Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 4
vestfirska 4 vestfirska TRETTADLADID ísafjarðarkaopstaðor Byggingafulltrúi Staða byggingafulltrúa hjá ísafjarðar- kaupstað er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 22. ágúst n.k. Frek- ari upplýsingar veitir undirritaður í síma 94-3722 eða á bæjarskrifstofunum Austur- vegi 2, 400 ísafirði. Umsóknir sendist á bæjarskrifstofumar. Bæjarstjórinn á ísafirði. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI PÓSTHÓLF 114 - 400 ÍSAFJÖRÐUR LAUS STÖRF Heilsugæslustöðin á ísafirði óskar að ráða nú þegar. Læknaritara eða starfsmann með góða vélritunarkunnáttu. Starfsmann við símavörslu o.fl. Umsóknarfrestur um störfin er til 15. ágúst n.k. Upplýsingar um störfin gefur hjúkmnarfor- stjóri í síma 3811. Tónlistarskóli ísafjarðar Vill leigja húsnæði (einbýli eða raðhús) fyrir kennara frá 1. september n.k. eða síðar í vetur. Vinsamlegast hafið samband í síma 3010. Skólastjóri 0 SÍMINN OKKAR ER 4011 o qnpLEGGUR 7a \ og skel L/ \—* fatauerslun barnanna o qHULEGGUR ?a\OG skel L/ VJ fatauerslun barnanna r UTSALA — UTSALA 20% — 50% afsláttur frá 8. ágúst til 17. ágúst. Leggur og skel Sími 4070. Vestfirski karlakórinn í Finnlandi og Sovétríkjunum: Hljómmiklu lögin féllu Finn- um best í geð — kórinn fékk hinar bestu viðtökur Hér er allur hinn föngulegi hópur frá Vestfjöri Karlakór ísafjarðar, Karlakórinn Ægir í Bolungarvík ásamt tveim fé- lögum frá Flateyri og undirleikara þaðan, héldu til Finnlands og Á- landseyja í júlíbyrjun tii tónleika- halds. Tónleikaferðin stóð frá 3. til 15. júlí, en að henni lokinni var farið yfir til Leningrad þar sem dvalið var í þrjá daga. Kórinn stóð sig með hinni mestu prýði og hiaut lofsam- lega dóma þeirra sem á hlýddu. FÓLK FORVITIÐ UM TÓNLIST- INA OG LANDIÐ „Ég heldað það sé óhætt að segja að hljómmiklu lögin, sem við sung- um hafi fallið Finnunum best í geð“, sagði Bjarni Jóhannsson í viðtali við Vestfirska fréttablaðið. „Fólkið var mjög forvitið hvar sem við komum, vildi fá að vita sem mest um tónlist- ina, um ísland og hvaðeina. Oft heyrðum við á fólki að ísland var einskonar draumaland þess og að það hefði áhuga á að heimsækja landið okkar. Móttökurnar í heild voru afar hlýjar og góðar og ferðin í heild vel heppnuð og eftirminnileg öllum sem þátt tóku í henni“. Héðan héldu 28 manna kór auk stjórnanda og eiginkvenna kórfélag- anna, alls 60 manns. Stjórnandi var Kjartan Sigurjónsson, en undirleik- ari James Houghton. Einsöngvarar með kórnum voru þau Björgvin Þórðarson og Bergljót Sveinsdóttir. Á efnisskránni voru mest íslensk kórverk, en einnig verk eftir Mend- elsohn, Schubert, Verdi, Wagner og Weber. Sungið var á tveim stöðum í Finn- landi, í Helsinki og Orimattilla og í Mariehamn á Álandseyjum. í Helsinki var sungið á Esplan- aden sem er einskonar uppákomu- svið við aðalmarkað borgarinnar. Þar eru að öllu jöfnu hundruð og þúsundir fólks, jafnt borgarbúar og ferðamenn. Kórinn dró strax að sér mikinn mannfjölda. Bekkirnir fyrir framan sviðið voru þétt setnir og fjöldi manns stóð og hlýddi á sönginn. Konur kórfélaganna voru uppábúnar í þjóðbúninga og vöktu geysimikla athygli fyrir skart sitt. SUNGIÐ í SVÖRTU í SUMAR- BLÍÐU Fyrri tónleikarnir voru haldnir í sólskini og miklum hita þannig að það varð hálfgerð pína fyrir kórinn að standa upp á endann í 45 mínútur klæddir smókingfötum. Kórinn og einsöngvarar gerðu mikla lukku við þessa fyrstu hljómleika, ekki síst Björgvin þegar hann söng Ég bið að heilsa og Sjá dagar koma, einnig Bergljót þegar hún söng íslands lag og Hallarfrúna. Þá fékk kórinn gott klapp fyrir rismikil lög eins og Brennið þið vitar og Hornbjarg. Kórinn hélt aðra tónleika á sama stað tveim dögum síðar og við hinar bestu undirtektir fólks. Var dvölin í höfuðborg Finnlands hin ánægjuleg- asta og áttu margir góðir landar ytra sinn þátt í því, t.d. Borgar Garðar- son og kona hans, Ann Sandelin og Borgþór fréttamaður Kjærnested. Þarna hittu kórfélagar þau listahjón- in Sigrúnu og Gest Þorgrímsson, en þau voru komin sérstaklega til að hlýða á tónleikana. Þá veitti Jouko Parvianien góða aðstoð, en hann er eldfjallafræðingur og kvæntur ís- lenskri konu. TIL ÁLANDSEYJA Frá Helsinki var haldið með ferju til Álandseyja frá Turku. Þetta var fimm tíma þægileg sigling á 30 þús- und tonna ferju í skerjagarðinum. Á bryggjunni í Maríuhöfn beið formaður karlakórs þeirra Álands- eyinga, Leif Jansson og bauð kórfé- laga velkomna. Þarna var dvalið við besta atlæti í 3 sólarhringa. Eyjarnar voru dásamlegar og fólkið gott að sögn Bjarna, ekki ólíkt fslendingum að mörgu leyti, enda eyjabúar allra þjóða um margt líkir að sagt er. Tónleikar voru haldnir í ráðhúsi Mariehamn, en á undan hélt Martin Isaksson fyrrum sendiherra Finna fræðsluerindi með myndum um ísland. Þennan tónleikadag var veður með afbrigðum gott og ekki búist við mikilli aðsókn, enda voru borgarbúar farnir til sveita. Aðsókn var hinsvegar með miklum ágætum og góður rómur gerður að söng kórsins. Þarna voru erlend tónskáld á dagskrá ásamt íslenskum, en í Helsinki var dagskráin alíslensk á báðum tónleikunum. Tónleikunum lauk síðan með íslenska þjóðsöngn- um og sungu eiginkonur kórfélaga með körlum sínum. ÚTIGRILL, SAUNA OG ÞJÓÐ- DANSAR Aftur var haldið til Helsinki, en þaðan til Orimattiiía sem er 13 þús- und manna bær ekki langt frá höfuð- borginni. Var tekið á móti kórfólk- inu með miklum kostum og kynjum. Finnlandsferðin varð á sínum tíma til vegna samvinnu við karlakórinn þarna í bænum og er í bígerð að sá kór komi hingað til lands næsta sumar. Sambandið við kórinn í Ori- mattilla fékkst fyrir milligöngu Nor- ræna hússins í Reykjavík. Kórnum var boðið í veislu hjá borgarstjórninni, en að henni lok- inni í ferðalag um bæinn og næsta nágrenni. Þarna var m.a. skoðað minjasafn þar sem fólk sat við hand- verk upp á gamla móðinn, knipp- lingagerð, tágavinnu og útskurð. Þarna tók kórinn lagið fyrir gesti í safninu og starfsfólkið og var sú skemmtun þakksamlega þegin. Tónleikarnir í Orimattilla voru haldnir í íþróttasal skóla eins og var kórfélögum heilsað þar með karlak- ór staðarins. Salurinn var listilega skreyttur með birkiskreytingum og fánum. Var söng kórsins forkunnar vel tekið. Sungið á útisviðinu í Helsinki, — svartklæddir í sumarblíðunni, það fannst mörgum einum um of.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.