Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 10
FYRIR 17. JÚNÍ: FÁNAR BLÖÐRUR RELLUR LÚÐRAR TROMMUR STAFIR BÓKAV. JÓNASAR TÓMASSONAR SÍMI 3123 ERNIR P Símar 3698 og 3898 ISAFIROI 3 BÍLALEIGA Lj /estfirska j>|i hefur heyrt AÐ útgefendur Bæjarins besta hafi í hyggju aö færa út kvíarnar í haust. Munu þeir ætla að ráöa sér blaðamann og vinda sér í samkeppni vlö „stórveldið“ í vestfirskri blaðaútgáfu. AÐ Flateyringar séu óvenju alþjóölega sinnaðir. Þannig eru þeir með franskan sund- kennara og enskan tónlistar- kennara. Hins vegar hafa þeir íslenskan prest. AÐ elsta kaupfélagið á Tálknafirði hafi verið brennt í vikunni enda stóð það í vegi fyrir vegaframkvæmdum. Sumir hafa velt fyrir sér hvort það sé táknrænt. Eftirfarandi vísu sem vel á við núna: Garöarollan mér leggur lið í lífsbjargarviðleitninni, hún breytir í hrútspunga, blóðmör og svið blómaræktinni minni. Þennan myndarlega hákarl fékk togarinn Páll Pálsson í vörpuna á dögunum og var okkur tjáð að hann hefði vegið 310 kg. Á hafnarvogina hafa þó komið hákarlar sem hafa verið allt að 640 kg að þyngd. Það er Óskar Friðbjarnarson, hákarlsverkandi í Hnífsdal, sem kaupir þá hákarla sem togararnir koma með að landi og er hann um 10 manuði að verka hákarlinn. Við getum því gert okkur vonir um að fá bragð af gripnum um næstu páska. Brauðval í basli Bíldudalur: Hirða allt úr skelinni Hjá Rækjuveri á Bfldudal er nú verið að gera tilraun með að selja hörpudisk í svolítið öðru formi en tíðkast hefur. Hingað til hefur vöðvinn einungis verið seldur og þá á Bandaríkjamark- að. Þeir hjá Rækjuveri ætla hins vegar að reyna að selja allt inn- volsið úr skelinni eins og það leggur sig og þá ekki á Banda- ríkin, heldur á Spán. Ein ástæða þess að þetta er reynt nú er sú að nýtingin úr skelinni sem veiddist í Arnar- firði í fyrra var mjög léleg (7 — 8%). Með því að hirða allt inn- volsið fæst 20 — 25% nýting, sem að sögn Eyjólfs Þorkels- sonar, framkvæmdastjora Rækjuvers, þýðir að verðið sem fyrir afurðina fæst má vera þrisvar til f jórum sinnum lægra. Þá er framleiðslukostnaður mun lægri þar sem ekki þarf að þrífa AÐ Bolvíkingar séu nú í óða S önn að búa sig undir komu | ameríska hersins. Þannig hafi | þar verið opnaðir tveir ■ skyndibitastaðir, Tomma- J borgarar og Toppborgarinn, ! og nú standi til að opna | sjoppu og vídeóleigu í gamla | kaupfélaginu beint á móti I frystihúsinu. Ennfremur séu I bæði Einar Guðfinnsson og I Jón Friðgeir að auka verslun- J arpláss sitt. Þetta er nú kann- J ski tómt gárungatal, enda J hafa menn bent á aö fyrir-1 hugaðar framkvæmdir á fjall-1 inu séu nú ekkert rosalegar. J Við höfum það einnig eftir J Valdimar Lúðvík, bæjar-1 stjórnarfulltrúa í Bolungarvík, | að fréttin um að Bolvíkingar I ætluðu sérað heimta eitthvað ■ af ameríska hernum í staðinn J fyrir ratsjárstöðina sé algjör- J lega úr lausu lofti gripin. Hins | vegar ætla Bolvíkingar ekki I að leggja út í neinn kostnað ■ vegna framkvæmda hersins J og hafa í því samabndi á- ■ hyggjur af vatnsbólum sínum, | því vegurinn upp á fjallið mun I liggja um dalinn þar sem þau ■ eru. Um síðustu helgi var bakarí- inu Brauðvali á ísafirði lokað „um óákveðinn tíma,“ eins og auglýst var á hurð þess. Ástæðan er slæm rekstraraðstaða, en eig- endumir hyggjast þó reyna að koma rekstrinum af stað á ný sem fyrst. Að sögn Jóhannesar Valtýs- sonar, annars