Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 7
vesttirska [ FRETTABLAÐID Á starfsvellinum við nýja sjúkrahúsið höfðu krakkarnir byggt þetta myndar- lega hverfi... Kofahverfið rústað ...en þrír óprúttnir eyddu sautjándanum ■ að rífa það niður. Þarna eru krakk arnir í vinnuskólanum að hreinsa til. Þökkum af alhug öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinsemd við fráfall og útför Herthu Schenk-Leósson ísafirði Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði fyrir áralanga alúð, umhyggju og hlýju í garð hinnar látnu. Hans W. Haraldsson, Þóra Gestsdóttir Haraldur Hansson, Katrín Jónsdóttir Heiðdís N. Hansdóttir, Vilberg Viggósson Heimir G. Hansson og barnabarnabörn. Hárgreiðslustofan Kristý tilkynnir Þar sem Kristín Júlíusdótt- ir hárgreiðslumeistari er að hætta rekstri hárgreiðslu- stofunnar 13. júlín.k., verð- ur stofan lokuð frá og með þeim degi. 2. ágúst opnar hár- greiðslustofan aftur undir stjórn Önnu Rósu Bjarna- dóttur, hárgreiðslu- meistara. 7 98 brottfluttir Súðvíkingar í heimsókn Nýliðna þjóðhátfðarhelgi bar það til tíðinda í Súðavík að þangað komu 98 brottfluttir Súðvíkingar í heimsókn. Eyddu þeir helginni í átthögunum við eitt og annað, heilsuðu upp á gamla vini og kunningja og rifjuðu upp gamlar minningar eins og gengur. Gistingu fékk fólkið ýmist í heimahúsum eða i barnaskólanum. Félagasamtök í Súðavík sameinuðust um að undirbúa komu gestanna. Þá bar að garði föstudaginn 14. júní með tveimur rútum og var þeim þá um kvöldið boðið til kvöld- verðar af hreppsnefndinni. Á laugardeginum buðu félögin til hádegisverðar, en síðan var fólki boðið í kaffiveislu í Bol- ungarvík. Þegar komi3 var til baka var efnt til kvöldvöku í félagsheimilinu og stiginn dans á eftir. A sunnudeginum var messað í Súðavíkurkirkju kl. 11:00 og eftir matinn kom Fagranesið við á leið sinni með aldraða inn í Æðey í boði Kiwanismanna. Um 50 manns þekktust boðið og vakti ferðin mikla lukku að sögn. Gestirnir yfirgáfu svo plássið að morgni 17. júní og héldu til sinna nýju heimahaga. Á meðan gestirnir stöldruðu við var höfð uppi sýning á gömlum ljósmyndum frá Súða- vík og vakti hún mikla athygli. Almennt mun heimsókn gestanna 98 hafa orkað vel á Súðvíkinga, enda lifnaði heldur betur yfir bæjarlífinu á meðan á henni stóð. Gistíð r i hjarta borgarinnar Gistihúsið Barónstíg 13 Reykjavík sími 23918 Dansleikur í Góðtemplarahúsinu, laugardagskvöld 29. júní kl. 23:00 — 3:00 BORÐAPANTANIR FRÁ KL. 22:30 Komið og skemmtið ykkur í Gúttó! ÁSGEIR OG FÉLAGAR Umferðardagur... Framhald af bls. 1 2. Sigurður Jónsson 3. Steinar Franksson 6.bekkur 1. Sigurjón M. Birgisson 2. Jónas Pétursson 3. Trausti Hrafnsson. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í keppni umferðardagsins geta haft samband við Reyni í símum 3155 og 3016. Tek að mér hópferðir eins og undanfarín sumur. Hef einnig bíl, búinn öllum þægindum, ásamt vídeói ÁSGEIR SIGURÐSSON SÍMAR 3666, 4413, 3126. W UPPSALIR ýV Fimmtudagskvöld: Opið frá kl. 21:00 —1:00 Föstudagskvöld: Qpið frá kl. 23:00 — 3:00 — Diskotek — Aldurstakmark 16 ár Laugardagskvöld: Qpið frá kl. 23:00 — 3:00 — Kan skemmtir — Músik fyrir alla Sunnudagskvöld: Opiðfrákl. 21:00 — 23:30 m MATSEÐILL LAUGARDAGSKVÖLD I FORRÉTTIR: yý Hörpuskel í hvítvínssósu m/rístuðu brauði yý Rjómalöguð sjávarréttasúpa m/karrýrjóma AÐALRÉTTIR: Fyllt önd m/appelsínusósu, gljáðum gulrótum, ristaðri peru, sykurbrúnuðum kartöflum og Waldorfsalati EFTIRRÉTTUR: ís m/rjóma og heitrí súkkulaðisósu Borðapantanir fyrir matargesti í síma 3985 og 3803 Húsið opnað kl. 19:00 NYTT ! SÉRRÉTTA- MATSEÐILL í hádeginu og á kvöldin alla daga, nema á laugardags- kvöldin, þá er SEÐILL KVÖLDSINS ☆ CDADT. KLÆÐNAÐUH MUNIÐ NAFN- SKÍRTEININ UPP SALIR ÍSAFIRÐI, SÍMI 3985

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.