Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 5
vestlirska r 1 TRETTABLADID að hafa eitthvert val, sé ekki bara settur einhvers staðar á bás.“ FÁAR KARLKONUR — Finnst þér kynskipt fram- boð rétt leið til að ná fram mál- stað kvenna? „Nei, ég er ekki hlynnt því að konur starfi svona einangraðar. Mitt mat er það að þær eigi að starfa við hlið karlmanna í stjómmálum. En það er ekki hægt að neita því að kvenna- framboðið og kvennalistinn hafa leitt af sér marga góða fá forgang í nokkum tíma til að jafnrétti í reynd náist? „Þetta er nokkuð umdeilt at- riði. Ég er ekki viss um að ég vilji að konur fái einhvem for- gang, heldur kannski frekar að þær fái hvatningu. Þær þurfa að fá meiri hvatningu. Það þarf líka að koma í veg fyrir að þeim sé hafnað á þeirri forsendu að þær séu konur.“ — Þú telur konur ekki eiga neina sök á því sjálfar að þær hafa ekki náð lengra í þjóðfé- afélags íslands. a viðhorfum kvenna ands degi. Það þarf að taka þetta stig fyrir stig.“ — En þú hefur trú á að jafn- rétti náist fyrr eða síðar? „Já, en það tekur svona mannsaldur eða meira. Upp- eldið skiptir mjög miklu máli og þar þarf þetta að byrja. Svo finnst mér mjög mikilvægt núna að brjóta upp hið hefðbundna náms- og starfsval kynjanna. Stúlkur fara inn á hinar hefð- bundnu brautir, svo sem í menntaskóla og háskóla en ekki í iðn- eða tækniskóla og þær eru að missa af strætisvagninum í sambandi við tölvuvæðinguna, þar sem maður hélt nú að þær mundu verða samstíga körlum. Ég held að það verði engin breyting á fyrr en búið er að breyta þessu. Þess vegna þarf að byrja neðst og fikra sig svo smám saman upp.“ UNGIR KARLMENN HAFA MEIRISKILNING — Er ennþá mikið af karl- rembusvínum? Já, alltof mikið af þeim. En það má segja að yngri karlmenn hafi meiri skiling á þessum málum og kannski meiri trú á því að konur geti gert sömu hluti og karlar. Ég held það sé aðeins að byrja að síast inn.“ — En er allt þetta brambolt þess virði? Er ekki bara best að vera inni á heimilinu og ala upp bömin? „Ef maður héldi að það væri besti kosturinn, þá mundi mað- ur snúa sér að því. En ég held að það sé alveg þess virði að reyna að breyta þessu. Þess vegna er maður í baráttunni. Það er nauðsynlegt að hver og einn fái hluti, m.a. það að gömlu flokk- amir hafa tekið við sér og verið tilbúnir að taka við þeim kon- um sem hafa viljað starfa innan þeirra.“ — En verða þær þá ekki að tileinka sér vinnubrögð karl- manna, verða nokkurs konar karlkonur? „Neinei. Þær eru til þessar karlkonur, en ég þekki ekki margar.“ — Er Kvenréttindafélagið ópólitískt félag? „Það er þverþólitískt félag. En í stjóm sitja konur úr öllum stjómmálaflokkum. Það má segja að félagið tengist flokk- unum óbeint.“ KONUR ÞURFA HVATN- INGU — Telur þú að konur þurfi að laginu enn? „Það er sjálfsagt þeim að kenna líka. En það er svo stutt síðan konur fóru að láta til sín taka og þær þurfa einhvem að- lögunartíma. Og þó margar konur séu jafn hæfar ef ekki hæfari en karlar hafa þær ekki viljað axla mikla ábyrgð. Ef þær hafa verið með fjölskyldu hafa barnauppeldi og heimihsstörf nær eingöngu verið á þeirra herðum. Þær hafa haft tvöfalt vinnuálag og ef þær taka þátt í t.d. stjómmálum kemur þriðji þátturinn til.“ — Finnst þér konur þurfi að vera hæfari en karlar til að fá stöðuhækkun? „Já, oft þurfa þær að vera helmingi betri. Og svo eru þær undir stöðugu eftirliti.