Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 1
31. tbl. 11. árg. vestfirska 8. ágúst 1985. FRÉTTABLASIS SUMARÁÆTLUN Þingeyri — Reykjavík — Þingeyri Mánudaga — Fimmtudaga Umboð Þingeyrí Sími 8117 FLUGLEIDÍR Um verslunarmannahelgina: Þéttbýlisstaðir tæmdust Áreksturinn norðan Hólmavíkur var harður, en enginn í bflnum hlaut meiðsli. Segja má að þéttbýlisstaðir á Vest- fjörðum hafi tæmst af fólki núna um verslunarmannahelgina. Á Isafirði var fámennt á götum bæjarins og lít- ið um að vera. Fréttamaður Vf. var á ferð um Strandaveg og má segja að annar hver bfll á þeirri leið hafi borið I- númer. Ljóst er að fjöldi fólks leit- aði til útihátíðanna fyrir sunnan, en þar skein sól alla helgina, og margir vestfirðingar lögðu leið sína austur í Atlavík. Hjá lögreglunni á ísafirði fengum við þau ánægjulegu tíðindi að helgin hefði verið róleg og áfallalaus að öllu leyti. Lögreglan var viðbúin mikilli helgarumferð og var með eftirlitsbíl Leikja og íþrótta- námskeið að hefjast: í fyrra tóku meira en 100 þátt og von á öðru eins nú Það má búast við miklu fjöri á íþrótta og leikjanámskeiðinu sem hefst í fyrramálið, föstudagsmorg- un, á íþróttaleikvanginum í Torf- nesi. t fyrra tóku yfir 100 krakkar þátt í námskeiðinu, sem þótti takast hið besta. Kennari á námskeiðinu verður Guðjón Reynisson íþróttakennari og honum til aðstoðar vaskir menn. Kenndar verða ýmsar frjálsar íþróttir og knattleikir auk leikja. Kennt verður í 5 flokkum og hefst kennsla kl. 10:00 á morgnana. Námskeiðið er ætlað ungu fólki á aldrinum 7—14 ára. Og þá er bara að láta innrita sig á bæjarskrifstofunni eða á leikvang- inum sjálfum. A 80 km. hraða í Hafn- arstræti — sviptur ökuskír- teini umsvifalaust Á mánudagskvöldið var ökumað- ur einn á ferð um Hafnarstrætið á ísafirði og ók fullgreitt, mældist á 80 kílómetra hraða, sem allir hljóta að sjá að er óðs manns æði. Lögreglan færði mann og bíl til lögreglustöðvar. Fulltrúi bæjarfó- geta svipti manninn ökuskírteini sínu þar á staðnum. Ætti það að verða mönnum nokkurt umhugsun- arefni hvað gálaus akstur getur haft í för með sér, enda vill enginn missa ökuréttindi sín. í Djúpinu. Þar var allt í besta lagi, enginn tekinn fyrir ölvun eða of hraðan akstur. „Hinsvegar fannst okkur að menn mættu nota bílbeltin meira en gert er, og sömuleiðis að aka með fullum ljósum. Bæði þessi atriði eru stórfellt öryggismál fyrir ökumennina og því undarlegt að menn skuli ekki huga að þessum atriðum“, sagði varðstjóri hjá lögreglunni. Einhver minni háttar óhöpp urðu á Strandavegi. Tveir aðkomubílar lentu saman rétt norðan við Hólm- avík og aðrir tveir norðan við Framnes. Ekki urðu slys á fólki. Tveir ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við aksturinn, annar að koma af balli í Sævangi, hinn í Árn- esi. Full ástæða er til að benda öku- mönnum á að aka varlega um vegi í Þá eiga „Þessi verkfæri notum við nú ekki nema héma rétt í kringum húsin, svona upp á sport,” sagði Sigurjón Samúelson bóndi í Hrafnabjörgum í Laugardal, þegar blaðamaður Vf. hitti hann og ung- an kaupamann, Snorra, að máli á mánudaginn í brakandi þurrki. Á heimatúninu var mannskapur að hirða töðuna, gestir Sigurjóns þá um helgina. Sagði Sigurjón að þokkalega hefði gengið með hey- skap og var hann bjartsýnn á að ljúka heyvinnu fljótlega. Sigurjón var við önnur störf um verslunarmannahelgina, því hann segist eiga það til að „snúa plötum” á böllum, og það gerði hann í Reykjanesi þessa helgi. Sigurjón