Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 2
vestfirska FRETTABLADia vestfirsk; 1 Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:0017:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Ólafur Guðmundsson. Blaðamaður: Rúnar Helgi Vignisson. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, fsafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. FRÉTTABLADID Lesendadálkur Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Alþingis: Stungið niður penna Sighvatur Björgvinsson skrifar grein í Vestfirska fréttablaöið 1. þessa mánaðar um skattfríðindi fiskverkafólks. Segist hann hafa stungiö niður penna vegna fréttar í Morgunblaðinu. f frétt þessari var greint frá að mór hafi verið afhent í Hraðfrystihúsinu í Hnífs- dal áskorun til Alþingis undirrit- uð af 158 starfsmönnum frysti- hússins og Hraðfrystihússins Norðurtanga á ísafirði. Hér var um að ræða undirskriftalista aö áskorun til Alþingis um að gera þær breytingar á skattalögum að verkafólk í fiskvinnslu fái skatta- frádrátt á sama hátt og fiski- menn, sem héti þá fiskvinnslu- frádráttur. Þegar ég tók við þessum á- skorunarlistum lét ég þess getið að með þá yröi farið svo sem venja er um slík erindi sem Al- þingi berast og lýsti því með hverjum hætti það gerðist. ( Morgunblaðsfréttinni er frá þessum ummælum mínum skýrt, en þó ekki með fullri nákvæmni. Hins vegar má með litlum velvilja lesa í málið svo að enginn mis- skilningur hljótist af. Það er því helst til langt gengið og mikið aukaatriði þegar Sighvatur af þessu tilefni stingur niður penna til að upplýsa mig um þingsköp Alþingis og hina réttu meðferð mála. Aðaiatriðið er aö sjálfsögðu bættur hagur fiskvinnslufólks, hvort sem það gerist með breyt- ingu á skattalögum eða bættum rekstrargrundvelli fiskiðnaðar- ins, svo sem ég tók fram þegar ég veitti áskorunarlistanum mót- töku. Islensk verkmenning á haugunum Kæru Vestfirðingar! Eins og ykkur er ef til vill kunnugt er verið að skrifa Iðn- sögu íslands. Þessi nýja iðnsaga á að vera rituð með öðrum hætti en hin fyrri sem lagði alla áherslu á mennina. Nú er aðaláherslan á iðnina sjálfa þ.e.a.s. verk- og vinnsluhætti, verkfæri og vinnu- aðferðir. Það eru ekki nema örfáir árá- tugir síðan var farið aö gefa gömlu bændamenningunni verðugan gaum en íslensk verk- menning hefur á engan hátt fengið verðug skil. Nú er gerð tilraun til þess, með því að reyna að bjarga leifum tíma sem er að hverfa. Alltof oft fáum viö svörin: „Það er búið að henda þessu fyrir löngu. Þetta gamla drasl fór í sjóinn fyrir löngu.“ Gamla draslið er fyrsta tækni- menning fslands. Verkfæri, sem hafa skilað þjóðinni þangað sem hún er í dag; iðnvætt tækni- samfélag. Því er nú hér með auglýst eftir öllum myndum af verkstæðum, verkfærum, og öðru því sem kemur iðnum við. Einnig er beðið um að fólk hafi samband við Iðn- sögu fslands, Hverfisgötu 39, Reykjavík, c/o hr. Jón Böðvars- son, cand. mag. áður en nokkr- um vélum eða verkfærum er hent. Hann getur þá gefið upp- lýsingar um hvort áhugi er á að varðveita viðkomandi grip. Það verður greitt undir allar sending- ar, sendanda að kostnaðarlausu. Ef einhver er með gömul krullujárn eða hvaðeina sem við- Jón Sigurpálsson, safnvörður, veitir móttöku gömlum grip úr hendi Jóns Valdimarssonar. kemur hárskera og hárgreiðslu- iðn er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við