Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.06.1985, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 06.06.1985, Síða 1
22. tbl. 11. árg. vestfirska 6. júní 1985. FR ,É' rii HBLASIS j EIMSKIP ' STRANDFLUTNINC Símar: Skrif stofa 4Í Vöruhús 4í § !AR >55 >56 MS MÁNAFOSS Á ÍSAFIRÐI AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA AÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA METRAVARA Nú er nýkomið mikið af efnum í fallegum sumarlitum, í glugga- tjöld, fatnað o. fl. Sinarffuðfjinmson k £ gím<' 7200 - iflS Sol un<ja’iOíh Isfirsk fyrirtæki fá lán úr Iðnþróunarsjóði Nýlega hefur Norræni iðn- þróunarsjóðurinn veitt tveimur ísfirskum fyrirtækjum myndar- leg lán. Þau eru Niðursuðu- verksmiðjan h.f., sem fékk lán til að byggja frystigeymslu, og Vélsmiðjan Þór, sem fékk ián til kaupa á ýmsum vélum og tækj- um. Að sögn Halldórs Haralds- sonar, starfsmanns sjóðsins, eru þessi lán á góðum kjörum. Nokkru áður hafði sjóðurinn veitt Pólnum svokallað þróun- arlán til að þróa vogakerfi sín. Þau voru þannig að ef ekki tækist að koma þeim í fram- leiðslu breyttist lánið í styrk. Eins og allir vita tókst starfs- mönnum Pólsins mjög vel upp, eins og reyndar kemur fram á öðrum stað í blaðinu, og gátu þeir því greitt af láninu með eðlilegum hætti. Því er svo við að bæta að Vélsmiðja Bolung- arvíkur og Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar fengu fyrir nokkrum árum lán úr Iðnþróunarsjóði. Norræni iðnþróunarsjóður- inn var stofnaður 1970 þegar ísland gekk í EFTA. Þá ákváðu Norðurlöndin að hjálpa íslandi til að aðlagast þeirri breytingu sem aðildin hefði í för með sér með því að styrkja íslenskan iðnað, þannig að hann yrði samkeppnisfær. Stofnframlag var 14 milljónir dollara og Súðvíkingar taka skip á leigu Frosti h.f. í Súðavík hefur nú tekið á leigu um 250 tonna skip til rækjuveiða. Er það Arney RE og verður hún í þjónustu Súðvíkinga sumarlangt. Súð- vísk áhöfn verður á skipinu að frátöldum vélstjórunum sem koma með því. Skipstjóri verð- ur Jónatan Ásgeirsson. Súðvíkingar eiga von á öðru skipi í plássið á næstunni. Það er Hrafn Sveinbjarnarson sem einnig verður tekinn á leigu til rækjuveiða í sumar. Hann mun þó verða mannaður Sunnlend- ingum. Alls verða þá fjórir bát- ar gerðir út á rækju frá Súðavík í sumar. komu 13,5 millj. frá hinum Norðurlöndunum. Stjórn sjóðsins hélt fund á Hótel ísafirði á miðvikudag í síðustu viku og var það í annað sinn sem fundur var haldinn utan Reykjavíkur. Stjórnar- menn fóru m.a. í skoðunarferð inn í Djúp og renndu fyrir fisk og kvað Halldór Haraldsson þetta hafa heppnast mjög vel. I stjórn sjóðsins er einn full- trúi frá hverju Norðurlandanna og er Jóhannes Nordal formað- ur. Fyrir sjóðnum er íslensk framkvæmdastjórn og getur hún afgreitt lán allt að 5 mill- jónum króna, en hærri lán, þ.á.m. lán Niðursuðuverk- smiðjunnar, verða að fara fyrir erlendu stjórnina. S.l. þriöjudajjskvöld tók Rajjnar H. Ragnar fvrstu skóflustunguna aö Tónlistarhöll á Isafirdi. en a'tlunin er aö steypa sökkla oj> pliitu i sumar. Safnaö hefur veriö mejju fé til frainkva'indanna. Á stjómarfundi Kaupfélags ísfirðinga s.l. mánudagskvöld var ákveðið að ganga til samn- inga við Jens Ólafsson um að hann tæki að sér kaupfélags- stjórastarfið í stað Sverris Bergmanns sem lætur af störf- um í lok júlí. Jens Ólafsson hefur veitt Hrísalundi á Akur- eyri forstöðu fyrir KEA. Sjö umsækjendur voru um stöðuna. Hótel ísafjörður: Rætt um að lyfta þakinu — Rekstrarafgangur á síðasta ári Fréttir af fjárhagsvanda Hót- els ísafjarðar voru fastur póstur í Vf fyrir u.