Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 3
vestfirska FRETTABLAÐIS Slegið á þráðinn Hvers vegna í ósköpunum er staða fiskvinnslunnar á Vest- fjörðum svona slæm Einar? Þær fréttir bárust út um land- ið á mánudaginn að afkoma frystihúsa á Vestfjörðum hefði verið 3 — 4% lakari en lands- meðaltal 1984. Af því tilefni slógum við á þráðinn til Einars K. Guðfinnssonar í Bolungar- vík, en hann átti enmitt þátt í að semja svarta skýrslu um stöðu fiskvinnslunnar á Vestfjörðum nú nýverið. Rétt er að geta þess að Einar hafði ekki haft aðstöðu til að kynna sér forsendur Þjóðhags- stofnunar þegar viðtalið var tekið. Einar var spurður hvort ekki hefði verið rökréttara að af- koma vestfiskra frystihúsa hefði verið fyrir ofan meðallag þegar tekið væri mið af hinum full- komnu frystihúsum Vestfirð- inga og sérlega aflasælum skut- togurum. „Um það má alltaf deila, en tilgreina má ýmsar ástæður fyr- ir þessari löku afkomu. Ég held til dæmis að það hafi ekki haft minnst að segja að í kvótanum og þeirri aflaskerðingu sem honum fylgdi fólst í raun fyrst og fremst skerðing á þorskin- um, sem við höfum verið lang- samlega stærstir í, þannig að skellurinn varð langþyngstur fyr- ir okkur. Þetta gerir það að ver- kum að umsetning húsanna minnkar að sama skapi og það hefur mikið að segja um af- komuna. Og jafnvel þó menn haldi uppi sömu framlegð og áður eru heildartekjumar minni og afkoman þar af leiðandi verri.” — Eigum við Vestfirðingar við einhver staðbundin vanda- mál að glíma? „Já, það er t.d. smærri fiskur. Það er mun meiri kostnaður við hvert kíló af smáfiski í vinnsl- Einar K. Guðfinnsson. unni en af stærri fiski.” — En veiða ekki allir togarar meira og minna á sömu miðum og við? „Jú, en þeir halda sig fjar- lægðarinnar vegna minna hér og svo hafa sumir landshlutar meira af bátafiski og þar af leiðandi stærri fisk. Annað sem vegur þyngra hjá okkur er orm- urinn. Hér er meiri ormur en a.m.k. á ákveðnum svæðum annars staðar.” — Hvað um mannekluna sem alltaf er verið að tala um? „Hún veldur okkur miklum vandræðum og vegna hennar höfum við ekki alltaf getað unnið fiskinn á þann hátt sem við hefðum kosið.” — Er lélegri stjómun fisk- veiða ekki um að kenna? „Nei, það held ég að sé al- rangt. Við stjórnuðum fiskveið- um eins vel og hægt var á síð- asta ári, m.a. á þann hátt að stoppa skipin í marga daga í fyrrasumar. Hins vegar er þetta ekki alltaf þægilegt og þarna rekast saman hagsmunir út- gerðar og fiskvinnslu. Yfir sumartímann er ódýrast að ná í |»«i 11111111 íiii iiiiiiif iíi iii I iii iii Þótt við séum ekki við Silfur- torg, þá erum við ekkí ýkja fjarri og við bjóðum bæjarbúa og aðra gesti Isafjarðarhátíðar vel- komna í verslun okkar. Yið verðum með opið til kl. 19:00 föstudag. fiskinn, það eru minnst veiðar- færaslit, minnsti olíukostnaður og á allan hátt miklu þægilegra að sækja hann heldur en yfir vetrarmánuðina. Á sumrin vantar aftur á móti fólk í húsin, þannig að andstæðurnar eru kannski skarpari hér á Vest- fjörðum en víða annars staðar, þar sem við byggjum meira á togarafiski en margir aðrir landshlutar. f öðru lagi erum við svo nærri fengsælustu mið- unum einmitt yfir sumartím- ann. Þorskaflahrota er langmest á Vestfjarðamiðum á þessum tíma.” — Hvað leggurðu til að gert verði til að laga stöðuna hér? „Mér finnst það mjög stórt atriði að gera fiskverðsákvörð- unina sjálfa sveigjanlega. Ég er þeirrar skoðunar að gerð hafi verið mjög afdrifarik mistök núna við fiskverðsákvörðunina að taka hana ekki til endur- skoðunar. Og ástæðan fyrir því að við beinum þessu til stjórn- valda nú er að þau bera í raun ábyrgð á því fiskverði sem á- kveðið var síðast, þar sem það var gert með fulltingi odda- manns sem er fulltrúi ríkis- stjórnarinnar