Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 7
FHETTABLASID ganga upp í öllu því manna- hallæri sem fiskvinnslan á við að etja núna.“ ENGIN GRÆÐGI — Nú hafið þið skipstjórarnir oft verið ásakaðir nánast um græðgi, að þið hugsið bara um að hrúga sem mestu á land. „Ég mótmæli því náttúrulega.“ með að hrúga á land lélegum afla. Gæðakröfumar eru orðnar miklu strangari en var.“ FISKIFRÆÐINGAR BARA MENN — Hvaða álit hefurðu á fiski- fræðingum? „Ég ætla nú ekkert að fara að krítísera þá. Þetta eru bara menn eins og við og misjafnir nú úr því að gaman sé að þessu. En þetta er engin rútínuvinna og verður aldrei. Ég held mér mundi leiðast í landi, þó gott sé að fá frí. En á sjónum verð ég eins lengi og heilsan leyfir, þó ég ætli ekki beinlínis að verða ellidauður þar.“ — Heldurðu að ungir menn hafi almennt áhuga á að gera sjómennskuna að ævistarfi? Sá guli, eins og Guðbjörgin er oft kölluð sökum litar síns. — En er samvinnan milli frystihúsanna og togaranna nógu góð? „Já, það held ég.“ — Líka í aflahrotu? „Jájá, þá erum við bara stopp hérna við bryggjuna eins og komið hefur fyrir. Og þó aflist vel í einni veiðiferð verða menn að hafa í huga að það er ekki gefið að svo verði í þeirri næstu. Þetta er ekki eins og að fara út í mjólkurbúð að ná í mjólk. Ef togararnir eru stoppaðir getur þess vegna komið fyrir að fisk vanti hreinlega vikuna eftir.“ —En nú virðist vera kvartað undan því á hverju sumri að fiskur skemmist vegna þess að fiskvinnslan hafi ekki undan. „Ég held að það sé nú ekki rétt. Sum frystihús hafa til dæmis skammtað togurum sín- um kassa.“ HUGSA UM GÆÐIN LÍKA „Já, það verður að hugsa um gæðin ekki síður en magnið. Við erum ekkert betur settir eftir því.“ — En hvernig stendur þá á þessum ríg á milli ykkar og fiskifræðinga? „Þeir vilja alfarið stjórna veiðunum hjá okkur. Ég hef takmarkað álit á þeim aðferð- um sem þeir hafa notað til að mæla stofnstærð, það er að segja að keyra um sjóinn og mæla hvað er mikið af fiski á ákveðnum stöðum. Það er mis- munandi mikið á hverjum stað frá ári til árs. Fiskurinn syndir til, hann hefur sporð og bíður ekkert eftir okkur eða fiski- fræðingunum. Aftur líst mér betur á þá aðferð sem þeir hafa notað núna, að setja menn um borð í togarana. Ég lét til dæmis hafa mig í samráð með Adda á Páli Pálssyni með það. Þó eru þessar mælingar tilviljana- kenndar og sjálfsagt engin pottþétt aðferð til.“ GAMAN AÐ VEIÐA? „Ja, víst er gaman að veiða ef vel gengur. En kvótinn dregur Nú hlær hann. „Neei, hún er dugleg við bamauppeldið. Ég treysti henni alveg fyrir því. Hún þarf reyndar ekki aðeins að sjá um börnin heldur bók- staflega allt, fjármál meðtalin. Maður spáir ekki í þau einu sinni. Það er kannski fullmikið kæruleysi.“ — Að lokum Bjartur, hvaða þýðingu hefur Sjómannadag- urinn fyrir þig? „Ég lít bara á hann sem hvern annan hátíðisdag eða frídag nú orðið. En það er alveg sjálfsagt að vera í landi þá.“ Þeir feðgar ætluðu einmitt að koma inn í dag. I garðinn „Menn eru farnir að hætta fyrr en áður var. En það koma alltaf nýir og duglegir menn í staðinn og ég hef trú á að svo verði. Þetta þarf þó að vera það vel borgað að menn sækist í þetta. Það er hættuleg þróun ef þetta drabbast niður.“ — Líta menn upp til skipstjór- ans, Bjartur? „Þeir gera það nú sjálfsagt sumir,“ segir hann eftir nokkra umhugsun, en finnst spumingin greinilega asnaleg og líklega er það rétt hjá honum. KONAN SÉR UM ALLT — Nú átt þú ung börn, Bjartur. Hvernig er að vera svona mikið fjarri fjölskyldunni? „Það er oft erfitt. Langar fjarvistir eru erfiðar, en það er allt í lagi að stunda sjó héðan og landa hér. En siglingar eru þreytandi.“ — Er konan sátt við þetta? „Neinei, henni finnst ég vera of mikið á sjó. Ég segi það ekki, maður þyrfti að vera meira í landi.“ — Færðu aldrei samviskubit yfir að varpa öllu uppeldi bamanna á konuna? # Fjölær blóm ú Sumarblóm ftRósir yv Furur ú Sitkagrem ú Aspir ú Birki ú Petóníur ú Dhalíur ú og margt fleira BlómaÞúöin . maOHSM v r- 3 ■ Smá- | auglýsingar HÆ. HÆ. Hver vill passa mlg í júní og júlí frá kl. 1 — 5 Ég helti Edda María og er 21/2árs. Upplýs- ingar í síma 3135 eftir kl. 19:00. Mamma heitir Ingi- björg. BÍLL TIL SÖLU Volvo DL 244, árg. 1978, ek- inn 74 þús. km. Upplýsingar veitir Guðm. Marinósson í síma 3107 eftir kl. 19:00. TIL SÖLU Blár Audl 100L 5C dlesel, árg. 1979 tll sðlu. Skiptl mðguleg á ódýrari bfl. Upplýsingar í síma 94-4958 e. kl. 20:00. ■ TILSÖLU | Til sölu Volvo Amason árg. I 1966, vel útlítandl en þarfnast I viðgerðar á kúpllngu. Stað- I greiðsluverð kr. 40 þús. Upp- I lýsingar í síma 7416. I TIL SÖLU Til sölu Mazda 626, 1600, árg. 1980, 4 dyra, ekinn 50 þús. km. Sklpti á ódýrari. j Upplýsingar í síma 7795 eftir I kl. 19:00. I í TILSÖLU I Til sölu Daihatsu Charade I árg. 1980. Upplýsingar í síma I 3035. ÓSKA EFTIR Sjálfvirk þvottavél óskast til kaups. Upplýsingar í síma 3194 eftirkl. 18:00. Sendum vestfirskum sjómönnum og fjöl skyldum þeirra kveðjur og árnaðaróskir á sjó mannadaginn. Miðfell hf. Sendum vestfirskum sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra kveöjur og árnaöaróskir á sjómannadaginn. H.F. Djúpbáturinn Bjartur var nýkominn í land meö um 180 tonn.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.