Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.08.1985, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 01.08.1985, Síða 1
---------:----------------1 MIÐSUMARTILBOÐ 10% — 80% afsláttur Athugið að síðasti tilboðsdagurinn er á morgun OPIÐ TIL Verslunin á Vestfjörðum Ekki frjáls álagning? — Verslanir hanga í gamla álagningarkerfinu „Verðkannanir borga sig ekki fyrir neytendur á Vestfjörðum vegna þess að það er engin versiun sem rekur verðlækkunarpólitík. Það er ekki einu sinni að verslan- imar reki verðlækkunarpólitík á á- kveðnum hlutum tii að fá fólk í verslanimar. Hér er ekki til frjáls verslun ennþá. Það er liðið hálft annað ár síðan áiagning varð frjáls, en verslunin er ekki búin að átta sig á því ennþá. Hún er ennþá i gömiu álagningunni sinni. Verslunarstjóri Kaupfélagsins á ísafirði staðfesti þetta á fundi hjá Neytendafélaginu í vetur, annar verslunarstjóri Kaup- Framkvæmdum við Óshiiðarveg er nú að ljúka, en þær hafa staðið yfir í allt sumar. Einungis á eftir að setja á klæðingu að hluta og er búist við að það verði gert í næstu viku. Undirbygging á um 1000 m. kafla var boðin út í vor og lauk verkinu fyrir u.þ.b. hálfum mán- uði. Vegagerðin sér síðan sjálf um að undirbúa og klæða 4 km. kafla féiagsins staðfesti þetta við mig í símtali og þar sem verðið í hinum búðunum er sambærilegt hljóta þær að vera með sömu álagningu. í öll- um verðkönnunum á ísafirði er þvi meira og minna grís hvaða verslun er dýmst.” Þetta sagði Jón Jóhannesson, formaður Neytendafélags ísafjarð- ar og nágrennis. Jón var spurður hvað hægt væri að gera til að fá verslanir til að lækka vöruverð fyrst verðk’annanir virtust hafa lítil áhrif. „Það harkalegasta sem hægt er að gera er að kæra verslunina hér fyrir ólögmæta verslunarhætti. I frá vita og inn fyrir Ófæru með Stiga. Þegar því verður lokið verða aðeins eftir tæpir 2 km. án slitlags á leiðinni milli ísafjarðar og Bolung- arvíkur. Á næsta ári er áformað að byggja vegþekju rétt innan við krossinn, þá fyrstu á landinu. Búist er við að hægt verði að leggja klæðingu á þann kafla sem eftir er árið 1987. hinum nýju lögum um frjálsa á- lagningu er grein sem heimilar viðskiptaráðherra að undanskilja ákveðin landssvæði frá lögunum ef frjáls samkeppni á sér ekki stað. Það væri þannig hægt að kæra verslunina hér fyrir samkeppnis- leysi og sjá síðan hvort eitthvað gerðist.” Við bárum ummæli Jóns undir Heiðar Sigurðsson, formann Kaupmannafélags Vestfjarða. Hann sagði: „Það er ekki til neitt sem heitir að menn séu að bera sig saman. Hins vegar verð ég að viðurkenna að verslanir hafa haldið alltof lengi í gamla álagningarkerfið. Það er enn við lýði. Segja má að afkoma verslana á Isafirði hafi ekki gefið tilefni til að fara út í miklar lækk- anir. Og það er rétt að það geisar engin stórstyrjöld milli verslana á ísafirði.” Hvað varðaði þá röksemd Jóns að undanskilja mætti Vestfirði frá reglum um fijálsa álagningu vegna samkeppnisleysis sagði Heiðar: „Ég held að þeir hjá Verðlags- stofnun yrðu ekki sammála Jóni í þessum efnum. Hins vegar gilti allt annað ef um