“ „Já, oft þurfa þær að vera helmingi betri. Og svo eru þær undir stöðugu eftirliti." 5 Frá 17. júní hátíðahöldunum í fyrra. 17. júní hátíðahöldunum verður ekki aflýst — segja KRÍ menn sem sjá um þau í ár Við hér á Vestfirska vorum næstum búnir að gleyma því að það er að koma 17. júní. En við ætlum að gera okkar besta til þess að þið gleymið þvi ekki líka og birta hér dagskrá þá sem KRÍ ætlar að gangast fyrir á ísafirði þann merkisdag. Hátíðin verður að venju sett á Sjúkrahústúninu kl. 14:00. Há- tíðaræðu mun forseti sameinaðs þings flytja, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, og verður fróðlegt að heyra hans boðskap að loknu bjór- og útvarpslagafimbul- fambinu í vetur. Að ræðu Þor- valdar lokinni mun Sunnukór- inn hefja upp sína margrödd- uðu raust í faðmi fjalla blárra og síðan kemur fegurðardrottn- ingin Sigríður Jakobsdóttir fram, ekki á sundbol, heldur í búningi fjallkonunnar. Hver veit nema hún flytji ljóð um fegurðarsamkeppnir. Þegar hér verður komið sögu verður athyglinni beint að yngri kynslóðinni og farið í ýmsa leiki. Þar á eftir mun karlakór- inn syngja. Úr kórsöng verður síðan farið í rokkið: hin ný- stofnaða Digital, sem er endur- bætt Rock&Co, mun flytja nokkur lög. Síðan verða menn að flytja sig inn á Torfnesvöll. Þar verða leikir þá dagskrá, poka- boðhlaup, kappnegling og fleira. Að því búnu verður efnt til knattspymukappleiks milli ÍBÍ 1973 og ÍBÍ 1985, en Gísh Magnússon, núverandi þjálfari, var einmitt þjálfari 1973 hðsins. Um kvöldið verður dansleik- ur á Bamaskólalóðinni frá kl. 22:00 til kl. 1:00, Digital leikur. Minnugir sautjándans sem týndist hér um árið hafa KRÍ menn heitið því að aflýsa ekki hátíðahöldunum nema stór- kostlegar náttúmhamfarir komi til. Flateyri: Unnið við íþróttahús Flateyringar, ólíkt ísfirðing- um, vinna nú hörðum höndum að byggingu íþróttahúss, sem reyndar á að gegna hlutverki fé- lagsheimilis líka, eins og í- þróttahús gera einlægt. Flateyr- ingar stefna að því að húsið verði fokhellt í haust, en samtals hafa þeir um 4 milljónir til framkvæmdanna i sumar. Af öðrum framkvæmdum á Flateyri í sumar má nefna lagningu slitlags á tvær götur, en að sögn Kristjáns Jóhannes- sonar, sveitastjóra, hefur ekki verið malbikað á Flateyri í 7 — 8 ár. Hefðu Flateyringar því dregist aftur úr í þeim efnum. Ástæðuna sagði Kristján vera þá að allt framkvæmdafé sveit- arfélagsins hefði farið í sund- laugarbygginguna. í sumar mun sveitarsjóður verja um hálfri milljón kr. til að fegra kauptúnið. Árkitekt var fenginn til að skipuleggja opin svæði og er hann nú að ljúka störfum. Þökur verða settar niður og trjám plantað á þess- um svæðum í sumar. Verði einhver afgangur í sveitarsjóði stendur til að reka niður 50 m. þil í smábátahöfn- inni, en sú framkvæmd komst aldrei í verk í fyrra. Búið er að byggja vamargarða en bryggj- umar vantar. Á síðasta ári fækkaði fólki á Flateyri úr 510 í 486. Kristján sveitarstjóri taldi ljóst að ekki mundi fjölga á þessu ári. 17. jum a Hrafnseyri Á Hrafnseyri verður efnt til hefðbundinna hátíðahalda 17. júni. Messað verður í kapellunni kl. 14:00 af sr. Gunnlaugi Garð- arssynu á Þingeyri. Siðan mun Sigurður Líndal prófessor og forseti Hins islenska bók- menntafélags flytja hátiðarræðu sem ber yfirskriftina „Bók- menntafélagið sem vettvangur sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.