Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 5
4 í3 vestfirska TTABLADID vestfirska FRETTABLADID 5 ísafjarðarkaupstaður Lausar stöður Staða forstöðumanns tæknideildar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k. Staða fjármálafulltrúa er laus til umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí n.k. Upplýsingar um ofangreind störf veitir undirritaður í síma 3722 eða á bæjarskrif- stofunum. Bæjarstjórínn. Póstur og sími Næturvörður 50% staða næturvarðar á loftskeytastöð er laus til umsóknar. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri. Póstur og sími ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 - Pósthólf 220 400 ísafjöröur Atvinna Orkubú Vestfjarða óskar að ráða meira- prófsbílstjóra til sumarafleysinga. Um tímabundið starf er að ræða. Upplýsingar gefur innkaupastjóri á aðal- skrifstofu Orkubúsins, ísafirði. BÆJARFÓGETINN Á (SAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU Uppboð á óskilahrossi Brúnn, ómarkaður stóðhestur, sem verið hefur í óskilum í Nauteyrarhreppi frá s.l. hausti, verður boðinn upp og seldur, ef við- unandi boð fæst, þriðjudaginn 23. júlí 1985 kl. 14:00. Uppboðið fer fram að Laugabóli í Nauteyr- arhreppi. 10. júlí 1985. Sýslumaðurínn í ísafjarðarsýslu Pétur Kr. Hafstein. BOLUNGARVÍKURKAUPSTAÐUR Útboð Bæjarsjóður Bolungarvíkur óskar eftir tilboðum í að gera gangstéttar í Bolungarvík. Um er að ræða undirvinnu og steypu á u.þ.b. 2600 m2 gangstétta. Útboðsgögn liggja frammi á tæknideild Bolungar- víkurkaupstaðar og Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen hf., Aðalstræti 24, ísafirði og verða afhent gegn 500,00 kr. skilatryggingu. Lagt upp í Djúprallið. Allmargir aðkomubátar tóku þátt. Úlfar Ágústsson stóð í ströngu með- an á hátíðinni stóð. Þarna er hann að kynna dagskráratriði. Sturla lét sig hafa það að stíga á vigtina hjá Pólnum. Ísafjarðarhátíðin um síðustu helgi lukkaðist að mörgu leyti vel. Best lukkaðist veðrið, en það er sennilega viðamesti dag- skrárliður flestra hátíðahalda uppi á Íslandi. En þrátt fyrir skáldlegt veður fór sumt úr- skeiðis, þó ekki alvarlega. Það var mikið líf í bænum þá þrjá daga sem hátíðin stóð yfir. Fólk ranglaði um bæinn og fylgdist með hinum ýmsu við- burðum hátíðarinnar. Stöku sinnum kom það fyrir að ekkert bólaði á auglýstum dagskrárlið- um, a.m.k. ekki á auglýstum tíma. Ekki munu þó mörg atriði hafa fallið niður, enda hátíðin skipulögð með margra mánaða fyrirvara. Úlfar Ágústsson, helsta drif- skaft hátíðarinnar, taldi hana hafa tekist ágætlega. Sagði hann hugmyndir uppi um að halda slíka hátíð árlega eða annað hvert ár. Til þess að vel ætti að vera sagði hann að há- tíðin þyrfti að hafa á sínum snærum 4 — 5 harðduglega menn. Sagði hann því ekki að leyna að sumir aðilar að hátíð- inni núna hefðu ekki unnið nógu vel. Hvað um það, líklega hafa flestir bæjarbúar verið ánægðir með framtakið og væntanlega einhverjir aðkomumenn líka. Þetta er góð auglýsing fyrir plássið og hlýtur að auka ferða- mannastraum frekar en hitt. Hér á síðunum gefur að líta nokkrar