Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.07.1985, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 25.07.1985, Side 1
FRETTABLASIS Farþegaþjónusta Sumaráætlun, í viku hverri: 16 ferðir til Reykjavíkur 8 ferðir til Akureyrar —Vöruþjónusta FLUGLEIDIR Símar 3000 - 3400 - 3410 ÚTSALA Nú fer hver að verða síðastur ! Utsölunni lýkur á morgun Verslunin t>öUO ísafirði sími 3103 Aldursflokkamótið í sundi: Vestf irðingar höfðu yf irburði — Bolvíkingar sigruðu, ísfirðingar í öðru sæti Alagningarskrár lagðar fram Það gleður mig — sagði Heiðar Sigurðsson, gjaldhæsti einstaklingurinn á Vestfjörðum Það er óhætt að segja að Vest- firðingar hafi borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á aldurs- flokkamótinu í sundi sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi. Þar keppa 16 ára og yngri og báru Bol- víkingar sigur úr býtum í annað skipti í röð. Fengu þeir 178 stig, en Vestri á Isafirði varð í öðru sæti með 160 stig, 33 stigum á undan næsta félagi, HSK. Flateyringar létu heldur ekki sitt eftir liggja, kræktu sér i 4 stig og 13. sætið. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir taka þátt í móti sem þessu, þannig að þetta er vel af sér vikið. Það er annars til marks um yfirburði Vest- firðinganna að samanlögð stig Reykjavíkurliðanna hefðu aðeins skilað þeim i 3. sætið. Hannes Már Sigurðsson, 14 ára, var drýgstur Bolvíkinganna, kom heim með 6 gull og 1 silfur. Hannes setti íslandsmet í einni greininni, 100 m flugsundi. Sjálfur átti hann eldra metið. Símon Þór Jónsson, Heiðrún Guðmundsdóttir og Guðmundur Amgrímsson unnu sína greinina hvert. Margir aðrir Bolvíkingar stóðu sig vel en hér er því miður ekki rúm til að geta þeirra allra. Ljóst er að Bolvíkingar voru vel að sigrinum komnir. Helsti keppinautur Bolvíking- anna var Vestri á ísafirði og þegar minnstu munaði skildu einungis 4 stig liðin að. Vestri kom heim með 8 gull og vann Ingólfur Arnarson 5 þeirra, Pálína Bjömsdóttir 1, Þur- íður Pétursdóttir 1, og síðan gerðu stúlkumar sér lítið fyrir og settu Is- landsmet í 4 x 100 m fjórsundi. Þar voru að verki Martha Jörundsdótt- ir, Þuríður Pétursdóttir, Helga Sig- urðardóttir og Sigurrós Helgadótt- ir. Helga Martha, Sigurrós og Pálína settu einnig Islandsmet í 4 x 100 m skriðsundi, en sú grein var aukagrein á mótinu og gaf því ekki stig. Næsta mánuðinn fá sundkrakk- „Það er alveg óhætt að segja það um þann fisk sem hefur farið héðan að slæm meðferð á honum hafi verið undantekning frekar en regla,“ sagði Ólafur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Isfangs á fsafirði í tilefni framkominna efasemda um gæði gámafisks. „Frá því í vor höf- um við alltaf sent einangraða gáma. Ýmist hafa það verið gámar frá Eimskipi, einangraðir af þeim, eða við höfum einangrað sjálfir. Við höfum einfaldlega fengið einangr- unarplast í Bolungarvík og klætt gámana með því. Árangurinn af þessu hefur orðið mjög góður. Söl- urnar hjá okkur hafa verið jafnar og góðar. Siðan í maf höfum við flutt út um 180 gáma og aðeins f einum þeirra hefur verið skemmdur fiskur. Ég held að það teljist ekki hátt hlutfall,“ sagði Ólafur. „Það að mikill munur sé á skemmdum fiski og góðum á markaði í Bretlandi er 50 ára gam- all sannleikur,“ sagði Ólafur. „Á- stæðumar fyrir því að skemmdur fiskur kemur á markað eru ósköp augljósar líka. 1 sumum tilfellum er fiskurinn orðinn of gamall þegar hann fer af stað og kannski vanís- aður. Veðráttan hefur líka talsvert að segja. Og þegar eitt skip flytur mikið magn á markað í sömu vik- unni reyna sölumennirnir aö dreita arnir frí frá æfingum, en í sept- ember verður farið að synda af fullum krafti á nýjan leik. honum á vikuna, þannig að hann verði ekki allur seldur sama dag- inn, og þá bíður náttúrulega hluti af fiskinum og slaknar. — Það er alltaf að ske að menn fái mismunandi verð á mörkuðunum. En það vandamál verður ekki leyst með nýjum reglugerðum. Ég er al- veg sammála því sem fram hefur komið hjá Guðjóni Kristjánssyni og fleirum að fræðsla og leiðbein- ingar séu miklu vænlegri leiðir til árangurs heldur en enn ein reglugerðarsmíðin," sagði Ólafur. Ólafur sagði menn verða að gera sér grein fyrir því að verið væri að selja vöru á markaði sem væri mjög háður framboði og eftirspum. „Þó maður sé með góðan fisk er ekki alltaf hægt að treysta því að fá gott verð. Það getur verið offramboð á markaðnum. Menn vita ekki alltaf fyrirfram t.d. hve miklu breskir, írskir og danskir bátar landa, þannig að hátt verð er nokkuð sem aldrei er hægt að gefa sér. Reynsla okkar er samt sú að góður fiskur hefur fengið þama þokkalegt verð.