Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 6
6 Ný hljómsveit á Bíldudal Bíldudal 1985. Aftur kemur vor í dal, og með þessu vori kom tónlistarblær hingað á Bíldudal, sem ég und- irritaður vona að verði lyfti- stöng fyrir staðinn á listrænan hátt. Sem sagt, það var verið að stofna hérna danshljómsveit. Eru það fimm ungir menn sem allir hafa stigið á sviðið áður,og gert tónlistinni góð skil en það eru þeir: Jón Rafn söngvari, Gísli Bjamason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari, Viðar Ástvaldsson hljómborðs- leikari, Víkingur Gunnarsson trommuleikari. Allir eru þeir menn héðan frá Bíldudal, nema söngvarinn hann kom frá Reykjavík. Jón Rafn er þekktur meðal listamanna á suðursvæð- inu það best ég veit og er hann að mínum dómi með mjög góðan talent sem söngvari og er það von mín að hann og þessir ungu menn þjóni tónlistargyðj- unni eins vel og þeim er unnt, því hér á Bíldudal hefur það mjög oft verið gert af mestu MEÐ FLUGLEIÐUM Á JÓNSMESSUNÓTT, 24. JÚKTÍ EF VEÐUR LEYFIH OG NÆG ÞÁTTTAKA FÆST Flogið verður frá ísafirði kl. 23:30 Áætlað er að fljúga í IV2 kl.st. Útsýnisflug um Vestfirði. Boðið verður upp á veitingar meðan á fluginu stendur. Verð kr. 1.550,-- Bókanir og nánari upplýsingar hjá Flugleiðum og Ferðaskrifstofu Vestfjarða. FLUGLEIÐIR Sími 3000 - 3400 DÝRFIRSKI VÖRUBÍLLINN DÚI -------------- Pöntunarseðill Undirrit pantai héi með stk. aídýifirska vönibUnum Dúa. Númer sem óskað er Æskilegii litir Nafn: Heimiii: Póststöð: Sími: Viðtakandi: Leikfangasmiðjan Alda hf. 470 Þingeyri, Dýrafirði Sími 94-8181. Nú eru gömlu, góðu trébílarnir komnir á mark- aðinn aftur! Dýrfirski vörubíllinn Dúi er stýr- anlegur, fjaðrandi og með sturtu. Hver bíll er afgreiddur með sér- númeri og er ekki framleiddur nema einn bíll með hverju ein- kennisnúmeri. Fjölbreytt litaval. Verð kr. 1.500,- + póstkostnaður. kostgæfni, og tala ég þar af eig- in reynslu. Hér á Bíldudal hefur listin alltaf átt sitt horn í veruleikan- um, því það hafa alltaf verið menn hér sem hafa hlúð að henni, og mun hún hafa til dæmis verið mjög sterk allt frá tímum Péturs Thorsteinssonar þegar hann var hér fyrir alda- mót s.l., því eins og ég tel að alþjóð viti var Muggur bæði myndlistar og tónlistarmaður og lék á píanó og kom fram í revíum á sínum tíma, sem sagt mjög fjölhæfur listamaður. Danshljómsveit þessa kalla þeir félagar Sex sex. Með þess- um orðum óska ég þessum ungu mönnum alls góðs á listabraut- inni. P.s. Rótari hljómsveitarinnar er líka heimamaður og heitir Páll Ágústsson. Jón Kr. Ólafsson söngvari, Bíldudal SIMINN OKKAR ER 4011 r vestfirska iTTABLADIII Hópferðir Hér koma upplýsingar fyrir þá sem langar á íþrótta- og æskulýðsmótið að Núpi 28. — 30. júní n.k., en vantar far. Hópferðir eru fyrirhugaðar á vegum Ásgeirs Sigurðssonar að Núpi frá ísafirði föstudaginn 28. júní kl. 15:00 og laugardaginn 29. júní kl. 10:00 og 13:00. Fargjaldið fram og til baka er 300,00 kr. Sjá nánar í auglýs- ingum síðar. Einn sigur 4. og 5. flokkur ÍBÍ á leið í keppnisferð til Sandgerðis og Reykjavíkur. ísfirskir knattspyrnumenn urðu að lúta í lægra haldi fyrir mótherjunum í leikjum ný- liðinnar helgar. Lið Breiðabliks vann strákana með þremur mörkum gegn einu, og voru þetta fyrstu mörkin sem liðið fékk á sig í deildarkeppninni á keppnistímabilinu. Stúlkurnar fengu KR í heim- sókn í fyrstu deildarkeppninni. Fornminjar... Framhald af bls. 2 eftirsjá í þessum minjum. Mér finnst eftirsjá í þeim út frá sögulegu og fornleifafræðilegu sjónarmiði, því þó að maður hafi rannsakað þetta gæti alltaf komið upp við úrvinnsluna eitthvað sem við hefðum viljað geta kannað betur. Það verður ekki hægt í þessu tilviki ef garðurinn hverfur alveg. Þetta eru með elstu þekktu minjum hérna við fjörinn og þær eru mjög merkilegar. Kirkjubóls- jöðin er landnámsjörð og þegar þessu lýkur hér verður þessi jörð ekki lengur til í orðsins fyllstu merkingu. Bæjarhóllinn er farinn. Hann hvarf án þess að vera rannsakaður. Staðurinn tengist séra Jóni Magnússyni og Stálu gestirnir sigrinum með því að skora tvö mörk á móti einu marki okkar stúlkna. Leikmenn 5. flokks urðu sömuleiðis að sætta sig við tap gegn Reyni, Sandgerði og Þrótti, Reykjavík. Það voru hins vegar kapp- arnir í 4. flokki sem héldu uppi merki ÍBÍ með sigri yfir Ár- manni í Reykjavík. Gistið r i hjarta borgarínnar Gistihúsið Barónstíg 13 Reykjavík sími 23918 hans sögu og sögu fjarðarins gegnum aldimar. Mér finnst því svolítil eftirsjá af þessu. En hlutaðeigandi aðilar hafa úrskurðað í málinu og það er ekki mitt að dæma, sagði Magnús Þorkelsson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.