Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 5
£ vestfirska TTABLADIÐ Síðustu skólaslit Gagnfræðaskólans „Allt sem upphaf hefir, hefur einnig endalok. Þannig er mál- um einnig varið um skólaárin. í sögu Gagnfræðaskóla ísafjarð- ar er enn einu árinu lokið, 54. starfsári skólans, og að líkind- um þvi síðasta, því að nú standa fyrir dyrum miklar skipulags- breytingar sem valda því að skólinn verður ekki lengur sjálf- stæð stofnun, eins og verið hef- ur, heldur verður hann hluti annarrar stofnunar sem heitir Grunnskóli ísafjarðar. Þessar breytingar hafa um nokkra hríð verið í mótun en eru nú að kom- ast á framkvæmdastig.“ Þannig hóf Kjartan Sigur- jónsson ræðu sína við skólaslit Gagnfræðaskóla ísafjarðar síð- astliðinn laugardag. í ræðu sinni gerði Kjartan sérstaklega að umræðuefni launakjörkennara. Hann sagði: „Við þekkjum öll frásagnir af því þegar alþýðufræðsla á Is- landi var í frumbernsku, þá voru ekki til skólahús nokkurs staðar heldur farskólar þar sem kennarinn ferðaðist milli staða og dvaldi tvær til þrjár vikur á hverjum bæ. Sveitarsjóðir áttu að standa straum af kostnaði sem þessu fylgdi. Þeir sjóðir voru rýrir á þessum árum og skilningur á mikilvægi þessa oft enn rýrari. Oft völdust til bamakennslunnar menn sem af einhverjum ástæðum, svo sem óhreysti eða líkamlegrar fötl- unar, ekki gátu unnið líkamlega vinnu. Oft voru þetta t.d. krypplingar. Ætla mætti að með meiri og almennari menntun þjóðarinnar yrði skilningurinn og víðsýnið meira, en því virðist ekki til að dreifa; það er ennþá árið 1985 komið fram við kennarastéttina eins og við fyrri tíma krypplinga sem ekki gátu unnið. Nú er öldin samt önnur. Starfandi kennarar eru flestir líkamlega hraust fólk, sem nú þyrpist út á vinnumarkaðinn, hættir að kenna og fer að vinna, eins og gárungarnir orða það. Vegna þessa sjá margar skólastofnanir fram á mikla erfiðleika í sumar við að útvega kennslukrafta.“ 58 nemendur gengust undir samræmd próf í 9. bekk og varð útkoman, að sögn Kjartans, mun betri en í fyrra. 69% stóð- ust prófið þrátt fyrir auknar kröfur. Eins og venjulega fengu nokkrir nemendur verðlaun fyrir góða frammistöðu og ber þá sérstaklega að nefna Þuríði Pétursdóttur sem hlaut ferð til Þýskalands og námskeiðsdvöl þar í verðlaun fyrir bestan ár- angur í þýsku í vetur. Þessi við- urkenning er gjöf frá Herthu Leósson í minningu Haraldar Leóssonar sem lengi var kenn- ari við skólann. Þuríður hlaut einnig verðlaun frá Danska sendiráðinu fyrir besta frammi- stöðu í dönsku og frá skólanum fyrir góðam almennan námsár- angur. Við skólaslitin fluttu ávörp þau Finnur Magnússon fyrir hönd 20 ára nemenda, Finnur Finnsson fyrir hönd kennara og færði hann skólastjóra blóm- vönd frá samstarfsmönnum, Björg Jónsdóttir talaði fyrir hönd nýútskrifaðra nemenda og Lára Oddsdóttir formaður skólanefndar flutti ávarp þar sem hún lýsti fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi og tók af öll tvímæli um að þetta væru síðustu slit þessa skóla. Hún hvatti menn til að standa ein- huga að baki skólanefndar við uppbyggingu sameinaðs grunnskóla á Isafirði. Lára á- varpaði fráfarandi skólastjóra sérstaklega og þakkaði honum 10 ára störf og afhenti honum að skilnaði stóran blómvönd. Meiri gestagangur en í bænum — Segir Henry Bæringsson, vitavörður Nú er tæpt ár liðið síðan Henrý Bæringsson réðst ásamt konu sinni, Jóninu Benedikts- dóttur, til starfa á Galtarvita. Þá höfðum við örstutt viðtal við Henrý og kom þar fram að hann var hvergi banginn. Okkur lék forvitni á að vita hvernig þessi fyrsti vetur hans á vitanum hefði gengið og slógum því á til hans. „Þetta hefur gengið mjög vel og var eiginlega auðveldara en ég bjóst við. Ég var satt að segja hissa á að mér skyldi ekki leið- ast. Mér leiddist aldrei. Það er alltaf nóg að gera. Til dæmis mikið lesið. Svo þurfum við náttúrulega að senda veður á þriggja tíma fresti.