Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 4
vestlirska FRETTABLADID Isafjarðarkaupstaður Lausar stöður Heimilisþjónusta. Starfsmaður óskast til afleysinga í heimilisþjónustu sem fyrst. Hlutastarf. Dagmömmur. Dagmamma óskast allan daginn fyrir átta mánaða gamlan dreng. Leikskóli við Hlíðarveg. Aðstoðarmenn vantar eftir hádegi. Einnig eru lausar stöður fóstra og þroskaþjálfa. Upplýsingar um ofangreind störf veitir fé- lagsmálastjóri í síma 3722. Staða afgreiðslugjaldkera er laus til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 6. júlí n.k. Staða forstöðumanns tæknideildar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k. Staða fjármálafulltrúa er laus til umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí n.k. Upplýsingar um ofangreind störf veitir undirritaður í síma 3722 eða á bæjarskrif- stofunum. Bæjarstjórínn BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU Lausar stöður Við embættið eru lausar til umsóknar eftir- taldar stöður: 1. Hálf staða skrifstofumanns við afgreið- slu, vélritun o.fl. Laus strax. 2. Staða innheimtumanns. Laus 1. sepem- ber 1985. 3. Staða féhirðis. Laus 1. október 1985. Laun eru samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkissins. Umsóknum skal skilað til skrifstofu minnar eigi síðar en 1. ágúst 1985. 1. júlí 1985. Bæjarfógetinn á ísafirði. Sýslumaðurínn í ísafjarðarsýslu, Pétur Kr. Hafstein. ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 - Pósthólf 220 400 ísafjörður UTBOÐ Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í byggingu annarrar hæðar kyndistöðvar- húss í Bolungarvík. Verklok skulu vera 18. október 1985. Tilboðum skal skila til Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1,400 ísafjörður, fimmtudaginn 18. júhl985 fyrir kl. 14:00. Utboðsgögn verða seld á skrifstofum O.V. á Isafirði og í Bolungarvík og kosta þau 400,00 kr. ORKUBÚ VESTFJARÐA Sigurveig Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfarí, brosmild f nýju húsakynnunum á jarðhæð „Aðstaðan er orðin alveg ógurlega góð”. nýja sjúkrahússins. sjúkraþjálfari með sjúkling. I vor var endurhæfingardeild Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði loksins flutt í ný og fullkomin húsakynni á jarðhæð nýja sjúkrahússins. Höfðu sjúkraþjálfarar þá kúldrast undir súð á gamla sjúkrahúsinu alllengi og reynt að sinna sínum sjúklingum sómasamlega við frumstæðar aðstæður. Nú er öldin önnur. Sjúkraþjálfararnir vinna sitt starf við einhverjar full- komnustu aðstæður sem finnast í landi hér og sjúklingarnir njóta góðs af. Blaðamaður Vestfirska fór nýlega í heimsókn á endurhæfingardeildina og ræddi við Sigurveigu Gunnarsdóttur, sjúkraþjálfara, um starfið og þá þjón- ustu sem þarna er boðið upp á. Líkaminn er ekki by — Segir Sigurveig Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari Fyrir þá sem kynnu að hafa hug á að leggja sjúkraþjálfun fyrir sig skal upplýst að nám í sjúkraþjálfun tekur fjögur ár við Háskóla Islands, en yfirleitt þrjú ár við skóla annars staðar á Norðurlöndum. „Það er tiltölulega stutt síðan byrjað var að kenna sjúkraþjálfun hérna heima,” segir Veiga. „Fyrstu sjúkraþjálfararnir voru útskrifaðir 1980, en fyrir þann tíma þurftu allir að fara utan til að læra fagið. Flestir lærðu á Norðurlöndum. Sjálf lærði ég I Árósum í Dan- mörku. Og vegna þess að ekki var hægt að læra hérna heima, hefur verið mikill skortur á sjúkraþjálf- urum og er enn.” — Er þetta kvennastétt? „Ennþá,” segir Veiga og brosir. „En sem betur fer er karlmönnum í stéttinni alltaf að fjölga. Sem dæmi um hve mikil kvennastétt þetta hefur verið má nefna að árið sem ég hóf mitt nám, 1975, var karl- mönnum í fyrsta skipti heimiluð innganga í þann skóla sem ég stundaði nám við. Það þarf nátt- úrulega ekki að taka það fram að eins og aðrar kvennastéttir erum við í lágmarki í launum.” Þróaðist uppúr starfi nuddkonunnar. — Er sjúkraþjálfun tiltölulega ung grein? „Hér á landi já. Hún þróaðist sennilega upp úr starfi nuddkon- unnar. Þess vegna kalla okkur margir nuddara, en af því erum við ekkert allt of hrifnar.” — Hvað gerir sjúkraþjálfari þá annað en að nudda? „Það fer mikið eftir því hvaða vinnustað hann velur sér. Við get- um tekið þrjú dæmi. Hann getur valið sér stað þar sem fötluð börn eru og sérhæfir sig þá í meðferð bama. Hann getur unnið hjá fyrir- tæki og sinnt þá fyrst og fremst fyrirbyggjandi starfi. Þriðji mögu- leikinn er að vinna á spítala eins og við hér. Þá fær hann alls konar sjúklinga til meðferðar. En al- mennt talað má segja að starf sjúkraþjálfarans byggist fyrst og fremst á æfingum fyrir sjúka með það að markmiði að koma þeim sem fyrst út í atvinnulífið á ný eftir meiðsli eða sjúkdóma, ekki síst á- lagssjúkdóma.” Fyrirbyggjandi aðgerðir borga sig. — Vinnið þið fyrirbyggjandi starf hérna? „Það hefur því miður ekki unnist nógu mikill tími til þess. Ég hef farið í einstöku fyrirtæki sem hafa beðið mig að koma. Þá hef ég kennt fóki að sitja rétt og stilla stóla.” — Geta fyrirtækin þá hringt og pantað ykkur? „Já þá er bara spurningin hvort við getum annað slíku svo vel sé. Frystihúsið í Hnífsdal sýndi mjög gott fordæmi og fékk mig til að kenna starfsfólkinu æfingar. Það gerði síðan þessar æfingar í nokk- um tíma og þá fór ég aftur og at- hugaði hvort það gerði þær rétt. Frumkvæðið þarf að koma frá fyr- irtækjunum sjálfum. Við höfum einnig kennt starfsfólki sjúkra- hússins vinnutækni, að lyfta rétt og snúa sjúklingum.” — Getur ekki fyrirtæki sem fær Boðið hefur verið upp á frjálsa tfma f salnum. Þessar galvösku stúlkur mættu f „Leikfimi er ein námsgreinin f skólanum. V leikfimi fyrír starfsfólk sjúkrahússins á dögunum. Veiga meðal annars.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.