frá Reykjavík og fór hann fram á gervigrasvellinum í Reykjavík. Örnólfur Oddsson skoraði eina mark leiksins fyrir Isfirðinga. Að sögn Gísla — Eru þá uppi einhverjar hug- myndir um að aðildarfélög KSÍ leggi í eitthvað púkk til að styrkja þá sem hafa hæstan ferðakostnað? „Það kom fram tillaga á KSÍ þingi 1983 um að það yrði stofnaður sérstakur jöfnunar- sjóður og að það greiddu öll knattspyrnufélög í landinu í þennan sjóð sem síðan yrði út- hlutað úr miðað við ferða- kostnað félaga. Þetta var skít- fellt af fulltrúum Reykjavíkurfélaganna.“ — Að lokum? Ömólfur Oddsson skorar með skalla í leik ÍBÍ og Völsunga. Magnússonar var mikið rok og fátt um fína drætti í þessum leik. Isfirðingar voru óvanir gervigrasinu sem er mjög hart miðað við þá velli sem þeir eru vanir, en engu að síður náðist sigur í leiknum og það er fyrir mestu. Á sunnudaginn sóttu Völs- ungar frá Húsavík ísfirðinga heim og var leikið á malarvell- inum á Skeiði. Leiknum lauk með sigri Isfirðinga, 4:0. Loka- tölur leiksins gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins þar sem Völsungar voru mikið með boltann og áttu mörg færi, þó þeim tækist ekki að skora. Is- firðingar nýttu sín færi hins vegar vel og verðskulduðu sigur í skemmtilegum leik. Fyrsta markið kom þegar 25 mínútur voru liðnar af leiknum. Þvaga hafði myndast fyrir framan mark Völsunga sem hafði mis- tekist að hreinsa frá og Guðjón Reynisson náði að skjóta í gegn um þvöguna í mark. Annað markið kom svo ekki fyrr en í seinni hálfleik. Þá skoraði Guðmundur Jóhannsson eftir að markmaður Völsunga hafði varið frá Ömólfi en ekki náð að halda boltanum. Rétt á eftir skoraði Ömólfur 3. markið með skalla og síðasta markið átti svo Kristinn Kristjánsson, fallegt og yfirvegað skot eftir góða fyrir- gjöf Guðjóns Reynissonar. Vonandi verður þessi byrjun ísfirðingum gott veganesti í baráttunni í sumar og ekki veitir þeim af því að vísast verða mörg lið í harðri baráttu um 1. deild- arsætin.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.