Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.07.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 18.07.1985, Blaðsíða 1
EIMSKIP STRAN DFLUTNINGAR Símar: Skrifstofa 4555 Vöruhús 4556 MS MANAFOSS Á ÍSAFIRÐI AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA AÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA VORUKYNNING FÖSTUDAG KL. 15:00 — 18:00 SÚKKULAÐIMARIE frá Frón og COLUMBIA KAFFIÐ frá Kaaber Sinarffuðfjin/isson k £ g(W 72oo - ifi$Bol uníja’iOíh Ritun sögu ísafjarðar gengur vel: Annað bindið komi út á næsta ári Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, vinn- ur nú hörðum höndum að rítun annars bindisins af sögu Isafjarðar. Sækist honum verkið vel og standa vonir til að það geti komið út á næsta árí. I því mun tfmabilinu 1867 — 1920 verða gerð skil. Ekki er al- veg Ijóst hve mörg bindi sagan kemur til með að spanna. í stuttu spjalli við blaðið sagði Jón Þ. Þór að mikið af nýjum heimildum væri að koma í ljós. Verið væri að flokka mikla hauga í Þjóðskjalasafninu í Reykjavík og væru þar að koma upp ýmsir fjár- sjóðir sem snertu ísafjörð. Einnig hefði óvænt komið í ljós heilmikið af gögnum á Byggðasafni Vest- fjarða. Jón var spurður hvort hann hefði verið ánægður með viðtökur þær sem fyrsta bindi sögunnar fékk. „Já, ég er ákaflega ánægður með þær,“ sagði Jón. „Bæði hefur blaðagagnrýni verið mjög jákvæð og eins hafa viðbrögð almennings verið afskaplega uppörvandi. Svo er bókin ákaflega vel heppnuð að öllum frágangi og útliti. Hún er faltega upp sett og öll prentun hef- ur tekist mjög vel. Sumar mynd- anna í bókinni eru t.d. betri en frummyndimar.” Jón sagðist ekki geta sagt til um það hvenær hann lyki við síðasta bindið af sögu ísafjarðar, en kvað mikið verk óunnið. „ísafjörður sker sig svolítið úr sumum öðrum kaupstöðum að því leyti að þar gerðust miklir atburðir á nánast öllum sviðum, í atvinnumálum, stjómmálum og menningarmálum, en sums staðar takmarkast sagan við eitt svið. Ritun sögu ísafjarðar er því sérlega flókið verk og viða- mikið, það verður að líta á sögu bæjarins frá mörgum sjónarhom- um og flétta síðan allt saman.“ — Og þér leiðist ekkert við þetta verk? „Nei, því fer fjarri. Ég gat nú varla hugsað mér miklu skemmti- legra verkefni. Það liggur frekar við að maður hugsi með hálfgerðum kvíða til að þetta verði búið,“ sagði Jón Þ. Þór, sagnfræðingur. Síðastliðna viku hefur mikið verið rætt um útflutning á fiski í gámum og þá einkum um það, hvort nógu vel farí um flskinn í þessum ílátum. ísfirðingar hafa verið drjúgir við gámaútflutning í sumar og var þessi mynd tekin á ísafjarðarhöfn nýlega þegar verið var að troða í gámana. Konráð Eggertsson, hrefnuveiðimaður: Eigum að halda áfram hvalveiðum — Rosalegt fjárhagslegt áfall fyrir hrefnuveiðimenn á Brjánslæk ef veiðarnar verða aflagðar Nýverið lauk fundi vísindanefnd- ar Alþjóðahvalveiðiráðsins í Boumemouth á Englandi. Á fund- inum var að venju mikið rætt um fríðun hvalastofna og þá einkum framkvæmd hvalveiðibannsins, sem Alþingi samþykkti fyrír hönd okkar íslendinga. Bannið tekur gildi á næsta ári, en fslendingar hafa sótt um að fá að veiða 200 hvali á ári í vísindaskyni, þar af 80 hrefnur. Jó- hann Sigurjónsson, sjávarlíffræð- ingur, annar fulltrúi fslands á fund- inum, hefur hins vegar látið hafa eftir sér, að það eina sem gagnrýna megi fslendinga fyrir í því máli sé, að þeir ætla sér of fá dýr svo rann- sókniraar geti talist marktækar. f seinni tíð hafa hvalveiðar Vest- firðinga svo til eingöngu verið bundnar við hrafnreyði eða hrefnu. Alls hafa 9 bátar stundað þessar veiðar nú í sumar, frá Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum, og hefur þeim verið heimilað að veiða 149 hvali. Að sögn Konráðs Eggertssonar, en hann hefur stundað hrefnuveið- ar frá Brjánslæk undanfarin ár, hefur veiðin gengið ákaflega mis- jafnlega, vel hjá sumum og mjög illa hjá öðrum. Við spurðum Kon- ráð hvort þetta væri síðasta sumar- ið sem þeir fengju að veiða hrefnu. „Það er allt undir ráðamönnum komið. Mér þótti Alþingi setja mikið niður þegar það samþykkti bannið. Það var fyrst og fremst hræðsla við að geta ekki selt Bandaríkjamönnum fisk, sem fékk menn til að taka þá afstöðu. Að mínu mati eru það fjölmiðlar sem hafa aðallega spillt þessu máli. Þegar þetta var mest til umræðu, þá var Helgi Pétursson staddur úti