Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 8
FYRIR FERÐALA GIÐ UTAN LANDS SEMINNAN ÍSLANDSKORT, VEGAKORT OG PARTAKORT EVRÓPULÖND, BORGAKORT OG VEGAKORT LEIÐSÖGUBÆKUR, TUREN GÁR TIL......kr. 272,00 TIMES Atlas, kortabók.............kr. 2.990,00 BRITTANNICA Atlas, kortabók .kr. 1.985,00 Bókav. Jónasar Tómassonar Sími 3123 ísafirði FRETTABLASIS ERNIR p ISAFIRÐI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA vestfirska FRETTABLASIS hefur heyrt AÐ Vegageröin kvarti mjög undan röngum akstri um ný- lagðar klæðingar. Mikil brögð séu að því að menn aki í sömu hjólförum, en til þess að klæðingin lukkist vel þurfi þjöppun að spanna allt veg- þversniðið. Auk þess hætti mönnum til að aka of hratt um nýlagðar klæðingar og rífa þannig steinefnið upp úr bindiefninu. Valdi það miklu tjóni á klæðingunni. AÐ þeir sem sæki um stöðu skólastjóra við Grunnskólann séu: Gísli Baldvinsson, kenn- ari í Reykjavík, Jón Baldvin Hannesson, kennari á ísafirði og Þuríður Pétursdóttir, kennari á ísafirði. Auk þess mun Þuríður hafa sótt um stöðu yfirkennara til vara. AÐ nýr aðili hafi komið inn í samningaviðræðurnar um leigu á Dokkunni um síðustu helgi, en þreifingar hafa nú verið í gangi í nokkrar vikur. Bráðabirgðasamningur muni hafa verið tilbúinn á þriðju- dagskvöld, en áður en skrifað verði undir vilji menn ganga úr skugga um það hvort vín- veitingaleyfi fáist að nýju. AÐ Valdimar Þorvarðarson hafi verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri. Mun hann gegna starfinu út september a.m.k. Valdimar er útgerðar- tæknir og var áður fram- kvæmdastjóri á Raufarhöfn, en hefur undanfarið ár unnið við fyrirtækið Sjávargull, sem er laxeldisfyrirtæki í Grinda- vík. AÐ belgísku símamennirnir sem við sögðum frá í síðustu viku hafi ekki haft eins mikla yfirburði yfir þá íslensku og klausa okkar gaf í skyn. Nú heyrum við nefnilega að símakerfið í Inn-Djúpinu sé bilað á nýjan leik. Vilji sumir meina að það hæfi hreinlega ekki aðstæðum hér vestra. Litlar fjárveitingar til flugmála Ekki verður gerður neinn skurkur í flugvallamálum Vestfirðinga á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Guðbjarnar Charlessonar, umdæm- isstjóra Flugmálastjórnar á Vest- fjörðum, eru tvær framkvæmdir helstar. I fyrsta lagi lenging flug- brautar á Bíldudal fyrir um 3,5 milljónir króna. Dugar það til að lengja hana um 150 m. Síðan verður flugbrautin í Reykjanesi löguð og lengd fyrir um 1,5 m. kr. Brautin verður lengd úr 650 m í 900 m. Að sögn Guðbjamar er þessi braut mikilvæg vegna Reykjanesskólans og fjölmennis þama alla jafna. Ennfremur er hún og verður talsvert notuð af litlum vélum til að bíða af sér veður í stað þess að fljúga til baka. Flugfélag Norðurlands og Ernir geta í framtíðinni bæði nýtt sér völlinn á þann hátt. Völlurinn liggur vel við vindáttum og sagði Guðbjöm ekkert hamla lendingu þar nema mjög sterk austanátt. ísafjarðarflugvelli eru ætlaðar 3,5 m. kr. á árinu. Einni milljón verður varið til kaupa á vindmæl- um með sírita á báða flugbrautar- enda. Hingað til hefur aðeins verið einn vindmælir við völlinn og hefur Skútur á stefnumóti Þeir sem lögðu leið sína um sundahöfnina á tsafirði um og eftir síðustu helgi hafa vafalaust rekið augun í frumskóg af háum möstr- um. Þarna vom nefnilega saman komnar um 15 skútur, reykvískar, akureyskar, ísfirskar, breskar og þýskar. Við fórum á stúfana og um borð í einni skútunni, ísold hinni björtu, hittum við Sævar Sigurðsson frá Akureyri. Hann sagði okkur að til- drög þessa skútustefnumóts hefðu verið þau að skútueigendur á Ak- ureyri hefðu ákveðið að hitta koll- ega sína á ísafirði, en síðan hefði © PÓLLINN HF