Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 7
vestlirska rRETTABLASIS Veitingastaður til leigu Til leigu er húsnæði það, sem veitingastaðurinn Dokkan hefur verið starfræktur í. Allar nánarí upplýsingar gefur Heiðar Sigurðsson í síma 4211 og 3441 á kvöldin. LL Knattspyrnudómarafélag Vestfjarða xp/ Námskeið fyrir verðandi knattspyrnudómara verður haldið á ísafirði dagana 14. — 16. júní næstkomandi. Miðað er við 20 klst. kennslu. Leiðbeinandi kemur frá hæfnisnefnd Knattspyrnu- dómarasambands íslands. Nánari upplýsingar og skráning væntanlegra þátttakenda er í síma 3043 í hádeginu og á kvöldin. Knattspyrnudómarafélag Vestfjarða. Akurliljan Verðum í Vinnuveri frá kl. 15:00 föstu- daginn 7. júní og laugardaginn 8. júní. Eins og áður er það takmark okkar að þið látið sjá ykkur og kynnist vöruúrvalinu hjá okkur. Enn bjóðum við glænýjan sumarfatnað fyrir alla aldurshópa. Heillandi klæddar heilsum við sumri! SJÁUMST! Þökkum frábærar móttökur í maí. Steypustöðin opnuð Steypustöðin að Grænagarði var opnuð að nýju i vikunni eftir miklar endurbætur. Nánast allur bílafloti stöðvarinnar hefur ver- ið endurnýjaður, keyptir þrír Benz steypubflar og dælubíll með svo langa bómu að hægt verður að steypa upp Stjóm- sýsluhúsið með honum án þess að nota krana. Að sögn Sverris Bergmann, kaupfélagsstjóra, er stöðin orð- in alsjálfvirk og gefur stöðvum fyrir sunnan ekkert eftir. Stöðin verður tekin út af Þjóðverja nokkrum og mun þá fá svokall- aðan A-staðal sem ku vera það fullkomnasta sem gerist. Nú er m.a. hægt að afgreiða 35 — 40 gráðu heita steypu og gerir það mönnum kleift að steypa í frosti. Mikill kostnaður hefur verið samfara þessum endurbótum og sagði Sverrir það hafa gert stöðuna hjá Kaupfélaginu ansi erfiða. Brauð á Þingeyri Hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á Þingeyri hefur verið tekið upp það nýmæli að baka brauð. Reyndar fá þeir allt deig tilbúið, þannig að það er í rauninni ekki nema sjálfur baksturinn sem fer fram á Þingeyri, deigið er hrært og mótað í Brauði hf í Reykja- vík. Að sögn Guðlaugs Sæ- mundssonar verslunarstjóra er þetta algjör bylting fyrir svona litla staði úti á landi sem ekki standa undir því að reka heilt bakarí og sagði hann Þingeyr- inga mjög ánægða með þessa stórbættu þjónustu. FASTEIGNA-j VIÐSKIPTI j ÍSAFJÖRÐUR: 3ja herbergja íbúðir: Stórholt 13, 90. ferm. íbúð í fjölbýlishúsi. Suðursvalir. Stórholt 13,85 ferm. íbúð á 1. hæð í sambýlishúsi. Stórholt 7, 76 ferm. íbúð á 1. hæð í sambýlishúsi. 4 — 5 herbergja íbúðir: Stórholt 9, 117 ferm. íbúð í fjölbýlishúsi. Lítur mjög vel út. Seljalandsvegur 44, 75 ferm. 4ra herb. íbúð á e.h. í tvíbýlis- húsi. Sér inngangur. 5 — 6 herbergja jbúðir: Fjarðarstræti 27, íbúð í tvíbýl- ishúsi með stórum garði, á góðum stað. Einbýlishús/Raðhús: Kjarrholt 7, einbýlishús með bílskúr og góðum garði. Skipti á fasteign í R.vík koma til greina. Seljalandsvegur 46, lítið ein- býlishús á góðum stað. Fallegt útsýni. Smárateigur 1, 130 ferm. nýtt einbýlishús, auk bílskúrs. Heimabær 3, 2x55 ferm. ein- býlishús auk riss og kjallara. Eldra hús í góðu ástandi. Urðarvegur 49, nýtt steinhús með bílskúr. Fallegt útsýni. Miðtún 33,2x90 ferm. nýtt rað- hús á góðum stað. Fallegt út- sýni. Seljalandsvegur 28, 160 ferm. einbýlishús á góðum stað. Fallegt útsýni. Fagraholt 11, nýtt fullbúið ein- býlishús með góðum garði. Tryggvi Guomundsson hdl. Hrannargötu 2, ísafirði, sími 3940 Við erum komin í sumarskapið! Opnum á virkum dögum kl. 8:00 á laugardögum og sunnudögum kl. 9:00. En munið að við lokum alltaf kl. 22:30 Komið og skoðið brauðskápinn okkar Skreytt brauð, margar gerðir Samlokur, 7 gerðir, heilsubrauð, franskbrauð Hamborgarar, 3 gerðir Pitsur, 4 gerðir Og svo eru heitar pylsur í pottinum og öl og gosdrykkir alltaf ískalt. KOMDU VIÐ n ■ HP 1 VISA ■■■ HAMRABORG HF. SÍMI 3166 ÍSAFIRÐI ☆ Fimmtudagskvöld: Opið frá kl. 21:00 — 1:00 Föstudagskvöld: Stór diskotek frá kl. 23:00 — 3:00 — Aldurstakmark 16 ár Laugardagskvöld: Opið frá kl. 23:00 — 3:00 — BG flokkurinn skemmtir Sunnudagskvöld: Opið frá kl. 21:00 — 23:30 MATSEÐILL LAUGARDAGSKVÖLD 1 FORRETTIR: L Rjómalöguð aspargussúpa L Koníakshlaup m/rækjum AÐALRÉTTIR: Kryddlegið lambalæri m/gulrótum, blómkáli og bakaðri kartöflu 'L Nautabuffsteik að frönskum hætti EFTIRRÉTTUR: L ís m/heitri appelsínusósu Borðapantanir fyrír matargesti í síma 3985 og 3803 Húsið opnað kl. 19:00 SPARI- KLÆÐNAÐUR MUNIÐNAFN- SKÍRTEININ UPP SALIR ÍSAFIRÐI, SÍMI 3985

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.