Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 2
vestlirska ~1 FRETTABLASID Vestfirska fréttablaöið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka aö Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00og 13:00 17:00. Síminn er4011. Ritstjóri: ÓlafurGuðmundsson. Blaðamaður: Rúnar Helgi Vignisson. Fjármálogdreifing:Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, l'safirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan fsrún hf. Isafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Ritstjórnargrein Gagnslítill fundur Fyrir nokkru komu hingað til Isafjarðar fjórir menn frá Iðntæknistofnun íslands. Höfðu þeir boðað til fundar á Hótel ísafirði um starfsemi Iðntæknistofnunar, iðnþróun komandi ára með hliðsjón af þróun erlendis og möguleikum ís- lendinga og iðnaðarkosti í hátæknigreinum. Var margt af því sem þeir sögðu mjög athyglisvert og stundum skemmtilegt á að hlýða, en I heild var ekki nógu vel að þessum fundi staðið. Eftir inngangsorð fundarstjóra, Gunnars Scheving Thorsteinssonar, sem er stjórnar- formaður Iðntæknistofnunar, tók forstjóri stofn- unarinnar, Ingjaldur Hannibalsson, til máls og rakti sögu fyrirrennara Iðntæknistofnunar Is- lands. Að máli hans loknu flutti einn af deildar- stjórum stofnunarinnar, Sturla R. Guðmundsson, mjög ítarlegt erindi um þá þjónustu, sem Iðn- tæknistofnun veitir starfandi fyrirtækjum í iðn- aði. Rakti hann lið fyrir lið hvernig hver einstök deild starfar, greindi frá starfsmannafjölda þeirra, nefndi mörg dæmi um einstök verkefni sem hafa verið unnin og verið er að vinna að o.fl. o.n. Allt það sem Ingjaldur og Sturla sögðu var þess eðlis, að því hefði mátt dreifa til fundarmanna á fjölrituðum blöðum og menn síðan kynnt sér innihaldið þegar heim væri komið. Hér var ein- ungis um upptalningu að ræða, sem algjör óþarfi var að eyða tíma í að rekja, því ólíklegt er að menn hafi verið mættir þarna til að ræða um starf og skipulag einstakra deilda innan Iðntæknistofn- unar tslands. Næst flutti Ingjaldur erindi um iðnþróun kom- andi ára með hliðsjón af þróun erlendis og mögideikum íslendinga. Erindið var um margt áhugavert, en sama marki brennt og erindi Sturlu, allt of ítarlegt og langt. Ingjaldur ræddi um ástandið á ýmsum sviðum hér á landi í dag og notaðist mikið við tölulegar upplýsingar. Var þessum tölum varpað á vegg ýmist í töflum eða dálkum og síðan var reynt að spá um þróunina hérlendis með samanburði við samskonar tölur frá öðrum löndum. Þegar þessum hugleiðingum var lokið, var hægt að einangra ákveðin svið, sem möguleiki virtist vera fyrir okkur Islendinga að hasla okkur völl á í framtíðinni. Erindinu lauk svo með spjalli um þá möguleika sem helst gætu komið til greina hér á Vestfjörðum. Umfjöllun af þessu tagi fer meira og minna fyrir ofan garð og neðan hjá fólki. Það hefði verið nóg að draga saman niðurstöður þessara athug- ana, en að sleppa því að gera svo ítarlega grein fyrir öllum forsendunum. Ef menn telja nauð- synlegt að leggja fram forsendur til að sýna fram á líkindi niðurstaðna sinna, má gera það með sama hætti og nefnt er hér að framan, þ.e. með því að fjölfalda þær og dreifa til fundarmanna. Að lokum flutti Hörður Jónsson, deildarstjóri, erindi um efnaiðnað, lífefnaiðnað, stóriðju o.fl. Var erindi hans mjög fróðlegt og skemmtilegt. Það var hins vegar of langt og stundum hafði maður á tilfinningunni að það sem rætt var um væri all fjarri raunveruleikanum. Það er hins vegar svo, að oft er skammt í það sem virðist draumsýn í dag. Fyrir blaðamann var þessi fundur einkar fróð- legur. Þegar aftur kom að því að gera honum skil sem frétt, vandaðist málið. Þessi fundur var jú haldinn á Vestfjörðum, fyrir Vestfirðinga, en hvað snerti hann Vestfirðinga? Ingjaldur kom stuttlega inn á framtíðar- möguleika í iðnaði hér á Vestfjörðum í sínu er- indi, eins og að framan er getið. Þeim þætti hefði verið eðlilegast að gera ítarlegust skil. Gera má ráð fyrir því, að almennt hafi menn verið komnir til að hlusta á slíkt og taka þátt í umræðum þar um. Eftir að hafa setið undir erindaflutningi í þrjá tíma óslitið voru fundarmenn orðnir lúnir og átt- uðu sig ekki strax á því að röðin væri komin að þeim. Það er ekki mjög líklegt að þessir ágætu menn frá Iðntæknistofnun heimsæki Vestfirði aftur al- veg á næstunni. Vonandi eiga þeir þó eftir að koma aftur og ættu þeir þá að skipuleggja fundina betur. Með því móti gæti sérfræðiþekking þeirra orðið okkur notadrýgri og komist betur til skila, þann stutta tíma, sem þeir gera hér stans. Ól. G. Vegna ísafjarðarhátíðar Verður verslunin Irpa opin föstudag 9:00 — 12:00 og 13:00 — 19:00 og laugardaginn frá kl. 14:00 — 18:00. Verslunin Irpa Hrannargötu 2 — Sími 4168 r Smáauglýsingar ÍBÚÐ ÓSKAST 3ja herbergja íbúð eða stærri óskast á leigu . Upplýsingar í síma 3634 og 3702 TIL SÖLU Toyota Hilux, árg. 1981. Yfir- byggður, með sóllúgu, útvarpi og segulbandi. Skipti á ódýrari koma til greina. Upplýsingar i síma 3448. TILSÖLU Er bifreiðin 1900, Volvo 244 GL, árg. 1979, ekinn 67 þús. km. Upplýsingar í síma 3840. TIL SÖLU Hringsófasett sem býður uppá marga möguleika og rúm sem er ein og hálf breidd. Upplýsingar í síma 4271. GÍTARKENNSLA Kenni á gítar. Rúnar Þórisson, sími 3325. 007^kur a RENAULT11 Við sýnum hann á torginu á morgun og á laugardaginn Þar sýnum við einnig RENAULT TRAFFIC nýja fjórhjóladrifsbflinn og fleiri góða frá Renault SJÁUMST Á ÍSAFJARÐARHÁTÍÐ Vélsmiðjan Þór hf. Sími 3711 L J

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.