Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 2
2 vestfirska ~l FRETTAELADIE vestíirska rRETTABLADIÐ Vestfirska fréttablaöið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjómarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Ólafur Guðmundsson. Blaðamaður: Rúnar Helgi Vignisson. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan fsrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Lélegur leikur — ÍBI — Njarðvík 0:0 „Leikurinn var mjög lélegur í alla staði. Það var einhver deyfð í mannskapnum, náðist ekki upp nein barátta. Njarðvíkingar voru nær því að vinna ef eitthvað var. Þeir sögðust sjálfir hafa náð þarna einum besta leik sem þeir hafa náð, en okkur tókst aldrei að svara því. Já, við máttum þakka fyrir að koma heim með annað stigið.“ Svo mæltist Gísla Magnús- syni, þjálfara meistaraflokks fBf, þegar blm. spurði frétta af leik liðsins gegn Njafðvíkingum á sunnudaginn var, en leiknum lyktaði með markalausu jafn- tefli. Þrátt fyrir jafnteflið eru ísfirðingar enn efstir í 2. deild eftir þrjá leiki, eru með 7 stig og markahlutfallið 5 — 0. Vest- manneyingar eru jafnir. að stig- um en hafa lakara markahlut- fall. Gísli sagði liðið hafa farið betur af stað en í fyrra, en enn væri það þó ekki búið að ná sama styrkleika og þegar best lét í fyrra. „En við ætlum okkur að verða enn sterkari en í fyrra þegar á líður,“ sagði Gísli. Hann taldi það hafa háð liðinu hve lítið hefði verið hægt að æfa á grasi. Næst leika ísfirðingar gegn V estmanneyingum í annarri umferð bikarkeppninnar n.k. laugardag. Leikurinn fer fram í Eyjum. Starfsfólk Flugleiða á ísafjarðarflugvelli. Út og suður Lítið um skógrækt í sumar — sumaráætlanir flugfélaganna kynntar Sumarleyfisvertíðin fer nú í hönd og mál að huga að sumar- áætlunum flugfélaganna. Þær tóku gildi 20. maí s.l. og gilda til 15. september í haust, en þá hafa menn almennt lokið sínum frí- um. Ef við tökum Flugleiðir fyrst, þá fljúga þær 16 sinnum í viku milli ísafjarðar og Reykjavíkur þegar mest er og er það aukning frá í fyrra. Helsta nýmælið er kvöldferð á föstudögum kl. 21:30 tímabilið 5. júli til 30. ágúst. Að öðru leyti er flogið eins og undanfarin sumur, þ.e. 9:15 og 19:15, nema á fimmtu- dagsmorgnum, þá er flogið í gegnum Þingeyri. Af Þingeyr- ingum er það annars að segja að þeir verða að láta sér nægja tvö flug á viku og er i bæði skiptin millilent á öðrum hvorum leggnum, ýmist á ísafirði eða Patreksfirði. Patreksfirðingar fá Fokker þrisvar í viku. FLOGIÐ í REYKJANES Flugfélag Norðurlands flýg- ur hefðbundna áætlun milli ísafjarðar og Akureyrar, þ.e. alla daga nema sunnudaga og tvisvar á mánudögum og föstu- dögum um mitt sumarið. Flugfélagið Emir, sem nú er komið inn í bókunarkerfi Flug- leiða, flýgur sín hefðbundnu flug vestur á firði, alla virka daga til Suðureyrar, Flateyrar, Þingeyrar, Bíldudals og Pat- reksfjarðar, en mánudaga og fimmtudaga til Ingjaldssands. Þá hefur félagið aftur hafið á- ætlunarflug inn í Reykjanes og er flogið á mánudögum og föstudögum, brottför frá ísa- firði kl. 9:55. 5% AUKNING I samtali við Arnór Jóna- tansson, umdæmisstjóra Flug- leiða, kom fram að heildar- aukning á flutningum milli ára var um 5%. Hann sagði vetrar- áætlun hafa gengið mjög vel, enda tíðin góð. Amór taldi útlit fyrir mikinn ferðamannastraum í sumar, því mikið hefði verið bókað. AFAFSLÁTTARFAR- GJÖLDUM Vert er að vekja athygli á nokkrum sérfargjöldum sem boðið verður upp á í sumar. Þar er þá fyrst að geta 10% afsláttar til unglinga í tilefni af ári æsk- unnar. Gildistími er I. maí til 10. júní og 20. ágúst til 30. sept- ember. Venjulegt nemendafargjald er í gildi allt sumarið og nemur 25%. Framvísa þarf skólaskír- teini. Ellilífeyrisþegar fá 50% af- slátt ef