Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 2
2 vestfirska FRETTABLAÐID I vestfirska ~l FRÉTTABLADIS Vestfirska fréttablaðiö kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00og 13:0017:00. Síminn er4011. Ritstjóri: ÓlafurGuðmundsson. Blaðamaður: RúnarHelgi Vignisson. Fjármálogdreifing:GuðrúnHalldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, isafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Könnun Vestfirska á póstþjónustu innan Vestfjarða Póstþjónustan þokkaleg Um miðjan júlí s.l. gerði Vestfirska fréttablaðið lauslega könnun á póstþjónustu innan Vestfjarða. Send voru tvö almenn bréf frá ísafirði til ákveðinna viðtakenda víðsvegar um fjórðunginn, annað föstudaginn 12. júlí, hitt mánudaginn 15. júlí, bæði kl. 10 að morgni. Öll komust bréfin til skila án stórkostlegra tafa, þannig að póst- þjónusta innan Vestfjarða virðist vera þokkaleg, a.m.k. að sumrinu til. Niðurstöður könnunarinnar er að finna í eftirfarandi töflu. Viðtökustaður Fyrra bréfmótt. (sentfös. kl. 10:00) Seinna bréfmótt. (sentmán. kl. 10:00) Bolungarvík mið. mið Bolungarvík þri. mið. Hnífsdalur mán. þri. Holtahverfi mán. þri. Æðey þri. þri. Unaðsdalur sun. þri. Múli sun. fim. Súðavík mán. þri. Súðavík mán. þri. Suðureyri mán. þri. Bær, Súgandafirði þri. mið. Flateyri mán. þri. Flateyri mán. þri. Ingjaldssandur fim. fim. Núpur þri. þri. Þingeyri mán. þri. Tálknafjörður mið. mið. Tálknafjörður mið mið. Bíldudalur mán. fös. Bíldudalur mið. mið. Patreksfjörður mán. mið. Patreksfjörður mán. mið. Bjarnarfjörður mið. fös. Frá Pósthúsinu á Isafirði. Kristmann Kristmannsson, stöðvarstjóri Pósts og síma á ísafirði Nokkuð sáttur við útkomuna Hljóðið í viðtakendum: „Ég er nokkuð sáttur við þessa útkomu, nema þá helst hvað varðar Bolungarvík og kannski Ingjalds- sand,” sagði Kristmann Krist- mannsson, stöðvarstjóri Pósts og síma á ísafirði. „öll bréf sem send voru á föstudegi og komust til skila á mánudegi berast á eðlilegum tíma og sömuleiðis öll bréf sem send voru á mánudegi og komu á þriðjudegi. Ég sé ekki hvemig þau bréf hefðu átt að komast fyrr til skila. Hins vegar hefði seinna bréfið í Múla átt að komast til skila á þriðjudegi, nema fallið hafi niður ferð hjá mjólkurbílunum, en það á ekki að vera. Seinna bréfið til Patreks- fjarðar hefði sömuleiðis átt að koma á þriðjudegi. Bréfin til Tálknafjarðar em dálítið lengur á leiðinni vegna þess að þau fara á flugvöllinn á Patreksfirði. Og bréf til Bjarnarfjarðar fara í gegnum Reykjavík.” Kristmann sagði að pósti á vest- urfirðina (eða suðurfirðina) væri dreift með vélum Flugfélagsins Emis, sem fljúga frá Isafirði upp úr kl. 10:00 alla virka daga. Isafjarð- Bréfin óvenju fljót í förum Viðtakendur bréfanna frá Vest- firska höfðu ýmislegt um póst- þjónustuna að segja og þótti flest- um kominn tími til að gera úttekt á henni. Kona á Suðureyri sagði t.d. að bréfin hefðu verið óvenju fljót í förum og í sama streng tók viðtak- andi í Bjamarfirði. „Það er ótta- legur seinagangur á þessu oft,” sagði maður á Núpi í Dýrafirði. Önnur kona á Suðureyri sagði að bréf væm oft miklu lengur á leið- inni frá ísafirði en frá Reykjavík, jafnvel þó opið væri yfir heiði. Maður á Tálknafirði sagði: „Þetta hlýtur að stoppa einhvers staðar. Ég var að fá (á mið. 17. júlí) ísfirð- ing sem gefinn var út 9. júlí og þar er útboðsauglýsing með skilafresti á morgun.” Maður á Flateyri sagði það taka frá 6 dögum og niður í einn að fá bréf frá Isafirði. Maður í Isafjarðardjúpi sagðist yfir höfuð ánægður með póstþjón- ustuna, nema bréfhirðingakerfið, sem honum fannst ekki vera í takt við tímann. Til þessara bréfhirð- inga þyrfti að sækja allan böggla- og ábyrgðapóst. Vildi hann að bíl- stjórinn á mólkurbílnum gæti af- greitt allar sendingar. „Tveir dagar finnst mér eðlilegt," sagði maður á Tálkna- firði. „Pósturinn er heldur fyrr á ferðinni á sumrin en á vetuma,” sagði maður við ísafjarðardjúp. Maður í Holtahverfi á Isafirði sagði það einkennilegt að annað bréfanna hefði verið borið heim en hinu verið stungið í pósthólf vinnustaðarins. Fannst honum að senda ætti bréf á þann stað sem þau væru stíluð. ardjúpi væri þjónað af mjólkur- bílnum sem færi þrisvar í viku á sumrin (sun., þri. og fim.) og tvisvar á vetuma (þri. og fim.) og af Djúp- bátnum sem færi tvisvar í viku (þri. og fös.) allan ársins hring. Súðavík og Bolungarvík væri þjónað alla virka daga af bílunum sem fara á flugið. „Nei, ég er ekki alveg ánægður með póstdreifingu á Vestfjörðum,” sagði Kristmann aðspurður. „Ég er ekki ánægður með að það taki þréf meira en daginn að komast á á- fangastað þegar ferðafjöldinn er þetta mikill.” Kristmann sagði alltaf vera eitt- hvað um kvartanir undan póst- þjónustu. Þannig hefði mikið verið kvartað undan því hve seint Vest- firska fréttablaðið bærist. Ástæð- una sagði hann vera þá að það væri yfirleitt ekki póstlagt fyrr en á föstudagsmorgni þegar búið væri að fara með póst inn á flugvöll. Blöð vestur á firði yrðu þá að bíða til mánudags. Að öðru leyti kvað Kristmann ekki mikið vera kvartað undan póstþjónustunni og aðspurður sagði hann mjög sjaldgæft að bréf týndust. HúsgagnQverslun ísðfjoriðr Vorum að fá mikið úrval af sjónvarps og videoskápum úr ljósum og dökkum við Ennfremur stórglæsileg borðstofuhúsgögn úr litaðri furu. MIKIÐ URVAL HUSGAGNA. WwS90$f!QV@r$Í.Un ÍSðfjQirððr Aðalstræti 24 — Sími 3328. ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.