Isafirói Sími3792 HALLO! HALLO! Ódýru símarnir komnir aftur Takkasímar með minni á síðasta númer, ásamt veggfestingu og tengikló. Verð aðeins kr. 1.390,- UlJl> k l vwwvvwww Frá Lsafjarðarflugvelli. hann verið staðsettur rétt sunnan við miðja braut. — 1,5 m. kr. verður varið til að greiða snjóhreinsibúnað sem keyptur var í fyrra og einni milljón til endumýjunar radíóvit- ans á Arnarnesi. Patreksfjörður og Þingeyri fá eina milljón hvort pláss og er það fjármagn ætlað til frágangs og greiðslu á eftirstöðvum frá síðasta ári á nýju flugstöðvunum þar. En hvað segir Guðbjöm Charl- esson um þessar fjárveitingar? „Það var veitt 61 milljón kr. til framkvæmda á öllu landinu í ár á móti einum milljarði, 650 þús. til vegagerðar. Þetta er dálítið mikill munur þegar tekið er tillit til þess að 90% af öllum farþegaflutningum til og frá Vestfjörðum eru í lofti. Flugið er heils árs samgönguleið. Því er þessu enginn gaumur gefinn? Sjúkraflugvellirnir eru búnir að bjarga mörgum mannslífum og það kostar lítið að reka sjúkraflugvöll, hann étur ekki peninga. Við ættum að hafa svona velli á hverju strái, þeir hafa bjargað mörgum mannslífum," sagði Guðbjöm og kvað flugið vera búið að vera út- undan svo lengi að það tæki engu tali. það spurst út til keppenda í Faxa- flóakeppninni og þeir þá ákveðið að bætast í hópinn. Alls komu 9 skútur frá Reykjavík, og 4 frá Ak- ureyri. Sævar sagði að bátamir yrðu hér fyrir vestan alla þessa viku og fram í þá næstu. Væri ætlunin að fara í Lónafjörð og gera þar bæki- stöð. „Hér við Djúp er örugglega eitt albesta siglingasvæði landsins," sagði Sævar og taldi möguleikana nánast óþrjótandi. Honum fannst ekki ólíklegt að framhald yrði á svona skútustefnumótum á ísafirði, enda væri hann miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar, en á þeim stöðum em flestir siglingam- enn. =1 Mikil aflahrota hefur verið hjá togurunum undanfarið og landburður af þorski. Eru dæmi þess að skipin fylli sig eftir 3 sólarhringa. Þá hafa trillukarlar verið að mokfiska og neyðast til að sitja heima, því húsin hafa ekki undan. Einn bátur, Orri ÍS, varð að hætta veiðum fyrr en til stóð vegna manneklu. Veiðiannáll vikunnar: BESSI seldi mánudaginn 1. júlí í Grimsby 140 tonn og fékkst 37.20 kr. meðalverð fyrir aflann. Hann fór á veiðar í gær og siglir væntanlega aft- ur með aflann. GUÐBJARTUR kom inn með fullfermi í gær 140 — 150 tonn. JÚLÍUS landaði 110 tonnum á föstudag eftir 6 daga túr. Hann var væntanlegur í morgun, en ekki var kunnugt um afla. Gert er ráð fyrir að eitthvað af aflanum fari í gáma. GUÐBJÖRG kom inn með 180 tonn í gær eftir 5 sólar- hringa. DAGRÚN kom inn á mánudag með 130 tonn af þorski. HEIÐRÚN kom inn á þriðju- dag með 120 tonn af þorski. ELÍN ÞROBJARNARDÓTTIR kom inn á þriðjudag með 150 — 160 tonn af þorski. GYLLIR landaði 110 tonnum á þriðjudag. Hann fer í klöss- un eftir næsta túr og verður stopp í 10 daga. FRAMNES landaði 30 tonn- um af rækju og 10 tonnum af blönduðum áfla á föstudag. Þar áður var skipið með 30 tonn af rækju, ekki 20 eins og misritaðist hér í dálknum. SLÉTTANES landaði 140 tonnum á fimmtudag í síðustu viku og þar af fóru 80 tonn í gáma. Kom inn á mánudag með 130 tonn eftir 3ja sólar- hringa útivist. SÚLVI BJARNASON landaði á þriöjudag 115 tonnum eftir 4ra daga túr. TALKNFIRÐINGUR landaði 140 tonnum á þriðjudag, að- allega þorski. SIGUREY er á veiðum og var komin með 80 tonn á mánu- dag. BILALEIGA Nesvegi 5 - Súöavík s 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Miklatorg S 91-25433 Afgreiösla á Isafiarðarflugvelli S 94-4772 Sendum bílinn Opiö allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.