“ — Skiptist þið á um það? „Já, á nóttunni, en á daginn látum við ráðast hvort fer í það.“ — Hvemig er að vakna um miðja nótt á veturna og fara að taka veður? „Það er nú stundum svolítið kuldalegt að skríða út úr heitu rúminu út í 10 stiga frost. Það er stundum svolítið erfitt að hafa sig í það.“ — Hafið þið sofið yfir ykkur? „Já, það hefur komið fyrir nokkrum sinnum.“ — En einangrunin hefur ekki lagst á sálina? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Hér hefur verið mik- ill gestagangur; menn hafa komið mikið hingað á snjósleð- um frá Bolungarvík. Það tekur ekki nema svona hálftíma. — Já, það eru búnir að koma hátt á annað hundrað gesta á þessu ári sem við erum búin að vera hérna. Það eru miklu fleiri en ég hefði nokkurn tíma fengið í bænum.“ — Hvernig er það Henrý, færðu ekki leið á konunni eða börn- unum þegar þú ert svona sam- vistum við þau meira og minna allan sólarhringinn? Nú hlær hann. „Maður fer bara út í labbitúra ef maður er eitthvað trekktur í skapinu." — Á hvaða tímum dags tekurðu veður? I dag, fimmtudag, opnar Tryggvi Ólafsson málverkasýn- ingu í Slúnkaríki á ísafirði. Þar sýnir hann 15 myndir og eru þær allar málaðar á síðustu tveimur árum. Sýningin stendur i hálfan mánuð. Það var heimsmannslegur bragur á Tryggva þar sem hann var að koma verkum sínum fyrir þegar blm. leit inn í Slúnkaríki á þriðjudaginn var. Hið heimsmannslega fas reyndist eiga sér eðlilegar skýr- Henry Bæringsson. „Ja, ég er einmitt að fara að senda þegar við erum búnir,“ segir hann og hlær. Blm. sér því þann kost vænstan að tefja ekki lengur. Úr heimspressunni Við getum sent mann til tunglsins, en það vefst fyrir okkur að lækna kvef, er stund- um sagt til að sýna fram á fár- ánleika hins mannlega lífs. Þrátt fyrir það er þó alltaf hægt að sjá jákvæða þætti ef vel er leitað. í bandaríska tímaritinu Dialogue var nýlega grein um framfarir í læknavísindum. Þar er m.a. viðtal við vísindamann að nafni Lewis Thomas sem hefur lagt stund á rannsóknir í örveru- og ónæmisfræði, svo eitthvað sé nefnt. Lewis heldur því fram að þrátt fyrir allar framfarir sem við höfum orðið vitni að á þessari öld sé læknis- fræðin enn ákaflega ung fræði- grein. „Þá sjúkdóma sem mest ógn stafar af, allt frá krabba- meini til sykursýki, þ.e.a.s. króníska sjúkdóma og hrörn- unarsjúkdóma, þessa sjúkdóma erum við rétt að byrja að rann- saka með vísindalegum aðferðum,“ segir Lewis. „Grundvallarspurningar um sjúkdómsferli eru rétt að verða raunhæfar. Ég trúi því líka að við getum gefið einhver svör í náinni framtíð. Ef við getum einbeitt okkur að grundvallar- rannsóknum ættum við að öðl- ast skilning á hegðan allra helstu sjúkdóma fyrir aldamót. Og þá ættum við að geta fundið einhverjar skynsamlegar leiðir til að koma í veg fyrir þá. Ég er mjög bjartsýnn á það. Én verkið er þó vart hafið enn.“ Reynist þessi maður sann- spár getur svo farið að ungt fólk í dag þurfi ekki að hafa veru- legar áhyggjur af t.d. krabba- meini. T ryggvi Olafsson sýnir í Slunkaríki ingar: Tryggvi hefur búið í Kaupmannahöfn s.l. 24 ár. Og þar hefur hann sinnt list sinni eingöngu síðustu 15 árin. Tryggvi er nýbúinn að sýna í Listasafni ASÍ og tók sér far vestur með Mánafossi til að sýna Vestfirðingum verk sín. Um myndir sínar vildi Tryggvi sem minnst segja, sagðist í raun alltaf vera að mála það sama: nútíð og fortíð. Lærðir menn í málaralist hafa bendlað Tryggva við pop-list, þó þeim finnist litanotkun hans nokkuð frábrugðin. Dýrkun velferðarþjóðfélagsins á bless- un neyslunnar er sögð hafa orðið honum mikilvæg kveikja. Tryggvi er fæddur í Nes- kaupstað 1940 og hefur stundað nám í Myndlista- og handíða- skólanum, en þó aðallega við Listaháskólann í Kaupmanna- höfn. Hann hefur haldið fjöl- margar sýningar í nokkrum löndum og skreytt byggingar á íslandi og í Danaveldi. SONY Panasonic

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.