Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 1
FRETTABLASID EIMSKIP STRANDFLUTNIN Símar: Skrifstofa i Vöruhús 4 * GAR 1555 1556 MS MÁNAFOSS Á ÍSARRÐI AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA AÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA ^ in HATIÐ FRANSKT PATÉ KJÚKLINGAPATÉ FJALLAGRASAPATÉ Komið og smakkið í Matvörudeildinni kl. 15:00 — 18:00 á morgun, föstudag KYNNINGARAFSLÁ TTUR á ýmsum gómsætum vörum frá íslensku — frönsku eldhúsi Sinarffuðfjinyisson kfi. £<w 7200 - ///5 Sol un^a’iOík Góður sautjándi Það glóði sól um alla Vest- firði á mánudaginn þegar saut- jándinn var hátíðlegur haldinn. Þó ekki hafi verið formleg há- tíðardagskrá í öllum plássum fjórðungsins vitum við ekki betur en Vestfirðingar hafi not- ið afmælisdagsins óvenju vel þetta árið. Á ísafirði sá KRÍ um hátíða- höld, sem fjöldi manna fylgdist með. Sérstaka hrifn- ingu, a.m.k. yngri kynslóðar- innar, vakti sú óvænta tilhögun að láta kasta glaðningi úr flug- vél yfir hátíðarsvæðið. Skemmtu menn sér vel við þetta óvenjulega atriði, þó ekki væri nema við að horfa á ungdóminn taka á rás á eftir molunum. Á myndinni hér til hliðar sést fjallkonan, sem í þetta skipti reyndist vera Ingileif Ástvalds- dóttir, flytja ávarp sitt. Þess má geta að hún var að vígja alveg nýjan búning sem skátafélögin og kvenfélagið Hlíf gáfu. Grænlendingar vilja fá ísfirska báta til línuveiða Fyrir skömmu komu fjórir Grænlendingar frá Nanortalik í vinabæjarheimsókn til Isafjarð- ar. Áttu þeir viðræður við bæj- aryfirvöld um samvinnu í at- vinnumálum, m.a. í því formi að ísfirðingar sendu 12 — 15 tonna báta sem gætu stundað línuveiðar fyrir þá. Einnig var rætt um að ísfirðingar tækju fleiri grænlensk ungmenni í starfskynningu, eins og þau þrjú ungmenni sem hér dvöldu frá þvi í endaðan janúar og fram í miðjan júní. Unnu þau í frysti- húsi, í Netagerðinni og fóru svo öll einn túr á togara. Gaf þetta nokkuð góða raun, en þó komu upp ákveðin vandamál í sam- bandi við mætingu. Að sögn Guðmundar Sveins- sonar, sem hafði veg og vanda af móttöku gestanna, eru þeir mjög áfjáðir í að halda góðu sambandi við ísfirðinga. „Þeir sjá að það er mikið atriði fyrir þá að fólkið fái að kynnast öðr- um viðhorfum heldur en það elst upp við í Nanortalik,“ sagði Guðmundur. í Nanortalik, eins og annars staðar á Grænlandi, er nú mikið atvinnuleysi. Breytt hegðan íssins í kringum landið hefur m.a. valdið því að ekki er hægt að fara á sjó frá Nanorta- lik fyrr en kemur fram í júlí á sumrin. Ekki fleiri glerbrot! Blöskrar ykkur ekki um- gengnin um miðbæ Isafjarðar um helgar? Götumar nánast teppalagðar með glerbrotum og segja okkur götusóparar að á- standið fari stöðugt versnandi. Um síðustu helgi þótti bæjar- stjóra nóg komið og impraði hann á því við lögregluna hvort ekki væri hægt að koma á sameiginlegu átaki til að stemma stigu við þessum ófögn- uði. Segi og skrifa ófögnuði. Sóðaskapurinn var látinn blasa við bæjarbúum um síðustu helgi; mannskapur var ekki kallaður út til að þrifa aðalgötur bæjarins, þó kaupstaðurinn hafi á sinum snæmm menn sem leggja það á sig að vakna fyrir allar aldir til að við hin þurfum ekki að horfa uppá sóðaskapinn á morgnana. „Þetta gengur bara ekki svona,“ sagði Magnús Reynir Guðmundsson, bæjar- stjóri í fjarveru Haraldar. Mér finnst alveg hræðilega sorglegt hvernig unga fólkið gengur um bæinn,“ bætti Magnús við og er víst óhætt að taka undir það. Það þarf vart að taka fram að glerbrot geta verið mjög hættu- leg. Ekki aðeins að fólk geti skorið sig illa á þeim, og þá kannski ekki síst krakkar, held- ur geta þau sprengt hjólbarða bifreiða. Að sögn Jónasar Bjömssonar á Hjólbarðaverk- stæði ísafjarðar fær hann tölu- vert af dekkjum til viðgerðar sem skorist hafa af völdum glerbrots. Hann sagði glerbrot geta setið i hjólbarðanum i nokkra daga áður en það mjatl- aðist inn úr og sprengt slönguna. Það getur þvi spmngið á bíl sem ekið hefur eftir glerbrotóttum götum ísafjarðar hvar og