Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 18

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 18
18 vestfirska FRETTABLADIS Sighvatur Björgvinsson: Skattfríðindi fiskverkafólks Á meðan ég sat um skamma hríð á Alþingi í vetur samdi ég m.a. og flutti svo ásamt Guð- mundi J. Guðmundssynii frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignaskatt þar sem lagt var til að starfsfólk í fiskiðnaði (faglært og ófaglært) fengi sambærileg- an skattafrádrátt og fiskmenn nú fá. Áður, þegar rætt hafði verið um þessi mál, höfðu verið taldir á framkvæmdinni þeir agnúar, að erfitt væri að skil- greina í lögum með ótvíræðum hætti hverjir njóta skyldu slíkra skattfríðinda og hverjir ekki þar sem starfsfólk í fiskiðnaði væri teygjanleg skilgreining. Með því að nota sem viðmiðun ann- ars vegar svokallaða starfssétta- skráningu og hins vegar at- vinnugreinaskráningu Hag- stofu Islands tókst mér í frum- varpinu að leysa þennan vanda. Með frumvarpi okkar Guð- mundar J. var því í fyrsta sinn sýnt fram á að hægt væri skattatæknilegu sjónarmiði að leysa málið. Eftir stendur þá aðeins spumingin um pólitísk- an vilja. NÝRRA LEIÐA LEITAÐ Á þessum vettvangi þarf ég ekki að eyða mörgum orðum í röksemdarfærslur fyrir því, að þessi breyting verði gerð á skattalögunum. Vestfirðingar þekkja allra manna best þær á- stæður. Þegar erfiðleikar við að fá fólk til starfa við fiskverkun eru orðnar slíkir, að senda verður afla í stórum stíl óunnin á erlenda markaði, þá er verið að sólunda verðmætum, sem þjóðin þarf á að halda. Lífskjör hennar verða ekki bætt með því háttarlagi. Skýringin á því hversu erfitt er að manna frystihús og fisk- verkunarstöðvar er erfið kjör og mikið óöryggi í atvinnumálum hjá fiskverkunarfólki. í fisk- vinnu er því aðeins hægt að verða sér úti um lágmarkstekjur að unnið sé myrkranna á milli og slíkt laðar ekki að starfsfólk þegar óöryggið um atvinnuna bætist svo við. Launakerfi okkar íslendinga er hins vegar þannig upp byggt, að varla er unnt að lagfæra kjör einnar starfsstéttar nema allur launastiginn hækki í kjölfarið og vill þá verða rýr eftirtekjan. Verður því að leita óhefðbund- anari leiða til þess að lagfæra kjör fiskverkafólks og þar er fiskimannafrádrátturinn í tekjuskattinum vissulega for- dæmi. MIKILL STUÐNINGUR Það gladdi mig starx eftir að frumvarpið um skattafrádrátt fyrir fiskverkunarfólk hafði verið flutt í Alþingi kom fram mikill áhugi og stuðningur við málið hjá fiskverkunarfólki og samtökum þess. Við Guð- mundur J, fengum báðir mörg samtöl og bréf frá fiskverkun- arfólki og verkalýðsfélögum í sjávarbæjum og þorpum víða um land þar sem lýst var ein- dregnum stuðningi við málið. Vestfirska fréttablaðið sagði frá því, að undirskriftasöfnun væri hafin málinu til stuðnings í frystihúsum á Vestfjörðum og nú nýlega voru undirskriftirnar afhentar forseta sameiðnaðs Alþingis, Þorvaldi Garðari Kristjánssyni. Það var einmitt frétt Morgunblaðsins um þá af- hendingu, sem