þeir ferðast á þriðjudög- um, miðvikudögum eða laug- ardögum. Einnig fá 75% ör- yrkjar 25% afslátt alla daga. Ef menn vilja fljúga aðra leiðina og fara með rútu hina kostar það 2.446. Það er um- talsvert ódýrara en að fljúga fram og aftur, en það kostar nú 3.804, hvorki meira né minna. HVÍ hefur tekið Núpsskóla í Dýrafirði á leigu í sumar og hyggst reka þar gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. Ekki hefur ver- ið rekið sumarhótel að Núpi í nokkur ár og sagði Jón Guð- jónsson, forstöðumaður, að þeir hefðu ákveðið að reyna þetta þar sem gistiaðstöðu vantaði al- veg frá Flókalundi norður á ísa- fjörð. Að Núpi er nýuppgerð sund- laug. Þar er hægt að tjalda eða kaupa sér svefnpokapláss eða fara ofan í uppbúin rúm. Jón sagði tilvalið fyrir minni hópa að stoppa og skoða sig um og nota sólskinið sem ekki nýttist í fyrra. Hótelið verður opið til 31. ágúst. í leiðinni má geta þess að búið er að opna Hótel Eddu í Ekki þarf að búast við miklu átaki i skógræktarmálum ísfirð- inga nú í sumar, þar sem fjár- veiting til Skógræktarfélags ís- firðinga nægir vart fyrir meiru en vinnulaunum eins manns og mun hann sjá um Simsons garðinn. Þessar upplýsingar fengust hjá Magdalenu Sigurðardóttur, formanni Skógræktarfélagsins. Hún sagðist vera frekar ósátt við þetta og gat þess til saman- Skákþing Vestfjarða í meist- araflokki verður haldið að Hótel Flókalundi um helgina. Hefst það á morgun, föstudag, kl. 20:00. Tefldar verða 5 umferðir eftir Monrad-kerfi. Einnig verður hraðskákmót. Áætlaður hótelkostnaður, matur o.fl. er 2.000,00 — 2.500,00 kr. í fyrra varð Guðmundur Gíslason frá ísafirði skák- Flókalundi og til stóð að opna heimavist M.I. fyrir ferðafólki í dag. Þá hefur sumarhótelið í Reykjanesi einnig verið opnað. Ferðalöngum er því ekkerí að vanbúnaði. Bridgemót á Tálknafirði Um eitt hundrað manns munu taka þátt í sveitakeppni í bridds sem fram fer á Tálknafirði um hefgina. 18 sveitir munu leiða þar saman hesta sína frá flestum þéttbýliskjömum á Vestfjörð- um. Þykir þetta mjög góð þátt- taka. Úrslit munu verða birt hér í Vf þegar þar að kemur. burðar að á Akranesi skipti fjárveiting til skógræktarmála milljónum árlega. Magdalena sagði að Skógræktarfélagsins biði gnægð verkefna sem ekki væri hægt að sinna sökum fjár- skorts. Þó sagði hún Barnaskól- ann og kvenfélögin ætla að gera sérstakt átak í gróðursetningu í sumar. Verður aðallega gróður- sett í hlíðinni fyrir ofan bæinn og e.t.v. eitthvað úti í Hnífsdal. meistari Vestfjarða. Búist er við að allir sterkustu skákmenn Vestfjarða taki þátt í mótinu í Flókalundi. Smá- auglýsingar BARNAGÆSLA Unglingur, 12 —14 ára strákur eða stelpa, óskast til að gæta 5 ára drengs halfan daginn fyrir hádegi. Upplýsingar í síma 4541 eftir kl. 17:00 föstudaginn 7. júní. STARFSKRAFTUR ÓSKAST Óska eftir starfskrafti til þrifa hálfan daginn. Þarf að géta haf- ið störf sem fyrst. Auk þess vantar starfskraft á vaktir i eld- húsi. Nánari upplýsingar veittar á staðnum milli kl. 18:00 og 19:00. Gistiheimilið, Mánagötu 4. STRÁKUR EÐA STELPA ekki yngri en 10 ára, óskast til að gæta barns mánudaga og þriðjudaga kl. 16:00 — 18:00. Upplýsingar í síma 3178. Fríða. BÍLL TIL SÖLU Volvo DL 244, árgerð 1978, ek- inn 74 þús. km. Upplýsingar veitir Guðmundur Marinósson í síma 3107 eftir kl. 19:00. Vestfirðingar athugið! Sumarhótelið, Reykjanesibýðurykkur helgarpakka fyrir fjölskylduna. Tvær gistinætur, miðað við svefnpoka, tveir morgun- verðir, tveir kvoldverðir, 1.500 krónur fyrir manninn og hálft gjald fyrir 5 — 10 ára, frítt undir 5 ára.~ Pantanir og nánari upplýsingar í síma 94-4844 og 4842. Sumarhótel opnuð Skákþing Vestfjarða — Haldið í Flókalundi

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.