Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 1
25. tbl. 11. árg. vestfirska 27. júní 1985 FRETTABLASID Farþegaþjónusta Sumaráætlun, í viku hverri: 16 ferðir til Reykjavíkur 8 ferðir til Akureyrar —Vöruþjónusta FLUGLEIÐIR Símar 3000 - 3400 - 3410 TÓKUM UPP í DAG NÝJA SENDINGU AF FATNAÐI MARCO herrabuxur POLO herrajakkar Belti - Bolir - Skyrtur o. fl. o. fl. Verslunin ísafiröi sími 3103 ísafjörður: Umferðardagur á sunnudaginn — Keppt í ýmsum þrautum Það var sól og hiti á Galtarvita þegar blm. bar að garði s.l. sunnudagskvöld og vitavarðarhjónin nutu veðurblíð- unnar. Skömmu áður höfðu þau sent veðurskeyti sem reyndist hafa að geyma hæsta hitastig á landinu þann dagínn. Nú er verið að lagfæra íbúðarhúsið á vitanum en það er komið nokkuð til ára sinna og heldur illa vatni. Stóraukið öryggi í símamálum —þegar nýtt örbylgjusamband Pósts og síma kemst í gagnið í haust Nú er að hefjast vinna við uppsetningu á búnaði tii að koma á örbylgjusímasambandi milli ísafjarðar og Reykjavíkur um Blönduós. Verður þetta samband væntanlega komið í gagnið fyrir haustið. Þar með mun fjölga mjög línum út úr 94- svæðinu, sem þýðir stóraukið öryggi í símasambandi við aðra landshluta og reyndar umheim- inn allan, þar sem hið nýja ör- bylgjusamband mun verða al- gjörlega óháð sambandinu gamla. Ef annað kerfið bilar í framtíðinni verður hægt að not- ast við hitt. Uppsetning þessa búnaðar er stærsta framkvæmd- in á vegum Pósts og síma í Vestfjarðaumdæminu á þessu ári. Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á frágang sjálfvirks símakerfis í Inn — Djúpinu, en fyrstu símarnir voru tengdir við það skömmu eftir áramótin. Hins vegar kom fram galli í kerfinu og hefur hann m.a. leitt til þess að símar hafa dottið út. Þetta stendur nú til bóta því nýliðinn mánudag komu vestur sérfræðingar frá hinum belgísku framleiðendum kerfisins og er vonast til að þeir komi því fljótlega í lag. Þess má geta að samskonar kerfi hefur verið sett upp í Þingvallasveit og gefist vel. Alls eru það um 50 símnot- endur í þremur hreppum, Reykjafjarðar- Ögur- og Naut- eyrarhreppi, sem verða tengdir við umrætt kerfi. Snæfjalla- hreppur verður tengdur beint við sendi í Bæjum. Vegna hinna tæknilegu örðugleika hefur sveitasíminn ekki verið af- tengdur enn og bjóst Erling Sörensen, umdæmisstjóri, jafn- vel við að hann yrði látinn Félag vestfirskra skreiðar- framleiðenda, Févesk, var upp- haflega stofnað til að annast út- flutning á skreið. Það hlýtur því að vera tímanna tákn að nafni félagsins skuli hafa verið breytt á nýliðnum félagsfundi. Heitir það nú ísfang, en fang merkir afli. Að sögn Guðmundar Páls Einarssonar, stjórnarformanns, eru ástæður nafnbreytingarinn- ar aðallega tvær. I fyrsta lagi er lítið sem ekkert flutt út af skreið nú til dags, og í annan stað var gamla nafnið óþjált fyrir út- lendinga. Þess má geta að höf- undur nýja nafnsins er Högni Torfason. ísfang stundar nú alhliða út- flutning á sjávarafurðum. standa næsta vetur, þar sem fullreyna þyrfti sjálfvirka kerfið áður en hann væri aftengdur. Þegar búið verður að ganga frá kerfinu í Djúpinu verður allt umdæmið orðið sjálfvirkt utan tveir bæir í Arnarfirði, Lokin- hamrar og Hrafnabjörg. Raf- magnsleysi stendur þar í vegi fyrir sjálfvirkum síma. Nafnbreyting: Undanfamar vikur hefur fersk- ur fiskur verið fluttur út í stór- um stíl á vegum fyrirtækisins, enda aflabrögð góð og verð gott. Þessi starfsemi er tiltölu- lega ný af nálinni, hófst ekki fyrr en í nóvember í fyrra og var