Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 4
vestfirska FRETTABLASID Isafjarðarkaopstaðnr Starfsfólk vantar nú þegar á Elliheimili ísafjarðar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 3110. Sundhöll ísafjarðar verður lokuð frá 24. júní — 1. ágúst n.k. vegna endurbóta. íþróttafulltrúinn. IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Fundur um iðnaðarmál Iðntæknistofnun íslands heldur almennan fund um starfsemi stofnunarinnar og þró- un iðnaðar komandi ára á Hótel ísafirði laugardaginn 22. júní kl. 13:30. Á fundinn koma dr. Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri, Sturla R. Guðmundsson, deildarstjóri málmtæknideildar og Hallgrímur Jónas- son, framkvæmdastjóri nýiðnaðarrann- sókna. Á fundinum verða haldin erindi um: — Starfsemi Iðntæknistofnunar íslands —Iðnþróun komandi ára með hliðsjón af þróun erlendis og möguleikum ís- lendinga — Iðnaðarkosti í hátæknigreinum. Að erindum loknum verða almennar um- ræður. Eg hef neglt og sagað síðan — Afmælisviðtal við Daníel Kristjánsson 10. júní s.l. varð Daníel Kristjánsson, trésmíðameistari, 75 ára. Daníel á að baki merkan feril sem trésmiður, en þó er hann ekki síður kunnur fyrir störf sín að félags- og menntunarmálum iðnaðarmanna. Daníel er vel hress og vinnur enn 10 — 12 tíma á dag. I tilefni afmælisins hélt blm. á fund Daníels og átti við hann viðtalið sem fer hér á eftir. Daníel var fyrst spurður hvort hann væri Isfirðingur að uppruna. Ég er Inn-Djúpsmaður, fæddur og uppalinn í Mjóafirði, kominn af Reykjafjarðarfólki, Ólafi Jónssyni og Kristjáni Bjarna syni hans. Þetta fólk er ættað héðan úr Djúpinu. Ólafur afi minn var lengi kenndur við Lágadal í Nauteyrarhreppi. — Hvað geturðu sagt okkur af uppvexti þínum? Hann var eins og hjá öðrum sveitakrökkum. Maður snérist við bústörf þar til komið var á unglingsárin, þá fór ég að gutla við sjó. Síðan fluttist ég hingað út eftir 19 ára, og fór í tré- smíðanám hjá Áma heitnum Ólafssyni. Annað hefur ekki borið við á ævinni en það, að ég hef neglt og sagað síðan. Ætlaði aldrei að læra smíðar — Hvað réði því að þú fórst að læra smíðar? Haustið 1929 er pabbi minn hér á ferð og hann talaði við þá sem áttu vélsmiðjuna héma, en þeir vildu ekki taka neinn nem- anda þá. Hann var kunnugur Árna heitnum Ólafssyni kom heim til hans og þeir fara eitt- hvað að tala um þetta. Pabbi hefur nefnt það við hann hvort hann gæti ekki tekið strákinn og séð hvort ekki væri hægt að kenna honum eitthvað. Það varð að samkomulagi þeirra á milli að þetta yrði reynt. Þetta var ástæða þess að ég fór til Árna. Ég sé ekkert eftir þessu, líkar þetta reyndar vel. Tvær til fimm krónur á dag Strax sumarið eftir að ég lauk prófi fór ég inn í Skálavík ásamt öðrum pilti sem útskrifaðist um líkt leyti og ég. Þar lögðum við í að fara að byggja hús. Það var inn tvær og upp í fimm krónur á dag fyrir 11 — 12 tíma vinnu. Næstu árin vann ég fyrir ýmsa en réðist svo til Bárðar Tómas- sonar 1940. Hjá honum var ég í 4 ár eða þar til hann seldi slippinn. Þá fylgdi ég með til Marsellíusar og var hjá honum í 14 ár. Þar vann ég við hafnar- gerð, húsabyggingar, flugskýlið o.fl. Meðan ég var hjá Marsellíusi var byrjað á ísfirðingshúsinu. Marsellíus átti kost á að byggja þetta hús og hann kom til mín og spurði hvort ég vildi taka það að mér að byggja húsið. Ég var þá alls óreyndur að taka að mér svo stóra byggingu, en sagðist mundu reyna það ef hann styddi við bakið á mér. Þá fannst mér að ég væri búinn að binda mig hjá honum meðan verið væri að byggja húsið. Við Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. Aðalstræti 24, ísafirði Útboð Byggingarsamvinnufélagið Hlíf óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar sjálfseignaríbúða fyrir aldraða, Hlíf II. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Aðalstræti 24, frá og með mánudeginum 24. júní n.k. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudag- inn 28. júní n.k. kl. 11:00. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. Aðalstræti 24, ísafirði Aðalfundur deildar 7 Félag farstöðvaeigenda, deild 7, ísafirði og nágrenni, heldur aðalfund sinn í Kiwanis- húsinu á Skeiði, laugardaginn 22. júní kl. 15:00. FUND AREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál STJÓRNIN „Strax sumarið eftir að ég lauk prófi fór ég inn í Skálavík ásamt öðrum pilti sem útskrifaðist um líkt leyti og ég. Þar lögðum við í að fara að byggja hús. Það var hjá Ólafi föðurbróður mínum og þetta var fyrsta húsið sem ég byggði upp á mitt eindæmi. Þetta var árið 1934, svo það eru komin 50 ár í þetta.“ Það var nú ef til vill bara til- viljun. Ég hafði aldrei ætlað mér að læra smíði eða verða trésmiður. Hugur minn var allur á sjónum. Ég hafði mikinn áhuga á vélum og hafði hugsað mér að læra til vélfræðináms, vélsmíði eða vélstjórnar. Mig langaði til að verða stjórnandi á skipum. Þetta voru að 'sjálf- sögðu bemskudraumar, sem unglinga dreymir stundum. hjá Ólafi föðurbróður mínum og þetta var fyrsta húsið sem ég byggði upp á mitt eindæmi. Þetta var árið 1934, svo það eru komin 50 ár í þetta. Á kreppuárunum unnum við smávegis á verkstæði félagi minn, Sigurður Bjamason, og ég. Þá var oft erfitt uppdráttar, því við áttum engar vélar og vorum að vinna þetta mest í höndunum. Við unnum okkur það stóð ég, en þessi áfangi var 3 ár í byggingu. Ég hætti hjá Marsellíusi þegar þessu verki lauk, 1957 og fór þá að vinna sjálfstætt. Illa spáð fyrir mér Fyrsta árið fékk ég að vera í einni álmu ísfirðingshússins og hafa þar eins konar verkstæði. Smiðirnir sem höfðu unnið hjá mér fylgdu mér margir, einir níu

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.