Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 5
5 s2 vestfirska TTABLADID ið eða hafnað. Ef daman býðst ekki til að borga gerir karlmaðurinn það. Hafi stefnumót tekist vel þykir sjálfsagt að bjóða dömunni strax út aftur. Neiti hún þá án skýringa er líklegast að hún hafi ekki áhuga á öðru stefnumóti. Það skal tekið fram að þó kona samþykki að fara á stefnumót er hún ekki að skuldbinda sig til kyn- ferðislegra athafna. ENGIN RIFRILDI Helstu menningarþjóðum Evrópu þykir gott að rífast. Frakk- ar yrða varla hver á annan án þess að þræta svolítið. Bandaríkjamenn sneiða aftur á móti hjá rifrildum í iríkin lengstu lög. Ef rifrildi er hins vegar óumflýjanlegt kjósa þeir að rífast á lágu nótunum, þ.e.a.s. bæla niður reiði sina ef þeir mögulega geta og tala í samræðutón. Þeim líður illa í rifrildi og finnst hreinlega dónalegt af útlendingum að ætla að fara að karpa við þá um stefnu Reagans í utanríkismálum eða eitthvað því um líkt. f títtnefndri handbók háskólans í Iowa segir að Bandaríkjamenn ætlist almennt ekki til að fólk opni sig mikið í samræðum. Létt hjal, „small talk” — án langra þagna, sem þeim þykja verulega óþægi- legar — er nóg til að halda uppi notalegum samræðum. „Það er að- eins við mjög nána vini sem Ameríkanar eru tilbúnir að ræða persónuleg málefni,” segir í bók- inni. Meðan aðrar þjóðir leggja á- herslu á að skynja hið mannlega eða tilfinningalega í boðskap þess sem rætt er við, sækjast Banda- ríkjamenn eftir huggulegum stað- reyndum um allt og ekkert. Þeir leggja mikið upp úr því að vera hressir í viðmóti og virka þá stund- um svolítið drjúgir með sig. Nú skyldu menn varast að draga þá ályktun af áðursögðu að Bandaríkjamenn séu ófærir um merkilegra vitsmunastarf en það sem felst í léttu hjali um veður og íþróttir. Þá hefðu þeir aldrei komist til tunglsins. fþróttir eru gjaldgengt umræðuefni. -I Guðmundur Bernharðsson: Byrjaði að skrifa um áttrætt — og hefur nú skrifað tvær bækur Guðmundur Bernharðsson frá Ástúni á Ingjaldssandi byrj- aði ekki að skrifa fyrr en hann varð áttræður. Hann er nú orð- inn 86 ára og hefur þegar gefið út eina bók og önnur er væntan- leg í haust. Geri aðrir öldungar betur. Fyrsta bók Guðmundar hét Smalamennska og ást. Þar er að finna ýmsar frásagnir og sögur, auk dulræns efnis. Guðmundur talar m.a. við draug frá himna- ríki, skammar hann fyrir að hafa drepið langafa sinn, en draugsi ber af sér sökina mjög myndarlega. Bókin sem Guðmundur hyggst gefa út í haust hefur hlotið heitið Bærinn í hlíðinni. Að sögn Guðmundar er hún nokkurs konar ágrip af menn- ingarsögu. Einkum verður rak- in saga Ingjaldssands, hvernig „samvinna og félagsstörf gerðu hina mestu útnesjabyggð sem byggilegasta“. Ennfremur er sagt frá stofnun kúabús ísfirð- inga 1927, en að sögn Guð- mundar voru þar unnin braut- ryðjendastörf í íslenskum land- búnaði. Ennfremur mun Guð- mundur segja frá veru sinni á Jaðri í Noregi, en þar dvaldi hann í eitt og hálft ár við jarð- yrkjunám. „Búskapur fsafjarðarbæjar er alveg gleymdur,“ segir Guð- mundur þegar hann er inntur nánar eftir kúabúi ísfirðinga. Forsíðan á bók Guðmundar. „Á búið í Tungu komu fyrstu dráttarvélarnar og kveiktu í bændum inn um allt Djúp. Það sem rak á eftir var mjólkurleysi og veikindi á mjólkursvæðinu.” Guðmundur var bóndi lengst af og segist hafa notið sinnar skólagöngu í Noregi alla sína búskapartíð. „Ég kom með margt sem enginn þekkti þá í mínu héraði. Það kunni til dæmis enginn að tengja plóg aftan í hesta.“ Aðspurður um það hvort hann hafi verið lengi að skrifa bækur sínar svarar Guðmund- ur: „Því miður er tíminn of langur. Þegar ég var áttræður byrjaði ég á að kaupa mér ritvél. Henni hafði ég aldrei snert á, en langað til alla ævi. Það tekur mig þvi langan tíma að vélrita, ég er að tippa og tippa á þetta og tippa vitleysu og rífa sundur, enda fékk ég enga tilsögn. En það getur samt farið svo að við þetta pár manns grafist eitthvað upp sem kannski enginn veit. Og það er einnritt það sem er í þessum bókum mínum, þar eru hlutir sem enginn getur sagt frá nema ég gamall kallinn. Og það er nú svoleiðis með mig að ég hef bara ekki frið fyrir efn- inu, það leitar svo stíft á mig. Ég á til dæmis í vandræðum með að leggja mig á daginn. Hitt er svo annað að það verða alltaf göt í þessu hjá svona körlum eins og mér, enda hef ég ekki tök á að lesa mér mikið til,“ sagði Guðmundur Bemharðs- son frá Ástúni. Þess má geta að fyrri bók Guðmundar er nánast uppseld, en síðast þegar við vissum voru þó til nokkur eintök í Bókhlöð- unni á ísafirði. TIL SÖLU er hlutur í versluninni Irpu. Upplýsingar gefnar í síma 4168 eða hjá Ragnari Haraldssyni í síma 7570. Starfsfólk óskast í heilt og hálft starf. Kaupfélag ísfirðinga Útibúið í Hnífsdal Ovænt sjónarhorn í Slunkaríki Þarna sjást myndir frá ísafirði. Nú stendur yfir í Slunkaríki á ísafirði Ijósmyndasýning Svölu Jónsdóttur. Sýnir hún 21 mynd og eru þær allar teknar á sfðustu 4 ár- um, flestar á Reykjavíkursvæðinu, en einnig i Noregi og á Irlandi. Þá eru þrjár myndanna frá Isafirði. Allar myndirnar á sýningunni, utan ein, eru af húsum, eða öllu heldur húsapörtum, því Svala hef- ur greinilega gaman af að taka eitthvert ákveðið atriði út úr heild- inni. Heimur mynda hennar er því brotakenndur og áhorfandinn fer ekki út með neina heildaryfirsýn yfir eitt né neitt. Myndbygging Svölu virðist vera all nýstárleg og oft tekst henni að finna sjónarhorn sem kemur nánast flatt upp á mann. Var það mál þeirra sem rákust inn á sýninguna á.meðan blaðamaður staldraði við að þessi sýning Svölu bæri frumleika mannsins gott vitni. Svala Jónsdóttir er fædd árið 1957 í Reykjavík. Hún hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árið 1978 og útskrifaðist úr grafíkdeild árið 1982, en hélt síðan áfram námi við sama skóla í aug- lýsingadeild og lauk prófi 1985. Svala hefur ferðast víða, bæði inn- anlands og utan, og hefur mynda- vélina við höndina hvert sem hún fer. Svala hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og þá ávallt sýnt grafíkverk. Þetta er hennar fyrsta einkasýning og jafnframt fyrsta ljósmyndasýningin. Sýningin verð- ur opin til 1. ágúst.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.