Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 3
ts vestlirska TTABLASID Fundur um framtíðaruppbyggingu iðnaðar: Vestf irðingar flytji út þekkingu í sjávarútvegi er eitt af því sem til greina kemur S.l. laugardag var haldinn fundur á Hótel ísafirði á vegum Iðntæknistofnunar Islands. Var þetta síðasti fundurinn í röð kynningarfunda sem fulltrúar stofnunarinnar boðuðu til víðs- vegar um Vestfirði. Auk þessara funda heimsóttu þeir iðnfyrir- tæki, ræddu við eigendur þeirra og starfsfólk, áttu fundi með at- vinnumálanefndum o.fl. Var þessi yfirreið hugsuð til að efla gagnkvæm kynni og tengsl Á fundinum foru flutt er- indi um hlutverk og starfsemi Iðntæknistofnunar og nýsköp- un í iðnaði. I erindi Ingjalds Hannibalssonar um framtíðar- möguleika í iðnaði kom fram, ef við ætluðum að bæta lífs- kjörin á íslandi yrði það ekki gert með því að fjölga starfs- fólki í framleiðslugreinunum, eins og ýmsir héldu fram, held- ur með því að tryggja að þeir sem við framleiðsluna starfa vinni að réttum viðfangsefnum og skapi nægjanleg verðmæti. Það yrði einungis gert með því að auka sjálfvirkni og tækni við framleiðslustörfin. Ingjaldur ræddi um útflutn- ing okkar Islendinga og sagði að í dag flyttum við út hráefni að langmestu leyti. I mjög fáum tilvikum fylgdum við vörunni alla leið til væntanlegra kaup- enda. Við þyrftum aftur á móti að vinna að því á næstu árum að minnka hráefnisútflutninginn en auka útflutning á fullunnum vörum. Hagnaðurinn væri mestur á síðasta stiginu, þ.e. þegar varan væri seld til neyt- andans. Til þess að skapa ný atvinnu- Frá fundinum á laugardaginn. tækifæn yrðum við hins vegar að líta til nýrra átta ef við ætl- uðum ekki að dragast verulega aftur úr, og í því sambandi væru upplýsingaiðnaðurinn og líf- efnaiðnaðurinn hvað áhuga- verðastir. Hagnýting upplýs- ingatækninnar í sjávarútvegi mundi aukast mjög mikið á næstu áratugum. Við værum komnir nokkuð langt í þeirri þróun hér á landi og ættum eftir að ná lengra. Það kæmi að því, að fiskvinnslan yrði að miklu leyti sjálfvirk. Á undanförnum árum hefðu borist fyrirspurnir um það frá öðrum löndum hvort Islendingar væru reiðu- búnir til að veita aðstoð á sviði sjávarútvegs. „Við eigum að reyna að verða sérfræðingar heimsins í hagnýtingu upplýs- ingatækninnar í sjávarútvegi. Við eigum markvisst að stefna að því að þróa sjálfvirka fisk- vinnslu framtíðarinnar. Það yrði til þess að gera okkar fisk- vinnslu hagkvæmari en hún er í dag og einnig til þess að koma nýjum stoðum undir aðrar greinar, málmiðnað, rafeinda- iðnað o.fl., sem myndu fram- leiða þessi tæki fyrir heima- markað og til útflutnings þegar lengra liði. Upplýsingaiðnað- urinn gæti orðið fjölmennasta atvinnugreinin innan fárra ára- tuga ef þróunin hér yrði svipuð því sem hún virðist ætla að ver- ða erlendis.“ Um hlutdeild Vestfirðinga í framtíðaruppbyggingu iðnað- arins sagði Ingjaldur að hún hlyti að tengjast sjávarútveg- inum. Hér um alla Vestfirði væru málmiðnaðarfyrirtæki sem hefðu fyrst og fremst þjón- ustað sjávarútveginn, en þau gætu vel gert svipaða hluti í málmiðnaði og Póllinn h/f væri að gera í rafeindaiðnaði, þ.e. að þróa tæki og búnað fyrir sjáv- arútveginn með útflutning sem framtíðarmarkmið. Fullvinnsla sjávarafurða væri annað sem Vestfirðingar ættu að geta snúið sér að, þá ekki síður fyrir heimamarkað en til útflutnings. Útflutning á þekkingu í sjávar- útvegi mætti nefna sem þriðja möguleika, eins og vikið var að hér að framan. Þá mætti vel efla hér ferðamannaiðnað. Ingjald- ur taldi að breyta þyrfti Menntaskólanum í fjölbrauta- skóla og leggja áherslu á svið sem tengdust Vestfjörðum, s.s. rafeindatækni, fínmekaník og