hven- ær sem er og jafnvel stórslys hlotist af. Það er því verðugt verkefni að skera upp herör gegn glerbrot- um. Hættið að stúta föskum! Menntaskólinn: Skíðaval tekið upp í haust Á næsta skólaári verður starfrækt sérstakt skíðaval við Menntaskólann á ísafirði. Athuganir og undirbúningur hafa staðið yfir frá þvi júní fyrir réttu ári og er farið eftir sænskri fyrirmynd. Þetta sænska skipu- lag er þannig, að inn í venjuleg- an menntaskóla er tekið í- þróttafólk, sem stefnir að þvi að komast í landslið eða er í lands- liði. Það stundar samt reglu- bundið nám og er ekki á svo- nefndum íþróttabrautum, heldur stefnir að því að geta tekið há- skólapróf í hvaða grein sem er. Getur það stundað nám á mála- braut, náttúrufræðibraut eða einhverju slíku, rétt eins og aðrir nemendur. Þessir nemendur losna yfirleitt við 5 vikustundir í hefðbundnu námi miðað við aðra nemendur, en fá í þess stað sérþjálfun i íþróttum. Þessar upplýsingar fengust hjá Bimi Teitssyni, skólameistara Menntaskólans á ísafirði. Bjöm sagði, að gert væri ráð fyrir að nemendur í væntanlegu skíðavali stunduðu reglulegt nám vð fastar námsbrautir Menntaskólans, en í stað val- greina og að einhverju leyti hefðbundins íþróttanáms kæmi sérnám í skíðaíþróttum. Þetta sémám myndi skiptast í tvennt. Annars vegar yrði um að ræða afmörkuð námsskeið, sem hafa verið skipulögð af skíða- ráðinu hér og eru að mestu leyti bóklegs eðlis, og til þess fallin að stunda innan skóla. Það eru A-námskeið, B-námskeið, C- námskeið og skíðakennara- námskeið. Samtals samsvarar þetta u.þ.b. 5 anna námi í venjulegri valgrein eða 10 námseiningum í menntaskóla. Það er samkomulag um að ríkið borgi þetta og kalli það val- grein. Hins vegar yrði um að ræða hina beinu þjálfun. Hún myndi fara fram frá upphafi skólaárs, sumpart sem þrekþjálfun, en þó einkum sem þjálfun á skíðum í skíðalandinu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að þessi sérþjálf- un verði fjárhagslega á ábyrgð Skíðaráðs ísafjarðar. Þessi þjálfun fer nú þegar að nokkru leyti fram hér á ísafirði, sem liður í þjálfun landsliðsfólks. Hér eru tveir landsliðsþjálfarar, sem eðlilegt er að yrðu ráðnir. Menntamálaráðuneytið hef- ur samþykkt þessa tilhögun til reynslu í eitt ár, eins og venja er um nýjungar, og hún á ekki að veita fordæmi. Það verður lagt höfuðkapp á að reglubundin bókleg kennsla í kjarnagreinum nýtist nem- endum, en truflanir frá námi vegna móta- og æfingaferða yrðu væntanlega ekki mjög miklar. Flest mót fara fram um helgar og utanlandsferðir eru helst í jólaleyfi. Gert er ráð fyrir að þetta nám standi í 4 ár fyrir þá sem eru að hefja nám í haust. Ekki munu aðrir geta nýtt sér þessa mögu- leika en þeir, sem Skíðasam- bandið fellst á að séu líklegir í landslið. Þannig getur ekki hver sem er sótt um að taka þetta val, til þess þarf meðmæli frá Skíðasambandinu. Annars er tekið á móti nemendum hvaðan sem er af landinu. Þessi skóh er að áhti Skíða- sambandssins best falhnn til að hýsa þetta nám. M.a. vegna þess, að það er nægt rými á heimavist, það er heppileg stundatafla og það er stutt á skíðasvæðið. Það eru uppi hug- myndir hjá öðrum sérsam- böndum innan ÍSÍ að biðja um fyrirgreiðslu af þessu tagi í öðr- um íþróttagreinum. Menn hafa hins vegar bent á, að skíða- íþróttin er sérstök að því leyti, að hún er ekki stunduð nema á skólatíma. | Súðavík: \ j Síðustu j I göturnar • | teppalagðar j I Á næstunni verður lagtí J slitlag á tvær síðustu göturn-i I ar í Súðavfk. Um er að ræðaj | Túngötu og Nesveg ásamtl ■ tengigötum. Að þessumj I framkvæmdum loknum verð-j ■ ur aðeins örstuttur spottij I eftir án slitlags í gatnakerfi | I Súðavíkur, þannig að Súð-J ivíkingar mega vel við una.j I Lagning slitlagsins verður| I helsta framkvæmd á veguml ■ sveitarfélagsins í sumar. I Því er svo við að bæta að f | I haust verður komið bundiðl J slitlag á mestanpart vegarinsj I milli ísafjarðar og Súðavfk-j I ur. I

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.