í verðlagsráði. Eitt af því mikilvægasta sem blasir við í sjávarútvegi núna er að færa framleiðenduma nær mörkuðunum og gera þá næm- ari fyrir því sem er að gerast á þeim. Einn lykillinn að vel- gengni verksmiðjuskipanna er að mínu mati sá að þeir sem eiga að vinna aflann eiga bein- línis afkomu sína undir því að vel takist til og ég held að við þurfum með einhverju móti að láta þetta gerast í öðrum grein- um sjávarútvegsins. Þess vegna þarf fiskverðsákvörðunin að vera miklu sveigjanlegri en hún hefur verið.” — Heldurðu að sama verði upp á teningnum í ár hvað varð- ar afkomu frystihúsanna á Vestfjörðum? „Það ræðst fyrst og fremst af þeim skilyrðum sem stjórnvöld munu skapa atvinnugreininni. Sem stendur og þannig hefur það verið lengi, er efnahags- stefnan vinsamleg þjónustu og innflutningsstarfsemi, en fjand- samleg framleiðslu og útflutn- ingsgreinum. Á meðan það ekki breytist, er engin von um betri tíð. — Á hitt vil ég leggja á- herslu, að sjávarútvegurinn á við almennan rekstrarvanda að stríða. Það gildir jafnt um sjáv- arútveginn á Vestfjörðum sem og annars staðar. Þessi vandi er alls staðar fyrir hendi.” ■ ■ Okukennsla Tek að mér ökukennslu til undirbúnings almenns bifreiðastjóraprófs. Kenni á Volvo 244. Vek athygli á að unglingar geta hafið öku- nám þremur mánuðum áður en 17 ára aldri er náð. Upplýsingar 1 síma 7316. Gunnar Hallsson, ökukennari Bolungarvík FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Aðalstræti 20, 3ja og 4ra herb. íbúðir á 2. hæð og 2ja herb. ibúð á 4 hæð. Afhendast tilbúnar undir tréverk og málningu. Seljalandsvegur 12, (Þórsham- ar), 2x65 ferm. einbýlishús. Laust eftir samkomulagi. Fjarðarstræti 59, 3 herb. íbúð á 1. hæð. Krókur 1, lítið einbýlishús úr timbri. Laust fljótlega. Sundstræti 27, 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Engjavegur 30, einbýlishús. Laust eftir samkomulagi. Sundstræti 25, 3 herb. ibúð á 1. hæð. Strandgata 5, 3 — 4 herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Urðarvegur 80, 2 herb. íbúð á 1. hæð, tilbúin undir tréverk og málningu 1. sept. n.k. Aðalstræti 20. 3ja og 4ra herb. íbúð á 2. hæð og 3ja herb. íbúð á 4. hæð. . Stórholt, 3 og 4 herb. íbúðir. Hlíðarvegur 35, 3 herb. ibúð á 1. hæð. Túngata 13, 2 herb. ibúð í kjall- ara í þríbýlishúsi. Mjallargata 8, einbýlishús ásamt bílskúr, getur verið laus strax. Pólgata 5, 4 herb. íbúð á 1. hæð í þríbýlishúsi ásamt íbúðarher- bergi í kjallara og bílskúr. Pólgata 5,3 herb. íbúð á efri hæð í þríbýlishúsi ásamt risi og kjall- ara. Laus fljótlega. Lyngholt 11, rúmlega fokhelt ein- býlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Stekkjargata 4, lítið einbýlishús. BOLUNGARVÍK: Holtabrún 2, 2x130 ferm. ófull- gert einbýlishús. Laust fljótlega. Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. hæð. Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á tveimur hæðum í parhúsi. Hlíðarstræti 20, nýlegt einbýlis- hús. Miðstræti 6, eldra einbýlishús í góðu standi. Grunnflötur 70 ferm. Laust fljótlega. Hóll II, einbýlishús ásamt stórri lóð. Holtabrún 2, 130 ferm. ófullgert einbýlishús. Skipti möguleg á eldra húsnæði í Bolungarvík. SÚÐAVÍK: Njarðarbraut 8, einbýlishús úr timbri, kjallari hæð og ris. ARNAR GEIR HINRIKSS0N,hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 UTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA hljómplötu útsala Hjá okkur dagana 5. til 12. júlí. Allar íslenskar plötur á 100,00 kr. Verð frá kr. 50,00. NYTT — GAMALT — GOTT VIÐ MINNUM Á útvarps- og sjónvarpsverkstæðið Tökum til viðgerðar og hreinsunar allar gerðir af videótækjum - t (jafnt BETA sem VHS) sjónvörpum og hljómflutningstækjum I Sería s.f. Við Silfurtorg ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.