í Bandaríkjunum þar sem hann var en gallinn er sá að ráðið vill ein- ungis nota tillögur nefndarinnar þegar þær falla að skoðunum ráðs- ins. Vísindanefndin lét það nýlega frá sér fara, að hvalveiðar við Is- land væru stundaðar af það mikilli skynsemi að stofnar væru ekki í hættu. En þá vill ráðið ekki hlusta á vísindanefndina," sagði Konráð. „Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðs- ins, sem nú stendur yfir fóru Is- lendingar fram á að fá að veiða 200 hvah vegna vísindalegra rannsókna á hvalastofninum. Hvalveiðiráðið vill hins vegar banna allar rann- sóknir líka. Við eigum að halda þessum veiðum áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ef það kemur á daginn að við hættum að geta selt fisk vegna veiðanna, þá eigum við að stöðva þær. Það ætlast enginn hvalveiði- maður til þess að við töpum fisk- mörkuðum, en við eigum að vera harðir fram á síðustu stundu. Við áttum að sýna að við værum menn í lýðfrjálsu landi og að við létum enga útlendinga segja okkur hvað við ættum að gera, því þetta eru að mínum dómi hryðjuverkamenn og ekkert annað.“ Konráð sagði þá vera að búna að fjárfesta óskaplega vestur á Brjáns- læk og kæmu þeir ekki til með að fá neitt fyrir þessi mannvirki ef hval- veiðar yrðu aflagðar. „Á þessari stundu vona ég bara að ráðherra verði harður á því að við fáum heimild til að veiða hvali í vísinda- legum tilgangi, svo áfallið verði ekki eins rosalegt," sagði Konráð Eggertsson. Óráðið í 30 kennara- stöður á Vestfjörðum Nú er búið að ráða í 84 stöður af 114 við grunnskólana á Vestfjörð- um, þannig að enn er óráðið í 30 stöður. Þar af era 11 stöður ó- mannaðar á Isafirði og að sögn Péturs Bjarnasonar, fræðslustjóra, er það eini staðurinn þar sem óeðli- legt ástand ríkir. Talið er að kenn- arar hyggist halda að sér höndum þangað til búið verður að ráða í stöðu skólastjóra hins nýja grunn- skóla. Pétur sagði að ekki hefðu allar skólanefndir sent inn gögn enn þannig að þegar kynni að vera búið að ráða í einhverjar af áðumefnd- um 30 stöðum. Taldi hann stöðuna í kennararáðningum fjórðungsins svipaða og venja væri um þetta leyti árs, enda væru kennarar seinir að sækja um og skólanefndir oft seinar að afgreiða umsóknimar. Oft væri t.d. ekki gengið frá kenn- araráðningum fyrr en í lok ágúst eða jafnvel byrjun september. Ekki væri því útlit fyrir neyðarástand í skólamálum á Vestfjörðum í haust. Hins vegar væri ísafjörður enn spumingarmerki. að læra fjölmiðlun og flutti hann hingað á hverjum degi fréttir af þessum hvalamálum. I fréttapistl- unum ræddi hann einungis við menn sem vildu hætta hvalveiðum og neyttu allra bragða til að segja fólki hvað okkur stafaði mikil hætta Konni á byssunni. af því að missa niður fisksöluna í Bandaríkjunum. Hann á stærstan þátt í því að hvalveiðar eru að leggjast af á íslandi," sagði Konráð. „Við verðum að átta okkur á því að í Alþjóðahvalveiðiráðinu eru að stórum hluta þjóðir sem hafa aldrei séð sjó. Það er skrítið að þær þjóðir skuli hafa ráð fyrir hinum sem stunda þessar veiðar. Þær fréttir hafa borist að ráðið sé að verða gjaldþrota vegna þess að margar þessara þjóða hafa ekki borgað gjöld sín til ráðsins. Nú standa þær frammi fyrir því að borga eða verða reknar úr ráðinu ella. Þá breytist nú dæmið aldeilis,” heldur Konráð. „Á vegum Alþjóðahvalveiði- ráðsins er starfandi vísindanefnd, Suðureyri: Ekkert heitt vatn í tvo sólarhringa — Dæla við bor- holu bilaði Siðastliðinn föstudag bilaði dæla sú við borholuna á Súg- andafirði sem sér íbúum þar fyr- ir heitu vatni. Tókst ekki að koma henni í gang aftur fyrr en um hádegið á sunnudaginn, þannig að viða var kalt í húsum á Suðureyri um helgina. Allmörg hús luma þó enn á gömlum olíu- miðstöðvum sem hægt er að kveikja upp i þegar með þarf. Að sögn Viðars Más Aðal- steinssonar, sveitarstjóra á Suð- ureyri, er bilun sem þessi árviss viðburður. Stafar hún af útfell- ingu sem sest innan á leiðslur og festir að lokum dæluna. Vegna þessa sagði Viðar brýnt að virkja holuna sem boruð var í fyrra skammt frá þeirri gömlu. Það mundi hins vegar kosta mikið, 1,5 millj. kr., og væri því stórframkvæmd fyrir svo lítið byggðarlag. Þegar er þó farið að undirbúa virkjun holunnar með því að leita fjármagns. 28. tbl. 11. árg. vestfirska 18. júlí 1985 FRETTABLASIS

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.