Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 1
23. tbl. 11. árg. vestfirska 13. |ún( 1985 FRETTABLASID Farþegaþjónusta—Vöruþjónusta Sumaráætlun, í viku hverri: ÆB0 16 ferðir til Reykjavíkur FLUGLEIÐIR 8 ferðir til Akureyrar Símar 3000 - 3400 - 3410 VORUMAÐ TAKA UPP NÝJA SENDINGU AFVÖRUM Verslunin ísafiröi sími 3103 Verkamannabústaðir: Frávikstilboði Eiríks og Einars Vals tekið Bæjarstjórn fsafjarðar hefur ákveðið að ganga tíl sanminga við Eirik og Einar Val sf. um byggingu 9 íbúða verkamanna- biokkar að Fjarðarstrætí 55 (fyrir ofan íshúsfélagið). Tekið var frávikstilboði fyrirtækisins sem hljóðaði upp á 16.199.150 eða 87,8% af kostnaðaráætlun. í frávikstilboði þessu var gert ráð fyrir að milliveggir yrðu úr tímbri i stað grjóts og svört miðstöðvarrör yrðu notuð í stað eirröra. Meirihluti stjómar verka- mannabústaða á ísafirði hafði mælt með að tilboði Guð- mundar Þorðarsonar yrði tekið, en það var 88,4% af kostnaðar- áætlun. Þegar máhð kom fyrir bæjarstjóm var hins vegar vak- in athygli á því að ekki hafði Atvinnu- tæki útvegs- bóndans —sýnd á byggðasafni Byggðasafnið á ísafirði var opnað s.l. mánudag. Þar er margt gimilegt að sjá og alls ekki vitlaust að fara í leiðangur þangað með fjölskylduna. Safn- ið er tíl búsa á efstu hæð Sund- hallarinnar við Austurveg og er opið aila daga nema sunnudaga frá kl. 14:00 tíl 16:00. í einum hluta safnsins hefur verið komið fyrir sýningu á at- vinnutækjum útvegsbóndans. Jón Sigurpálsson, safnvörður, sagði þetta ekki vera tæmandi sýningu, heldur væri stiklað á stóm, nokkrir athyglisverðir munir tíndir til. Hann sagði safnið í raun ekki tilbúið til að halda nema ófullkomnar sýn- ingar, því þó nóg væri til af munum vantaði að koma reglu á þá svo hægt væri að ganga beint að þeim. Jón var þeirrar skoðunar að safnið ætti að gera sem mest af því að vera með svona sýningar og var með hugmyndir að sýningu á göml- um námsgögnum í haust þegar skólamir fæm af stað. Kennar- ar gætu þá hugsanlega farið í leiðangur á safnið með nem- endur. Þegar nálgaðist jól væri síðan hægt að setja upp sýningu verið tekin afstaða til frávikstil- boðs Eiríks og Einars Vals, sem í raun gerði tilbð þeirra lægst. Var síðan samþykkt með 8 at- kvæðum að ganga til samninga við fyrirtækið. Kristján Jónas- son sat hjá. Sex tilboð bámst í verkið og vom þrjú þeirra mjög áþekk. Svo virðist sem verktakar hafi ekki áttað sig á þeim möguleika að gera sams konar frávikstil- boð og Eiríkur og Einar Valur við opnun tilboðanna, eins og leyfilegt mun vera. Eftir það mega þeir hins vegar ekki nýta sér hugmyndir annarra. Ekki er ljóst hvenær fram- kvæmdir hefjast, en húsinu á að skila fullfrágengnu í október 1986. Þessi áhöld eru meðal þeirra at- vinnutækja útvegsbóndans sem til sýnis verða á Byggðasafni Vestfjarða í sumar. tengda þeim, sagði Jón og hélt áfram að merkja munina á sýn- ingunni um útvegsbóndann. Trillukariar á ísafirði eru ó- hressir. Á þá hefur verið sett helgarveiðibann og svo vill eng- inn hirða af þeim fiskinn. Þeir hafa þvi orðið að landa afla sín- um í gáma og selja erlendis. Þessar aðstæður koma ekki ein- ungis illa við pyngju margra triliukarla, sem voru kannski nýbúnir að fjárfesta í trillu, heldur líka við sál þeirra, þvi trillubátaútgerð ku vera ólækn- andi ástríða sem menn verða að fá útrásfyrir. Svo sem kunnugt er hafa farið fram jarðfræðiathuganir á berg- lögunum í fjöllunum milli Skut- ulsfjarðar, Súgandafjarðar, ön- undarfjarðar og Bolungarvíkur. Að sögn Gísla Eiríkssonar, um- dæmisverkfræðings hjá Vega- gerðinni, var hér mun ódýra framkvæmd að ræða og tilgang- urinn að fá eins skýra mynd af berglögunum og hægt væri, svo menn gætu farið að ræða þessi mál af viti, Það þýddi lítíð að benda á eitthvert fjall og segja: „Hér skulum við gera göng.