bóndi hefur það fyrir tómstundagaman að safna hljóm- Strandasýslu. Víða eru blindar beyj- ur og hæðir, þar sem hættan er oft á næsta leyti, enda umferðarþungi orðinn mun meiri á vegunum eftir að farið var að aka Steingrímsfjarðar- plötum, ekki síst þeim íslensku. Segist hann hafa byrjað á því 1952, eða um það leyti sem hljómplötu- útgáfa hófst hér á landi. Á hann merkilegt safn íslenskra platna, heiðina suður. Kaflinn frá Hrófbergi að Hólmavík er sérlega varhuga- verður í þessu tilliti, en einnig víða í Kollafirði. sem margir líta hýru auga. Hefur það t.d. hjálpað upp á sakirnar hjá ríkisútvarpinu, þegar sérstakar plötur hefur vantað. Sandfell reynir að opna fleiri markaði fyrir gámafisk: Þrettán gámar til fjögurra Evrópulanda „Það getur tekið drjúgan tíma að kynna nýjan fisk á nýjum markaði eins og til dæmis í Belgíu , Frakk- landi og Hollandi,” sagði Ólafur B. Halldórsson í viðtali við Vestfirska fréttablaðið. „Við verðum að hafa biðlund og veita kaupendunum sinn aðlögunartíma.” ísfang h.f. hefur um nokkurt skeið haft vakandi auga á mörkuð- um víðar í Evrópu en í Bretlandi, þar sem offramboð er nú að stór- skaða söluverðið. Þar voru 2800 lestir af gámafiski frá íslandi á markaði núna í vikunni með til- heyrandi verðhruni. Ólafur sagði að reynt hefði verið að koma fiski frá Isafirði á aðra markaði, t.d. fóru 13 af 26 gámum á fimmtudaginn var til Danmerkur, V - Þýskalands, Hollands og Belgíu. Siglt er með gámana til Hirtshals í Danmörku en þaðan eru þeir fluttir í kælivögnum til mót- takenda í þessum löndum. SÍÐUSTU FRÉTTIR: 1 gær barst Ísfangi skeyti um sölur á fiskmörk- uðum í Evrópulöndunum fjórum. Gæðum fisksins var hælt og óskað eftir meira af slíkum gæðafiski. Verðið sem fékkst fyrir fiskinn var líka hagstætt, 40 til 46 krónur á kílóið. Ljóst er því að Isfang lék þama sterkan leik. Skreiðin: 13000 óseldir pakkar af skreið á Vest- fjörðum —virði meiraen út- svarstekjur ísafj- arðar nema „Það þarf vart að fjölyrða um það, skreiðarmálin standa afar illa hér á Vestfjörðum eins og annars staðar,” sagði Ólafur B. Halldórs- son í samtali við VF. Á milli 12 og 13 þúsund skreið- arpakkar eru til á Vestfjörðum og kvað Ólafur afar erfitt að segja nokkuð um horfur á sölu. Margt hefði verið reynt, en hvorki gengið né rekið. Reiknað er með að skreiðar- pakki kosti 200 Bandaríkjadali eða sem svarar 8000 krónum. Verð- mæti óseldu skreiðarinnar sem liggur hjá vestfirskum skreiðar- framleiðendum er því meira en 100 milljón króna virði. Ekki lítil upp- hæð, þegar haft er í huga að út- svarstekjur ísafjarðarkaupstaðar f ár nema um 70 milljónum króna. Vestfjarðamót í golfi Vestfjarðamót í golfi verður haldið núna um helgina. Keppt verður í öllum flokkum. Keppnin hefst kl. 10:00 á laugardagsmorgun í Bolungarvík og lýkur skráningu kl. 11:00 fyrir hádegi. Leiknar verða 18 holur í Bolung- arvík. Á sunnudagsmorgun heldur keppnin áfram, þá á golfvellinum á ísafirði og hefst keppni þann dag kl. 10:00 f.h. Búist er við góðri þátttöku, enda stækkar óðum hópur harðsnúinna kylfinga á Vestfjörðum. Um þarnæstu helgi verður bæjarkeppni Bolvíkinga og ísfirðinga háð í Bolungarvík og hefst hún kl. 13:00 á sunnudag. Þar verða allir hlutgengir, en aðéins 6 þeir bestu í hvoru liði reiknaðir með í lokauppgjörinu. Sigurjón bóndi og Snorri litli rifja á hlaðinu á Hrafnabjörgum. Brakandi þerrir á verslunarmannafrídaginn: bændur ekki frí

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.