varð til þess að ég stakk nú niður penna. í fréttinni var nefnilega haft eftir Þorvaldi, að hann væri mikill áhugamaður um framgang þessa máls og vildi berjast fyrir því. Myndi hann því boða þingmenn Vestfjarða saman til fundar til þess að fjalla um málið og taka síðan upp í sam- einuðu Alþingi (!?!) GLEYMSKA FORSETANS Heldur kom mér það nú á ó- vart að forseti sameinaðs Al- þingis skuli svo gersamlega hafa gleymt því að fullbúið frum- varp um einmitt þetta mál ligg- ur nú fyrir Alþingi og bíður þar afgreiðslu. Mikhr áhugamenn um framgang málsins veita því auðvitað mest og skjótast brautargengi með því að berjast fyrir afgreiðslu frumvarpsins. Þar er forseti sameinaðs Al- þingis í lykilstöðu því hann hefur með höndum verkstjóm- ina í vinnubröðgðum þingsins. Að ætla nú að fara að efna til fundar með þingmönnum kjördæmisins um málið og taka það síðan upp í sameinuðu Al- þingi er bæði tímaskekkja og misskilningur. Það er tíma- skekkja vegna þess, að málið hefur þegar verið flutt á Alþingi af varaþingmanni úr kjördæm- inu, umræður hafa farið fram um málið á Alþingi og þing- menn og varaþingmenn úr kjördæminu lýst við það stuðn- ingi (Karvel Pálmason, Ólafur Þ. Þórðarson og Magnús R. Guðmundsson). I öðru lagi er málsmeðferðin misskilningur því lagafrumvörp á að bera fram í deildum en í sameinuðu Alþingi áskoranir á ríkisstjórn- ir. Slíkar áskoranir duga auð- vitað skammt í skattamálum. Þar verður að breyta lögum. MISSKILNIN GUR EÐA MISHERMI? Sé frétt Morgunblaðsins um viðbrögð Þorvaldar Garðars við áskorun vestfirsks firkverkun- arfólks ekki mishermi eða mis- skilningur blaðamanns þá líst mér satt að segja ekki á áhuga hans fyrir framgangi málsins því Þorvaldur er þekktur fyrir annað en að fara krókaleiðir eða ástunda biðleiki og leika tafataktík í málum sem hann ber fyrir brjósti. Því miður minna viðbrögð hans, ef satt er hermt, of mikið á þau viðbrögð sumra stjómmálamanna að reyna að notfæra sér takmark- aða þekkingu almennings á vinnubrögðum Alþingis með hástemmdum ummælum um góðan vilja og öflugt atfylgi sem við nánari skoðun þýða í raun og veru frestun framkvæmda og undanslátt. En auðvitað vona ég og vil trúa því að hér sé um að ræða mishermi og þekkingarskort blaðamanns fremur en rétta lýsingu á afstöðu míns duglega fyrrverandi kollega á Alþingi Islendinga, Þorvaldar Garðars Kristjánssonar. j FASTEIGNA-j | VIÐSKIPTI j I ÍSAFJÖRÐUR: | 3ja herbergja íbúðir: i I Stórholt 13,85 ferm. íbúð á 1. | I hæð í sambýlishúsi. I ■ Stórholt 7, 76 ferm. íbúð á 1. . I hæð í sambýlishúsi. I 4 — 5 herbergja íbúðir: I Stórholt 9, 117 ferm. íbúð í | I fjölbýlishúsi. Lítur mjög vel út. | Seljalandsvegur 44, 75 ferm. J 4ra herb. íbúð á e.h. f tvíbýlis- J húsi. Sér inngangur. . 