“ Sagði Gísli niðurstöður ekki hafa komið mönnum á óvart og væri það góðs viti. Trillukarlar á ísafirði hafa nú tekið sig saman og skrifað sjá- varútvegsráðherra svohljóðandi bréf: Undirritaðir trillubátaeig- endur á ísafirði mótmæla harð- lega þeim veiðitakmörkunum sem nú gilda á handfæraveið- um og felast í helgarveiðibanni frá kl. 24:00 á föstudegi til kl. 24:00 á sunnudegi. 1 fyrsta lagi er slíkt bann algerlega óþarft, þar sem handfæraveiðar trillu- báta yfir blíðasta og besta sum- Samkvæmt niðurstöðunum er bergið mjög lagskipt en til- tölulega reglulegt. Viss vanda- mál fylgja slíkri lagskiptingu við jarðgagnagerð, en ný vandamál urðu menn lítið varir við. Fyrir 15 — 20 árum voru tekin kjamasýni úr berginu beggja vegna Kinnarinnar í því skyni að kanna möguleika á jarðgöngunum þar. Niðurstað- an úr þeim rannsóknum var sú, að bergið væri of laust í sér þannig að allt of dýrt yrði að gera þar göng. Hefði líklega þurft að fóðra þau að mestu. Gísli sagði að berglögin þar hefðu verið afar þunn, en þegar artímann, geta ekki skipt sköp- um í þeirri viðleitni stjómvalda að hindra ofveiði á fiskistofnum landsmanna. í öðru lagi, hindr- ar helgarveiðibann sjósókn við- komandi báta í mun meira mæli en sem nemur þessum 2 dögum. Þar sem fæstir eða engir bátar er róa frá ísafirði landa daglega vegna fjarlægðar við miðin, nást ekki nema í mesta lagi 4 veiðidagar í viku hverri. Við Framhald á bls. 2 komið væri neðar yrðu lögin þykkri og í dag væru allar at- huganir miðaðar við jarðgöng undir 200 m hæð. Það þýddi ekki að vera að fara með svona göng hærra upp í loftið ef menn væm að þessu á annað borð. „Þama er að finna ákveðin lög sem eru fremur laus í sér og ljóst er að þau verður að forðast. f fljótu bragði virðast vera þama færar leiðir án stór- vandamála. Samt þarf að fara í gegnum nokkur lög og vandinn er að fara á milli laga. Þetta verður hins vegar aldrei gott jarðgangnaberg. Fyrst yrði farið til Súganda- fjarðar og þaðan yfir í önund- arfjörð. Ef það virðist mun betra að fara á milli Súganda- fjarðar og Bolungarvíkur held- ur en Súgandafjarðar og Skut- ulsfjarðar, þá er sjálfsagt að gera það. Ef við hugsum okkur leiðina fsafjörður — Flateyri þá geta menn alveg eins farið gegnum Bolungarvík eins og Bolvíkingar gegnum fsafjörð. Mér finnst þó langlíklegast að farið yrði úr Tungudal yfir í Súgandafjörð og þaðan yfir í Önundarfjörð. Það gæti orðið úr þessu fyrir næstu aldamót. Nú þegar er ákveðið að gera ein löng göng, þ.e. gegnum Ólafsfjarðarmúla, og verður byrjað á þeim 1988/1989. Framhaldið fer mikið eftir því hvemig það gengur.“ Á kortinu sjást þeir möguleikar sem koma til greina við gerð jarðganga á norðanverðum Vestfjörðum. Líklegast er þó talið að farið verði úr Tungudal í Skutulsfirði yfír í Botn í Súgandafírði og þaðan yfír í Þverdal eða Langdal í Önundarfírði. Jarðgangnagerð virðist vera möguleg Trillukarlar óhressir — Senda Halldóri bréf

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.