Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.08.1985, Síða 3

Vestfirska fréttablaðið - 01.08.1985, Síða 3
[ vestfirska rRSTTAELASID Slegið á þráðinn_______________ Er eftirlit með fjölda gesta á vínveitingahúsum, Pétur? Vestfirska hefur oftsinnis heyrt fólk kvarta undan þjónustu skemmtistaða, — alltof mörgu fólki sé hleypt inn, verðlag sé uppsprengt, helit sé yfir gesti og sigarettugöt brennd á fatnað þeirra, o.s.frv. Við söfnuðum þessum kvörtunum sam- an og siógum á þráðinn til Péturs Hafstein, bæjarfógeta, til að fræð- ast um hina lagalegu hlið mála. Pétur var fyrst spurður hvort eitt- hvert virkt eftirlit væri með þeim fjölda gesta sem hieypt væri inn á vínveitingastaði. „ Já það var ráðinn eftirlitsmaður með vínveitingarhúsum á ísafirði í vor.” — Hvemig er hans eftirliti hátt- að? Telur hann út úr húsum? „Já, hann getur gert það, en það er þó ekki ætlast til að hann geri það í hvert sinn. Hann á að fylgjast með húsunum af og til.” — Hefur hann gert einhverjar Pétur Kr. Hafstein, bæjarfógeti. athugasemdir um f jölda? „Nei, hann hefur ekki gert það frá því hann tók til starfa.” — Er skemmtistaður skaðabóta- skyldur ef skemmdir verða á fatnaði gestanna? „Það fer eftir því hvemig það gerist. Það gæti hugsanlega verið um að ræða húsbóndaábyrgð hússins á starfsmönnum ef þeir valda tjóni með þeim hætti að á þá falli ábyrgð. En ef gestur veldur gesti tjóni ber húsið ekki ábyrgð á því. Það yrði væntanlega sá sem ylli tjóninu og ef það væri gestur þá yrði það hann persónulega.” — En ef gestur verður fyrir meiðsium af vöidum gesta? „Þá gildir alveg sama, húsið ber ekki ábyrgð á því.” — Húsið er þá ekki skyit til að halda uppi eftirliti til að reyna að koma í veg fyrir slíkt? „Það getur náttúrulega aldrei tryggt það að gestir hagi sér ekki ósæmilega, t.d. þannig að þeir valdi öðmm meiðslum eða tjóni.” — Hvemig er regium um rúllu- gjaid háttað? Er húsi heimilt að hækka það útskýringalaust? „Við seljum rúlluna á ákveðnu verði og það hefur ekki hækkað. Það er þá ákvörðun hússins að hækka. Þeir mega það.” — Eins og þeim þóknast? „Ég þori ekki að segja um það án þess að athuga málið eitthvað.” — Gilda einhverjar reglur um umferð gesta sem hafa keypt að- göngumiða inn og út úr húsi? „Nei, ég veit ekki til þess að neinar reglur gildi um það. Það er væntanlega á valdi hússins hvemig þjónustu það vill veita.” — Hvemig finnst þér skemmt- anahald i þínu umdæmi fara fram? „Það er erfitt að segja eitthvað almennt um það. Það eru alltaf til- tekin vandræði sem fylgja skemmtanahaldi, vegna ölvunar fyrst og fremst. Fyrir því er ekki hægt að loka augunum.” Áhugafélag um brjóstagjöf stofnað á ísafirði: Hjálpar mæðrum sem vilja hafa börn á brjósti Fyrir nokkm var stofnað á ísa- firði dáiítið óvenjulegt félag. Heitir það Áhugafélag um brjóstagjöf og er tilgangur þess að hjálpa mæðmm sem óska eftir að hafa böm sín á brjósti. Félagið er opið öilum þeim sem eitthvað vita um brjóstagjöf. Og ólikt obba félaga hefur það enga formlega stjóm. Áhugafélag um brjóstagjöf var fyrst stofnað hérlendis á Suðár- króki og er það félag fyrirmynd hins ísfirska. I bæklingi sem gefinn hefur verið út af áhugafélaginu á Króknum er félagsskapurinn kynntur á eftirfarandi hátt: „Við erum mæður sem höfum haft eða erum með barn á brjósti. Við höfum lesið okkur til um brjóstagjöf og reynum að fylgjast með nýjustu rannsóknum á því sviði. Við könnumst við flest vandamál, sem upp geta komið og vitum að þá er gott að geta leitað til Með því að bera sig rétt að á að vera hægt að hafa tvíbura á brjósti samtímis. einhverra, sem þekkja