væri að ræða eina verslun á svæði sem væri að not- færa sér þá aðstöðu og væri komin með óeðlilega hátt vöruverð í skjóli hennar. Við hérna á Isafirði höfum þó aðrar verslanir, bæði hér og í Bolungarvík, sem fólk getur borið saman.” — Taka kaupmenn ekkert tillit til verðkannana? Breyta þær engu? „Það má segja að eina breytingin sem orðið getur sé sú að verslanir- nar tækju á sig að reka á lægri pró- sentu, en þær geta það hreinlega ekki. Við höfum tiltölulega lítinn markað og þó svo við færum að sprikla og djöflast næðum við ekki til stærri hóps en við höfum. Stór- markaðirnir fyrir sunnan geta náð í fleiri kúnna með aðgerðum, en ég vil líka benda á það að margir þeirra eru með t.d. fatnað meðfram matvörunni og þar eru þeir með góða álagningu. Svo má ekki gleyma því að orkuverðið er marg- falt hærra hjá okkur en öðrum. Þeir hæla sér af því hjá Orkubúinu að hafa dýrasta skalla á landinu, þ.e.a.s. rafmagn til verslana.” Heiðar sagði að nú væri unnið að því af hálfu Kaupmannafélagsins að reyna að lækka innkaupsverðið. Kvað hann það hafa borið þann árangur að fleiri heildsalar væru famir að borga undir vöruna til þeirra og hlyti það að leiða til lægra vöruverðs. Framkvæmdir á vegumQrkubusins: Fjarvarma- veita á Flat- eyri — og uppsteypa efri hæðar kyndi- stöðvarhúss í Bolungarvík Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Flateyri á vegum Orkubús Vestfjarða. Það er verið að leggja fjarvarmaveitu og er gert ráð fyrir að vatni verði hieypt á hana ein- hvern tima í haust, en iagningu dreifikerfis skal vera lokið 7. októ- ber. Búist er við að öll olíuhituð hús komi inn á hitaveituna. Einnig mörg rafhituð hús sem hafa túbur, þannig að þeir sem eru að hugsa um að taka inn rafhitun geta kannski fengið túbur á Flateyri. Verktaki á Flateyri er ömólfur Guðmundsson, Bolungarvík. Þá auglýsti Orkubúið nýlega út- boð í uppsteypu efri hæðar kyndi- stöðvarhússins í Bolungarvík. Þar eiga að vera skrifstofur, geymslur og starfsmannaaðstaða. Lægsta til- boðið kom frá Jóni Friðgeiri Ein- arssyni og hljóðaði upp á 1.585.166 kr., sem er92% af kostnaðaráætlun. Næst kom Form sf. á Isafirði með 1.730.614, síðan kom Sigurður Ól- afsson, Bolungarvík með 1.735.572 og hæsta tilboðið kom frá Ásberg Péturssyni, Isafirði, 1.820.178. Kostnaðaráætlun Tækniþjónustu Vestfjarða hljóðaði upp á 1.718.300. Ákveðið hefur verið að taka til- boði Jóns Friðgeirs. Verklok skulu vera í október n.k. Tvö vest- firsk fyrir- tæki fá lán —vegnafiskeldis Nýverið fengu 23 fyrirtæki lán úr Byggða- og Framkvæmda- sjóði vegna fiskeidis. I þessum hóp eru tvö vestfirsk fyrirtæki, Lax hf. á Tálknafirði og íslax hf. á Nauteyri. Lax fékk 700 þús. kr. úr Framkvæmdasjóði og fs- lax fékk 6 milljónir úr Fram- kvæmdasjóði og 2 milljónir úr Byggðasjóði. Fleiri umsóknir bárust ekki frá Vestfjörðum. Lán þessi miðast við fjárfest- ingar og eru Framkvæmda- sjóðslánin í erlendri mynt. Þau eru til 12 ára og er fyrsta af- borgun 1989, en vextir greiðast þangað til. Framkvæmdum á Óshlíð að Ijúka

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.