þ.b. ári. Hótelið virt- ist komið á heljarþröm og góð ráð dýr. Skipuð var bjargráða- nefnd til að finna lausn á vand- anum og lagði hún fram sínar tillögur þess efnis að gengið yrði samninga við kröfuhafa. Síðan hefur verið unnið í málinu og nú getum við loksins sagt góðar fréttir af fjárhag hótelsins. Að sögn Gests Halldórsson- ar, sem á nýliðnum aðalfundi var endurkjörinn stjórnarfor- maður, tókst að semja við alla kröfuhafa, með þeim árangri að skuldastaðan er nú viðráðanleg. „Fjárhagsvandræði hótelsins hafa leyst ótrúlega farsællega," sagði Gestur. „Hefðu menn gefist upp í fyrra, hefði bæjar- félagið tapað miklu fé.“ Rekstur hótelsins var einnig endurskipulagður og tókst svo vel að hagnaður varð á síðasta ári. Er nú talið að hótelið sé í stakk búið til að standa við allar sínar skuldbindingar. Hótelið hefur sem kunnugt er verið rekið af Ferðaskrifstofu ríkisins undanfarið ár. Samn- ingurinn við skrifstofuna renn- ur út í árslok og mun stjórn hótelsins hafa áhuga á að ráða sér eigin hótelstjóra, þannig að hótelið verði rekið af heima- mönnum. Áfram mun þó verða leitað eftir aðstoð frá Ferða- skrifstofunni, enda er talið að hún hafi haft mikið að segja um hinn aukna ferðamannastraum. Á síðasta ári var unnið mikið að endurbótum á hótelinu. Sett var upp lyfta, löguð aðstaða í eldhúsi og loftræstikerfi komið fyrir. Þá verða bráðlega sett út- varpstæki inn á hvert herbergi, og áhugi mun vera fyrir að tengja síma inn á öll herbergin, en símar hafa aðeins verið á þriðju hæðinni. Mörgum hefur þótt efsta hæð hótelsins mislukkuð þar sem ekki sé hægt að horfa út yfir Pollinn. Nú hefur stjórnin látið teikna efstu hæðina með það fyrir augum að lyfta upp þakinu og setja glugga út að Pollinum. Ekki er ljóst hvenær farið verð- ur í framkvæmdir, en á aðal- fundinum 17. maí s.l. var sam- þykkt heimild til að auka hlutafé um 10 milljónir sem þá yrði notað til framkvæmdanna. Aðspurður sagði Gestur að samkeppni frá veitingastaðnum Dokkunni í vetur hefði haft nokkur áhrif á matsölu hótels- ins, sérstaklega um helgar. Sem svar við samkeppninni hefði verið bryddað upp á ýmsum nýjungum sem hefðu borið þó nokkurn árangur. Hins vegar kvað Gestur orðið svo mikið að gera á hótelinu núna að þeir fyndu ekki fyrir opnun veit- ingastaðar í Sjallanum, en bjóst við harðri samkeppni þegar kæmi fram á vetur. „En í heild- ina erum við mjög bjartsýnir á framtíðina," sagði Gestur og gat þess að mjög mikið hefði verið bókað í sumar. Víðavangshlaup á sunnudaginn ÍBÍ hlaupið verður haldið í annað skipti á sunnudaginn, en meiningin er að það verði árleg- ur viðburður. Það var haldið í fyrsta skipti í fyrra og varð Einar Ólafsson þá fyrstur. Hlaupið á sunnudaginn hefst á grasvellinum kl. 14:00 og fer skráning fram rétt fyrir hlaupið. Keppt verður í karla- og kvennaflokki og fá sigurveg- arnir farandbikar í verðlaun. Hlaupið verður út Túngötu, út í Krók, upp Hjallaveg, eftir Hlíðarvegi og Seljalandsvegi. Konurnar hlaupa svo niður Miðtúnið, en karlamir halda á. út fyrir Orkubú. Vegalengdin mun vera um 4 km. fyrir karl- ana en um 3 km. fyrir konumar. Þess má geta til gamans að hlaup sem þessi voru vinsæl hér : D-:----i

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.