töluvert flutt út fram í endaðan janúar. Síðan varð nokkurra mánaða hlé. En í maí hófst út- flutningur á ný og voru í þeim mánuði fluttir út 36 gámar, samkvæmt upplýsingum Gísla Jóns Hjaltasonar, starfsmanns ísfangs. Það sem af er júní hafa verið fluttir út 105 gámar, þar af 41 í síðustu viku og mun það vera met. í hverjum gámi eru um 12 tonn. Langmestur hluti fiskjarins Bindindisfélag ökumanna gengst fyrir svokölluðum um- ferðardegi á ísafirði n.k. sunnu- dag. Hefst dagskráin kl. 13:00 í þeim hluta Hafnarstrætis sem afmarkast af Túngötu og Sól- götu. Keppt verður í ýmsum þrautum sem gaman ætti að verða að fylgjast með. Meðal keppnisgreina er öku- leikni, og er búist við að Is- landsmeistarinn frá í fyrra, Einar Halldórsson, taki þátt. Þá verður vélhjóla- og reiðhjóla- keppni og er síðarnefnda keppnin nýnæmi á þessum degi. Fá þrír fyrstu verðlaun en að auki fá allir keppendur happdrættismiða og verður dregið um DBS reiðhjól 1. september. Eins og í fyrra verð- ur efnt til þríhjólakeppni fyrir þá sem eru á aldrinum 3 — 5 ára. Ennfremur eru uppi hug- myndir um að efna til hjóla- skautakeppni og keppni í akstri lyftara. Þess má geta að vist- mönnum í Bræðratungu er sér- staklega boðin þátttaka. Reynir Ingason, umsjónar- maður umferðardagsins, sagði tilgang hans vera að þjálfa fólk í meðferð tiltekinna ökutækja og vekja það til umhugsunar um stöðu þeirra í umferðinni. Reynir sagði umferðarmenn- hefur verið seldur til Grimsby og Hull en einnig til Belgíu, Frakklands og Þýskalands. Is- fang mun vera frumherji í sölu fersks fisks frá íslandi á Frakk- landsmarkaðnum. Flestir togarar á Vestfjörðum hafa selt fisk í gegnum ísfang. Landa þeir þá oftast í gáma á Isafirði, en þeir eru síðan fluttir á markað með fossum Eim- skips. I vetur fóru gámarnir í gegnum Reykjavík, en undan- farið hefur ekki verið talið ráð- legt að flytja þá öðruvísi en beint á markað sökum sumar- hitans og þar af leiðandi minna geymsluþols. ingu á ísafirði að sumu leyti vera fyrir neðan allar hellur og tók sem dæmi hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur. Máli sínu til stuðnings sýndi hann blm. myndir sem teknar voru á götum ísafjarðar og var þar ekki um að villast. Á hverju ári efnir BFÖ til reiðhjólakeppni meðal skóla- barna. Eru þá lagðar skriflegar og verklegar þrautir fyrir börn- in. Úrslit í keppninni í vor urðu sem hér segir: 1. bekkur 1. Halldóra Ó. Brynjólfsd. 2. Ingvar Sveinsson 2. bekkur 1. Smári Karlsson 3. bekkur 1. Magnús Kristjánsson 2. Unnar Þór Reynisson 4. bekkur 1. Hagbarður Valsson 2. -3. Guðm. Sveinbjörnsson Unnar Jóhannesson 5. bekkur 1. Helgi St. Kjartansson Framhald á bls. 7 Stjórnsýslu- húsið: Tilboði ís- verks tekið Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við verk- takafyrirtækið ísverk um uppsteypu á Stjórnsýsluhúsi ísfirðinga. Tilboð ísverks var lægst allra tilboða sem bárust og hljóðaði upp á 23.498.154 eða 88% af kostnaðaráætlun. Að sögn Haraldar L. Haraldssonar, bæjarstjóra, verður leitað samninga við fyrirtækið um að það kaupi steypu af Steypu- stöðinni. Mundi það vænt- anlega þýða einhverja hækk- un á tilboðinu, en þar sem töluverður munur var á til- boði ísverks og því sem næst kom, er gert ráð fyrir að til- boð fsverks verði eftir sem áður lægst. Verkinu á að vera lokið fyrir 1. ágúst 1986. Það má því búast við miklum fram- kvæmdahljóðum í miðbæ ísafjarðar á næstunni. Févesk verður ísfang — Metvika í ferskfiskútflutningi

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.