vandamálin af eigin reynslu og vilja veita upp- örvun og stuðning. Við viljum stuðla að því að sem flestar konur geti notið þessa indæla tíma sem best og mest.” Hluti meðlima í áhugafélaginu gegnir hlutverki svokallaðra hjálp- armæðra. Bjóða þær fram kunn- áttu sína og reynslu varðandi brjóstagjöf. Ef eitthvað bjátar á hjá konu með bam á brjósti getur hún leitað ráðgjafar hjá hjálparmóður sem þekkir tiltekið vandamál. í félaginu eru einnig haldnir fundir þar sem rædd eru ákveðin málefni varðandi brjóstagjöf. Enn- fremur stundar félagið upplýsinga- starfsemi í gegnum fjölmiðla og bæklinga. Félagsmenn gefa ekki ráð varð- andi tilfelli sem eru læknisfræðilegs eðlis. Ráðgjöf þeirra takmarkast við framkvæmd brjóstagjafarinnar. Áhugafélagið á ísafirði hefur fengið aðstöðu á Heilsugæslustöð- inni og verður þar opið hús annað veifið. Ljósmæður bæjarins munu verða tengiliðir vanfærra kvenna við félagið. SÍMINN OKKAR ER4011 vestfirska t iFASTÉÍGNA-i i VIÐSKIPTI i ■ ÍSAFJÖRÐUR: I Aðalstræti 20, 3ja og 4ra herb. I I íbúðir á 2. hæð og 2ja herb. íbúð I I á 4 hæð. Afhendast tilbúnar undir | I tréverk og málningu. | I Seljalandsvegur 12, (Þórsham- I I ar), 2x65ferm.einbýlishús. Laust I I eftir samkomulagi. I [ Fjarðarstræti 59, 3 herb. íbúð á J J 1. hæð. ■ Krókur 1, lítið einbýlishús úr . I timbri. Laust fljótlega. j Sundstræti 27, 3ja herb. íbúð á | | 1. hæð. I Engjavegur 30, einbýlishús. I I Laust eftir samkomulagi. I I Sundstræti 25, 3 herb. íbúð á 1. I I hæð. [ Strandgata 5, 3 — 4 herb. íbúð ! [ á neðri hæð í tvíbýlishúsi. I Urðarvegur 80, 2 herb. íbúð á 1. ■ ■ hæð, tilbúin undir tréverk og ■ ■ málningu 1. sept. n.k. | Aðalstræti 20. 3ja og 4ra herb. | | íbúð á 2. hæð og 3ja herb. íbúð | | á 4. hæð. I Stórholt, 3 og 4 herb. íbúðir. I ■ Hlíðarvegur 35,3 herb. íbúð á 1. J ■ hæð. • Túngata 13, 2 herb. íbúð í kjall- ! ■ ara í þríbýlishúsi. | Mjallargata 8, einbýlishús ásamt | I bílskúr, getur verið laus strax. I Pólgata 5, 4 herb. íbúð á 1. hæð I I í þríbýlishúsi ásamt íbúðarher- | | bergi í kjallara og bílskúr. | 1 Pólgata 5,3 herb. íbúð á efri hæð I I í þríbýlishúsi ásamt risi og kjall- I I ara. Laus fljótlega. I ■ Lyngholt 11, rúmlega fokhelt ein- ■ ■ býlishúsásamttvöföldumbílskúr. , | Stekkjargata 4, lítið einbýlishús. | * BOLUNGARVÍK: J Skólastígur 12, 4 herb. íbúð á 2. J J hæð. Getur selst á góðum kjörum. I Holtabrún 2, 2x130 ferm. ófull- | ■ gert einbýlishús. Laust fljótlega. | Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. | | hæð. | I Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á I I tveimur hæðum í parhúsi. I I Hlíðarstræti 20, nýlegt einbýlis- * I hús. “ Miðstræti 6, eldra einbýlishús í J J góðu standi. Grunnflötur 70 ferm. J J Laust fljótlega. . Hóll II, einbýlishús ásamt stórri ■ | jóð. jj | Holtabrún 2, 130 ferm. ófullgert | | einbýlishús. Skipti möguleg á | í eldra húsnæði I Bolungarvík. j SÚÐAVÍK: ■ Njarðarbraut 8, einbýlishús úr ■ I timbri, kjallari hæð og ris. ! ARNAR GEIR ! ! HINRIKSS0N,hdl. ! Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 íbúðtilsöluvið Eyrargötu Tvö herbergi og eldhús, ca. 90 ferm., laus strax. Upplýsingar í síma 3119 eftir kl. 20:00. Ok á polla Aðfaramótt sunnudags varð al- varlegt umferðarslys á Isafirði. Bíl var ekið á mikilli ferð á bryggju- polla. Tvennt var í bílnum, piltur og stúlka, og slösuðust bæði illa, en munu vera á batavegi. Talið er að bíllinn hefði steypst í sjóinn ef hann hefði ekki lent á bryggjupollanum. ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Bif- reiðin er ónýt.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.