svipmyndir frá ísa- fjarðarhátíð, en sem kunnugt er segir ein mynd meira en 10 þús- und orð. Látum því myndirnar tala, en úrslit úr keppnisgreinum hátíðarinnar fylgja með. Villi Valli rak upp stór augu þegar Ijósmyndarann bar að garði. Gunnari þykir greinilega minna til koma. Á Silfurtorgi var útimarkaður á föstudag og laugardag. Kenndi þar ýmissa grasa. Bakaríið seldi gestum og gangandi margs konar bakkelsi. Sumir gestanna voru greinilega langt að komnir. BAUJURALL Bensínbátar: 1. Örn 2.12.58 mín. 2. Sómi 2.26.67 3. Gunnar 2.27.26 4. Dögg 2.36.27 5. Venni 2.44.56 6. Rostungur 2.46.45 7. Berglind 3.44.48 DJÚPRALL Bensínbátar: 1. Skutla 2. Röst Díselbátar: 1. Öm 2. Gunnar 3. Geysir 4. Sómi 5. Vík 6. Gustur SEGLBRETTI Úrvalsflokkur: 1. Jóhann Ævarsson 43.25 mín. 2. Guðmundur Björgvins. 46.07 3. Magnús Ámason 50.50 4. Eggert Kristinsson 52.45 5. Valdimar Kristinsson 58.05 Guðrún Vigfúsdóttir var á torginu og sýndi hvernig vefur er sleginn. Dynjandi kemur að landi eftir seinni dag sjóstangaveiðimótsins. Róið var frá Bolungarvík. 1. flokkur: 1. Guðmundur Harðarson 51.15 2. Óli V. Antonsson 52.05 3. Eyþór Hauksson 52.55 4. Magnús Jóhannsson 61.15 5. Halldór Antonsson 66.55 SJÓSTANGAVEIÐI íslandsmeistari eftir mót á Ak- ureyri, í Vestmannaeyjum og Isa- firði varð Jóhann Kristinsson, Ak- ureyri, með 21 stig. Einstök úrslit á Isafjarðarhátíð verða nú tíunduð. Sigurvegari í sveitakeppni karla varð sveit Jóhanns Kristinssonar frá Akureyri með 803,25 kg. Sveit- ina skipuðu einnig Kristinn Jó- hannsson, Helgi Sigfússon og Sæv- ar Sæmundsson. I sveitakeppni kvenna varð sveit Jósefínu Gísla- dóttur frá ísafirði fengsælust með 515.79 kg. Sveitina skipuðu, auk Jósefínu, Ásgerður Halldórsdóttir, Björg Thorlacíus og Kolbrún Hall- dórsdóttir. Af einstökum afrekum má nefna að aflahæstur karla varð Jóhann Kristinsson, Akureyri með 459,75 kg„ en aflahæst kvenna varð Ás- gerður Halldórsdóttir, ísafirði með 340,70 kg. Flesta fiska fékk Jóhann Kristinsson, 251, en flestar tegundir Lárus Einarsson, 6. Stærsta þorsk- inn fékk Heiðar Egilsson, Vest- mannaeyjum, 5,1 kg. Stærstu ýsu fékk Bárður Halldórsson, Isafirði, 1.95 kg. og stærsta ufsa Jón Lyng- mó.ísafirði, 2,15 kg. Stærsta stein- bítinn fékk Lárus Einarsson, Vest- mannaeyjum, 7,9 kg. Stærsta karf- ann fékk Heiðar Egilsson, Vest- mannaeyjum, 0,65 kg. stærstu lýsu Jóhann Jóns- son, Vestmannaeyjum, 0,9 kg„ stærstu lúðu Bjöm Jóhannsson, Akureyri, 1,2 kg. og stærsta mar- hnút Valgerður Hannesdóttir, Reykjavík, 0,9 kg. Aflahæsti bátur- inn varð Húni, skipstjóri Hjörtur Bjarnason, með alls 1596 kg„ eða 399,02 kg. á stöng. Hljómsveitin Graflk lék á torginu síðdegis á laugardag. Þarna er Rúnar Þórisson í gítarsólói. Reynir Inga kokkaði fyrir byggingar- sjóð tónlistarskólans. Sumir gerðust þreyttir og syfjaðir og lögðu sig bara. Varnarliðið mætti á staðinn í formi þessarar stóru randaflugu og sýndi björgun úr sjó. Á sunnudaginn var keppt í baujuralli. Þarna er hraðskreyðasti báturinn á fullri ferð. Tæknideild.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.