eiganda, lokaði Orkubúið fyrir rafmagn tii bakarísins og án þess er víst ekki hægt að reka bakarí nú til dags. Johannes sagði að reynt yrði að semja við Orkubúið um að breyta skuldum í langtímalán. Auk þess yrði reynt til þrsutar að útvega fjármagn í reksturinn. ísfirskir knattspymumenn gerðu ekki beint garðinn frægan um síðustu helgi. Meistara- flokkur karla hélt til Eyja og losaði sig þar undan oki bikar- keppninnar með því að tapa 3 — 0 fyrir heimamöunum. Ekki sagði Jóhannes skort á kúnnum hafa staðið bakaríinu fyrir þrifum, þeir hefðu ekki einu sinni getað annað eftir- spurn. Aftur á móti hefði stofn- kostnaður verið neiri en áætlað var. „Það hefði mátt vera meira eigið fé,“ sagði Jóhannes. Aðspurður sagði Jóhannes að þeim hefði gengið mjög vel að komast inn á markaðinn. „Bakaríið er búið að sýna það og sanna að það á fullan rétt á sér. Það hefur stuðlað að því að aðflutningur á brauðvörum hefur stöðvast. Auk þess hefur hin skapandi samkeppni við Gamla bakaríið aukið úrvalið Stúlkuraar léku á grasvellin- um á Torfnesi og töpuðu fyrir Þór, Akureyri, 3 — 1. Vegna þessara dapurlegu úr- slita höfum við ákveðið að hafa ekki fleiri orð um leiki helgar- innar. Bæði liðin töpuðu © PÖLLINN HF Isafirði Sími3792 NÚER BLESSUÐ BLÍÐAN, OG ... SLÁTTUR HAFINN ! o HUSQVARNA garðsláttuvélar o FIGARO garðsláttuvélar o BOSCH kantskerar o BOSCH rafm.klippur o GARDENA rafm.klippur alveg gífurlega. Ég tel þetta hafa leitt til aukinnar eftir- spumar, vegna þess að svigrúm gafst til að framleiða eitthvað annað en það hefðbundna,“ sagði Jóhannes Valtýsson. í Brauðvali störfuðu 8 manns, þar af 5 við bakstur. fiskinn. Ætlunin er að vinna fisk í einn gám, senda hann út og sjá síðan hver árangurinn verður áður en lengra verður haldið. Áður hefur verið reynt að selja hörpudisk á Spán að sögn Eyjólfs, en þá var skelin seld al- veg óunnin. Ekki kvað hann þá tilraun hafa lukkast. ■ Það hefur verið mikið að gera J hjá honum Gísla Jóni í Sandfelli I á (safirði síðustu daga við að I skipuleggja sölu á gámafiski, ■ enda koma togararnir n'ú í J halarófu til að landa í þessi ílát. I Og ekki þarf að kvarta undan I fiskiríinu. I BESSI var að landa 130 tonn- ■ um í gám í gær. J GUÐBJARTUR kom með 123 J tonn s.l. föstudag eftir þriggja I sólarhringa úthald. I PÁLL PÁLSSON landaði 80 — ■ 90 tonnum í gær, mest karfi og J ufsi, og fer bróðurparturinn i J gám. J JÚLlUS GEIRMUNDSSON landaði um 130 tonnum á I þriðjudag. GUÐBJÖRG landaði í gám á J fimmtudaginn í síðustu viku og g aftur í gær, þá um 150 tonnum. | DAGRÚN kom á sunnudaginn ■ með um 125 tonn, mest þorsk- J ur. HEIÐRÚN landaði á mánudag-1 inn115tonnum.Tilstóðaðhún J færi siðan á rækjuveiðar, en viö J það var hætt og á hún nú að | fiska í siglingu. SÓLRÚN kom í gær með 14 I tonn af rækju. ELÍN ÞORBJARNARDÖTTIR J landaði i gær 150 tonnum af J þorski. GYLLIR landaði 113 tonnum á I laugardaginn. FRAMNES landaöi rúmum 18 I tonnum af rækju á mánudag- J inn. SLÉTTANES kom með 170 J tonn af þorski á mánudag. SÖLVI BJARNASON landaði á I föstudaginn 94 tonnum af J þorski. TÁLKNFIRÐINGUR er í slipp. SIGUREY er biluð í Reykjavik. | BÍLALEIGA Nesvegi 5 - Súðavfk S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvpgi 34 - V/Miklatorg S 91-25433 Afgreiðsla á Isaflarðarflugvelli S 94-4772 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.