5 — 6 herbergja íbúðir: ■ Fjarðarstræti 27, l'búð ítvíbýl- ! . ishúsi með stórum garði, á . . góðum stað. I Einbýlishús/Raðhús: I Kjarrholt 7, einbýlishús með | I bílskúr og góðum garði. Skipti \ I á fasteign í R.vík koma til s I greina. J Seljalandsvegur 46, lítið ein- J ! býlishús á góðum stað. Fallegt J ■ útsýni. I Smárateigur 1,130 ferm. nýtt I I einbýlishús, auk bílskúrs. I I Heimabær 3, 2x55 ferm. ein- | I býlishús auk riss og kjallara. ■ I Eldra hús í góðu ástandi. [ Urðarvegur 49, nýtt steinhús J | með bílskúr. Fallegt útsýni. I Miðtún33,2x90ferm. nýttrað- I I hús á góðum stað. Fallegt út- I I sýni. I I Seljalandsvegur 28, 160 | I ferm. einbýlishús á góðum | I stað. Fallegt útsýni. [ Fagraholt 11, nýtt fullbúið ein- [ [ býlishús með góðum garði. j BOLUNGARVÍK I Hóll III, ca. 100 ferm. plast- I I klætt einbýlishús ásamt 900 I I ferm eignarlóð. I I Stigahlíð 2,3ja herb. íbúð á 1. j I hæð í fjölbýlishúsi. [ Vitastígur 25, 100 ferm. 4ra [ [ herb. íbúð á e.h. í nýlegu húsi. I Vitastígur 10, 2x90 ferm. 6 I I herb. íbúð ásamt bílskúr. I ■ Hafnargata 46, 130 ferm. 6 j I herb. íbúð auk bílskúrs. Skipti I I áibúðáísafirðikomatilgreina. I I Vitastígur 21, 85 ferm. íbúð á j I n.h. í tvíbýlishúsi. J Holtabrún 2 2x83 ferm. nýtt • [ einbýlishús úr timbri. I Móholt 4, 108 ferm. raðhús á | I einni hæð. | I Vitastígur 8,180 ferm. einbýl- J I ishús. Vikurhlaðið. J Holtastígur 22, 95 ferm. ný- I [ legt fullbúið einbýlishús. j Tryggvi i i Guomundsson i • hdl. i [ Hrannargötu 2, ísafirði, I sími 3940 L-----------------------------| Starf sfólk óskast Vegna aukinna verkefna innanlands sem utan, óskum við að ráða starfsfólk til eftir- talinna starfa á ísafirði: A. MÁLMSMÍÐI Okkur vantar 2 — 3 laghenta og hugmynda- ríka menn til smíði á vogum, vogapöllum og tölvustýrðum, loftknúnum velum og voga- búnaði. Um er að ræða nákvæmnissmíði úr ryðfríu stáli og áli. Viðkomandi aðilar munu taka þátt í þróun nýrra véla og vogabúnaðar. Stefnt er að uppbyggingu fullkominnar málmsmíðadeildar í náinni framtíð. B. VOGAÞJÓNUSTA Okkur vantar 1 rafvirkja eða rafeindavirkja til að sjá um viðgerðarþjónustu fyrir vogir og vogabúnað. Viðkomandi aðili mun jafnframt taka þátt í samsetningu vogapalla og ýmiss- konar vogabúnaðar. Nánari upplýsingar um störfin veita Örn Ingólfsson og Óskar Eggertsson. Hjá Pólnum starfa nú um 60 starfsmenn á ísafirði og í ú tibúi Pólsins íKópa vogi. Unnið er skipulega að alþjóðlegri markaðssetningu Póls-vogakerfis- ins og það sem af er þessu ári hefur meira en helmingur framleiðslunnar farið til Noregs og Bandaríkjanna. Við reynum að skapa andrúms- loft innan fyrirtækisins sem gefur hugmyndarík- um og dugmiklum starfsmönnum tækifærí til að nýta hæfileika sína. Skriflegar umsóknir óskast sendar í Pólinn fyrir 10. júní. POLLINN HF. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sum stutt hafa okkur systkinin í sambandi við lækningarferð til London, fjárhagslega og á annan hátt. Guð blessi ykkur öll. Ketill Guðmundsson, Katrín Guðmundsdóttir. HÚSNÆÐI Óska að taka á leigu 4 — 5 her- bergja íbúð. 1 árs fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 4134 og 4331.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.