Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 14

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 14
vestlirska 14 FRETTABLASIS Mikið úrval af garðverkfærum og garðsláttuvélum /TIGFk {•) GARDENA® ams- og endurhæfing einu sinni í viku, og reglulegar kvöld- skemmtanir einu sinni í mán- uði. Þá hafa verið í gangi ein- stök námskeið í ákveðnum greinum, svo sem bókbandi, matreiðslu, vefnaði, leirmuna- gerð og fl. Búast má við að með þessu nýja húsnæði verði starfsemi félagsstarfsins öll mun öflugri og fjölbreyttari, og hefur verið stefnt að því að möguleiki væri til að reka eitthvert form dag- vistar í hinni nýju byggingu. Slíkri vist er með góðu móti hægt að koma fyrir og með tengslum við félagsstarfið er til- tölulega auðvelt að setja slíkt á stofn og ná nauðsynlegri hag- kvæmni við reksturinn. Hugleiðingar um rekstur og skipulag eignaríbúða og þjónustumiðstöðvar Gert er ráð fyrir að íbúar hinna væntanlegu eignaríbúða njóti allrar almennrar þjónustu í Hlíf, eins og hún er á hverjum tíma. Að auki hafa þeir aðgang að félagsstarfi aldraðra sem á- ætlaður er staður í kjallara og þjónustubyggingu. í fyrsta lagi skulu allar íbúð- irnar búnar neyðarkalls- og brunakerfi og verða þau tengd við afgreiðslu og í íbúð hús- varðar og þannig komið á við- veru allan sólarhringinn. Þá er gert ráð fyrir ræstingu á sameign en að öðru leyti skulu íbúar vera sjálfum sér nógir og hugsa um sig sjálfir, en eiga kost á að versla innan dyra allar daglegar nauðsynjavörur, eða fá keyptan mat (bakkafæði) í eldhúsi á 2. hæð þjónustubygg- ingarinnar. Þessu til viðbótar geta íbúar eftir ástæðum hvers og eins, fengið þvegna þvotta gegn einhverju gjaldi, fengið heimilishjálp og heimahjúkrun eftir þörfum og síðast en ekki síst sótt félagsstarfsemi aldraðra sem fram fer innan veggja hússins, þ.m.t. hár- og fótsnyrt- ingu, föndur, spil, samkomur, líkams- ogendurhæfingu, bóka- safnsþjónustu og fl. Það er því gert ráð fyrir að íbúar væntanlegs húss njóti allra sömu þjónustutilboða og íbúar leiguíbúða Hlífar njóta og munu njóta í framtíðinni. Hvað varðar tengi- eða þjón- ustubygginguna og aðstöðu í kjallara, þá er gert ráð fyrir að þar fari fram félagsstarf aldr- aðra á vegum bæjarins og að í þessa þjónustumiðstöð geti aldraðir bæjarbúar leitað með sín mál eða fengið upplýsingar. Félagsstarfið er þannig í dag að föndrað er tvisvar í viku, spilað einu sinni í viku, hár- og fótsnyrting tvisvar í viku, lík- SÓLBAOSSTOFA AUSTURVEGI 13 SÍMI 3026 OPIÐ FRÁ 7:00 TIL 23:00 Með byggingu... Framhald af bls. 13. fer á sjúkrahús eða á dvalar- heimili þá kostar það frá 25 þúsund og upp í 90 þúsund krónur á mánuði. Þjóðhagslega er þetta miklu hagkvæmara og fyrir einstaklinginn sjálfan er það miklu hagkvæmara og eðlilegra að hann fái hlutverki að gegna gagnvart sjálfum sér í sinni elli, heldur en að standa uppi á sjúkrahúsi og vita ekkert hvað hann á að gera við tímann. KöKV'ErIc xsftrtRöt Suðurgata 12 ísafirði — Sími 3298 Bæjarstjórn ísafjarðar: Staðfesti þátttöku í Byggingar- samvinnufélaginu Hlíf J Á fundi sínum, fimmtudag- I inn 23. maí, samþykkti Bæjar- I stjóm ísafjarðar samhljóða að J staðfesta aðild sína að bygg- J ingarsamvinnufélaginu Hlíf. I Nokkrar umræður urðu um • þetta mál og lagði Þuríður J Pétursdóttir fram tillögu um I að bæjarstjóm biði með að I staðfesta þátttöku þar til J a.m.k. 75% íbúða væru seldar. ■ Þá voru aðeins 10 af 42 seldar. I Kristján Jónasson lagði fram I_______________________________ tillögu um að Bæjarstjóm staðfesti þátttöku, en lagði einnig til að bygging íbúðanna hæfist ekki fyrr en a.m.k. 75% þáttaka væri tryggð félaginu. Þá dró Þuríður sína tillögu til baka og lýsti stuðningi við til- lögur Kristjáns. Reynir Adólfsson lagði til að báðum tillögum Kristjáns yrði vísað til bæjarráðs til frekari athug- unar og tillögugerðar en þegar til atkvæðagreiðslu kom sat Reynir einn að þessari tillögu, aðrir voru ýmist á móti eða sátu hjá. Eins og áður segir var tillaga Kristjáns um staðfest- ingu á þátttöku bæjarins svo samþykkt með atkvæðum all- ra bæjarfulltrúa en tillagan um að hefja ekki byggingu hússins fyrr en tiltekin þátt- taka væri tryggð var felld með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Kristjáns og Þuríðar. Reynir sat hjá. Umfangsmiklar vegabætur á Óshlíð Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum sem átt hefur leið um Óshlíð síðustu daga að þar standa yfir umfangsmiklar vegabætur. Það sem verið er að gera er framhald á endurbótum þeim á veginum sem staðið hafa yfir undanfarin tvö ár. Nú er verið að undirbyggja, rétta af veginn og gera vegrás á kaflanum frá Haldi að Einbúa. (Hald heitir kletturinn yfir krossinum sem er nálægt miðri hlíðinni og Einbúi er u.þ.b. einum km. utar.) Verk þetta var boðið út og kom lægsta tilboðið frá Gunn- ari og Ebeneser en tilboð þeirra nam aðeins 52,3% af kostnað- aráætlun. Alls bárust 5 tilboð og voru önnur tilboð á bilinu frá 69,7% af kostnaðaráætlun og upp í 160%. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 6,6 milljónir kr. Þessum verkþætti á að ljúka í júní en þangað til má búast við umferðartöfum og lokunum á veginum um nætur. í sumar verður einnig lögð klæðning á þá hluta vegarins sem voru undirbyggðir í fyrra og árið þar áður. A næsta ári verður lokið við undirbyggingu vegarins og byggð vegþekja yfir veginn á einum stað, í gilinu rétt innan við Hald. Árið 1987 verður svo lokið við að klæða veginn, að sögn Gísla Eiríks- sonar umdæmisverkfræðings Vegagerðar Ríkisins á ísafirði. Borað fyrir dvnamiti.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.