“ — Þú ert þá ekki sammála þeirri röksemd að hægt væri að fá miklu hærra verð fyrir þennan fisk? „Ég held það sé ákaflega vara- samt að vera með fullyrðingar um það. Auðvitað eru tilfelli þar sem Álagningarskrár fyrir Vest- fjarðaumdæmi voru lagðar fram í gær og liggja frammi til 7. ágúst. Samkvæmt þeim er Heiðar Sig- urðsson, ísafirði, gjaldhæsti ein- staklingurinn á Vestfjörðum með rúma 1,1 milljón kr. í allt. Gjald- hæsta fyrirtækið er Norðurtanginn hf. á Isafirði með rúmar 4,6 millj. kr. Hvemig leggst það svo í Heiðar Sigurðsson í Ljóninu að vera hæsti gjaldandi opinberra gjalda á Vest- fjörðum? „Það gleður mig,“ sagði Heiðar og kvaðst alls ekki hafa reiknað með að verða hæstur. — En bjóstu við þessari upphæð? „Já, einhverju fram undir þetta, þannig að þetta kemur ekki sem reiðarslag." — Hefurðu kannski lengi stefnt að þessu? „Það má segja það. Þetta er svona ákveðinn áfangi. En skýr- ingin á þessum háu gjöldum nú er sú að reksturinn er í einkaformi í stað sameignarforms áður, þannig að gjöldin koma öll á mitt nafn núna.“ vanda hefði mátt fiskinn betur og enginn efast um að þá hefði fengist hærra verð fyrir hann. En ég held að allir hafi getað unað vel við þau verð sem fengust þá viku sem meiri fiskur fór á markaðinn en nokkurn tíma áður í sögunni, eða um 1700 tonn. Þá voru engar lélegar sölur og þrátt fyrir offramboð á markaðn- um féll verðið aðeins lítillega og bendir það til þess að fiskurinn þá vikuna hafi verið nokkuð þokkalegur.“ — Mundu gæðin aukast verulega ef notaðir yrðu kæligámar við út- flutninginn? „Já, það er engin spuming. Við erum einmitt að athuga hvers kon- ar kæling er heppilegust á gámunum,“ sagði Ólafur Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Isfangs á Isafirði. Því má svo bæta við að í gær seldist gámur úr Páli Pálssyni á hæsta verði sem fengist hefur í Belgíu til þessa. Meðalverðið var 56 kr. og fékkst það fyrir blandaðan afla, en mest var af þorski, ufsa, ýsu og karfa. í skeyti frá umboðsmanni ísfangs í Oostende segir: „It must be said that quality was excellent,” sem útleggst: Það verður að segjast að gæðin voru framúrskarandi. — Þú átt ekki von á því að fara á hausinn vegna þessara gjalda? „Nei, þetta er það sem lagt er á reksturinn og þessu verður hann að skila. Þessi gjöld hafa því alltaf verið inni í dæminu,“ sagði Heiðar Sigurðsson. Heildargjöld í umdæminu nema 415,986 millj. kr. Fjöldi gjaldenda í umdæminu er 7.270, en var 7.288 í fyrra. Fjöldi tekjuskattsgjaldenda er nú 3.557, en var 3.750 á síðasta ári. Meðaltalsálagning í Vestfjarða- umdæmi er 57.019 kr. Meðaltalsá- lagning er hæst í eftirfarandi sveit- arfélögum: 1. ísafjörður 69.916 kr. 2. Bíldudalur 65.756 kr. 3. Bolungarvík 65.600 kr. 4. Tálknafjörður 63.465 kr. 5. Patreksfjörður 57.922 kr. Álagður tekjuskattur er 192,085 m. kr. og hefur hækkað um 26,5% á milli ára. Útsvar er 183,092 m. kr. og hækkar um 32,58%. Fimm hæstu einstaklingar á Vestfjörðum eru: 1. Heiðar Sigurðsson, ísaf. 1.131.638 kr. 2. Ægir Ólafsson, ísaf. 719.754 kr. 3. Guðfinnur Einarsson, Bol. 698.660 kr. 4. Einar Hjaltason, ísaf. 690.285 kr. 5. Eyjólfur Þorkelsson, Bíldudal 659.683 kr. Sjá nánar á bls. 3 Loksins sigur ísfirðingar unnu kærkominn sigur á Fylki í 2. deildinni á þriðjudagskvöld. Vannst leikur- inn með tveimur mörkum gegn einu og voru okkar menn með hressara móti. Leikurinn byrjaði þó ekki gæfulega því Fylkis- menn urðu fvrri til að skora. ömólfur Oddsson jafnaði síðan og Jóhann Torfason skoraði sigurmarkið þegar langt var lið- ið á seinni hálfleikinn. Þrjú dýr- mæt stig í höfn. Strákunum gekk ekki eins vel gegn Skallagrími á laugardag- inn. Þrátt fyrir að þeir ættu meira í leiknum tókst þeim ekki að skora. Það tókst andstæð- ingunum hins vegar. illu heilli, og fóru þeir því með þrjú stig í farteskinu heim í Borgarnes, en okkar menn sátu eftir með sárt ennið. Gámafiskur: Slæm meðferð sjaldgæf —segir Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri ísfangs á ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.