Sigurð Sig- urðsson, Hafnarstræti 11, fsafirði (Siggi Arngríms íBlómabúðinni), eða beint við undirritaða. Einnig má minna á að það er starfandi á ísafirði minjasafn sem mun líka fúslega veita munum og myndum viðtöku. Jón Sigurpáls- son safnvörður tjáði mér að hann færi reglulega á haugana til þess að hirða söguleg og menningar- leg verðmæti. Látið það ekki henda ykkur að henda verðmætum, kennum un- gu kynslóðinni að bera virðingu fyrir þeirri verkmenningu sem gerir henni nú lífið létt. Guðríður Erna Arngrímsdóttir Hafnarstræti 11, Box 70, fsafirði LEGGUR OG SKEL fataverslun barnanna Nýkomið m LEGGUR OG SKEL fataverslun barnanna Mikið úrval af barnafatnaði fyrir 17. júní. Leggur og skel Sími 4070. Smáau TIL SÖLU Mazda 929, árgerð 1980, ekin 56 þús. km. Upplýsingar veitir Erlingur Tryggvason í síma 3928. glýsingar ÍBÚÐ Óska eftir 2 — 3 herbergja íbúð til leigu frá 1. júlí. Upplýsingar í síma 3559 eftir kl. 19:00. ATVINNA Vantar mann til starfa á trakt- orsgröfu. Þarf að vera vanur. Upplýsingar gefur Einar í síma 4353. TIL SÖLU Tvær 12 volta rafmagnsrúllur. Verð 12 þús. kr. stykkið. Upplýsingar í síma 6234 eftir kl. 20:00. TIL SÖLU 2 herbergja íbúð að Skipagötu 1, efri hæð, 60 ferm. Laus nú þegar. Upplýsingar í síma 3643. TIL SÖLU Ford Escort, árgerð 1973. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 4095. IBÚÐ Óskum eftir íbúð til leigu frá 1. september. Helst á eyrinni. Upplýsingar í síma 4829. TIL SÖLU Brio barnakerra með skýli og svuntu, hægt er að leggja bakið niður. Verð kr. 5.000,00. Upplýsingar í síma 4337 eða 3949. TIL SÖLU Toyota Crown 2000, árgerð 1972. Önnur bifreið fylgir i varahluti. Verð 40 — 50 þús. kr. Á sama stað götuhjól, MZ Ts 150, árgerð 1982, ekið 3 þús. km. Upplýsingar í síma 6216. TIL SÖLU EÐA LEIGU fjögurra tonna trilla, aftur- byggð með VHF og CB stöð, fjórum 24V handfærarúllum, línuspili, björgunarbáti, dýptar- mæli og 48 hestafla Buch vél. Skipti á bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 6251. TIL SÖLU er BMW 320, tveggja dyra. UpplýsingargefurDavíðS. Ólafs- son í síma 7175. Nú er allt að lifna og fólk farið að huga að garðinum. í Blómaval færðu allt sem þú þarft á einum stað. Gífurlegt úrval. Vandaður frágangur sendinga. Munið póstkröfuþjónustuna Garðplöntur: Sumarblóm. Fjölærar plöntur. Tré og runnar. Eigum líka ýmsar sjaldgæfar tegundir blóma, tilvalin í garðstofur og gróðurskála. Annað: Garðáburður. Þurrkaður hænsnaskítur frá Holtabúinu. Garðáhöld allskonar. Garðslöngur. Garðkönnur. Útiker, svalaker. Veggpottar í úrvali. bl omaual Reykjavík, sími: 91-686340 Vestfirðingum og öðrum þeim sem hafa möguleika á að stunda veiðar á smábátum yfir vetrar- vertíðina. Það er álit okkar, að slík stjórnun fiskveiða sem nú er viðhöfð, sé hrein svívirða við Vestfirðinga og aðra sem af fiskveiðum lifa. Þegar ekki er hægt að fara fram á trilluhorni og draga sér fisk á handfæri án þess að hlýta boðum og bönn- um stjómvalds, þá er fokið í flest skjól. Við skorum á hæstvirtan sjá- varútvegsráðherra og þing- menn okkar að ráða nú þegar bót á þessu hróplega óréttlæti með endurskoðun á núgildandi reglugerð. Undir bréfið skrifa 24 trillu- karlar. Trillu- karlar... Framhald af bls. 1 mótmælum því, að hömlulaus veiði smábáta við suðurland á vetrarvertíð skuli látin bitna á

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.