málmsmíði Með slíkri skipu- lagsbreytingu væri ennfremur hægt að bæta menntun iðnað- armanna hvað varðar stærð- fræði og tungumál, sem væri mjög mikilvægt fyrir iðnaðar- menn framtíðarinnar. Þá taldi hann að sveitarfélög á Vest- fjörðum þyrftu að geta boðið upp á leiguíbúðir, sem leigðar yrðu til skamms tíma og enn- fremur iðngarða til að liðka fyrir uppbyggingu iðnaðarins. Loks kvaðst hann vonast til þess að takast mætti að ráða iðnráð- gjafa til Vestfjarða, en Vestfirð- ir eru eina svæðið sem enn hef- ur ekki fengið iðnráðgjafa til starfa. 45 hesta ferð Á morgun leggur um tylft ís- firskra og bolvískra hesta- manna upp í 10 daga reiðtúr. Hestarnir, sem verða um 45 að tölu, verða fluttir með bát inn í Bæi og þar setjast knaparnir á þá. Verður síðan riðið yfir Snæfjallaheiði til Grunnavíkur, þaðan í Furufjörð og Reykja- fjörð. Síðan verður farið að Dröngum, þaðan í Ófeigsfjörð og Norðurfjörð. Úr Norðurfirði verður farið í Streingrímsfjörð og yfir Steingrímsfjarðarheiði í Mjóafjörð. Síðan verður Glámuheiði riðin í fyrsta skipti síðan 1892, en hana riðu menn forðum á leið til þings í Dýra- firði. Hinir ísfirsku og bolvísku ferðalangar munu ekki sækja þing í Dýrafirði, heldur hesta- mannamót sem haldið verður á Söndum. Fararstjóri í þessari athyglis- verðu ferð verður Gísli FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Seljalandsvegur 12, (Þórsham- ar), 2x65 ferm. einbýlishús. Laust eftir samkomulagi. Fjarðarstræti 59, 3 herb. íbúð á 1. hæð. Krókur 1, lítið einbýlishús úr timbri. Laust fljótlega. Sundstræti 27, 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Engjavegur 30, einbýlishús. Laust eftir samkomulagi. Sundstræti 25, 3 herb. íbúð á 1. hæð. Strandgata 5, 3 — 4 herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Urðarvegur 80, 2 herb. íbúð á 1. hæð, tilbúin undir tréverk og málningu 1. sept. n.k. Aðalstræti 20. 3ja og 4ra herb. íbúð á 2. hæð og 3ja herb. íbúð á 4. hæð. Stórholt, 3 og 4 herb. íbúðir. Hlíðarvegur 35, 3 herb. íbúð á 1. hæð. Túngata 13, 2 herb. íbúð í kjall- ara í þríbýlishúsi. Mjallargata 8, einbýlishús ásamt bílskúr, getur verið laus strax. Pólgata 5, 4 herb. íbúð á 1. hæð í þríbýlishúsi ásamt ibúðarher- bergi í kjallara og bílskúr. Pólgata 5,3 herb. íbúð á efri hæð í þríbýlishúsi ásamt risi og kjall- ara. Laus fljótlega. Silfurgata 11,4 herb. íbúð á 2. hæð. Lyngholt 11, rúmlega fokhelt ein- býlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Stekkjargata 4, lítið einbýlishús. Strandgata 5a, lítið einbýlishús. Laust. Selst ódýrt á góðum kjörum. BOL.UNGARVÍK: Holtabrún 2, 2x130 ferm. ófull- gert einbýlishús. Laust fljótlega. Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. hæð. Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á tveimur hæðum í parhúsi. Hlíðarstræti 20, nýlegt einbýlis- hús. Miðstræti 6, eldra einbýlishús í góðu standi. Grunnflötur 70 ferm. Laust fljótlega. Hóll II, einbýlishús ásamt stórri lóð. Holtabrún 2, 130 ferm. ófullgert einbýlishús. Skipti möguleg á eldra húsnæði í Bolungarvík. SÚÐAVÍK: Njarðarbraut 8, einbýlishús úr timbri, kjallari hæð og ris. ARNAR GEIR HINRIKSSON.hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 .......J Hjartarson, sem leitt hefur margan hópinn um Vestfirði. Við óskum ferðalöngunum góðrar ferðar. VESTFIRÐINGAR — FERÐAFÓLK ! HÖFUM OPNAÐ GISTIAÐSTÖÐU FYRIR FERÐAFÓLK AÐ ÁRMÚLA VIÐ KALDALÓN o Svefnpokagisting í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum o Eldunaraðstaða, fullbúin áhöldum o ESSO olíur og bensín Komið og skoðið norðanvert ísafjarðardjúp og gistið á skemmtilegum stað Sími 94-4801

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.