Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 6
Nammi — Namm Helgin 9. — 11. ágúst Matseðill Forréttir: Grafin ýsuflök með dillsósu og rístuðu brauði ☆ Hvítlauksristaður humarhali með ristuðu brauði og heitri humarsósu ☆ Rjómalöguð aspassúpa Fiskréttir: Ristuð þorskflök í engifersósu með krydduðum hrísgrjónum og blómkáli ☆ Pönnusteikt ýsuflök í sellerísósu með bakaðri kartöflu og grœnmeti Kjötréttir: Lambapiparsteik í jurtakryddsósu með ostgljáðum kartöflum og grænmeti ☆ Nautabuffsteik með beikoni og lauk í koníaksbættri paprikusósu ☆ Moðsteiktur kalkún með sykurbrúnuðum kartöflum og eplasalati Desert: Jarðarber með rjóma P.s munið kabarettborðið í hádeginu á sunnudögum og kaffihlaðborðið alla daga vikunnar Vegna stóraukinnar aðsóknar viljum við benda gestum okkar á að panta borð í tíma Verið velkomin. — Borðapantanir í síma 4111 HOTEL ISAFJORÐUR Strákurinn á mvndinni, Arnar Birgir, 2 ára, var að gefa heimalingunum í Skál- holtsvík á Ströndum, þegar fréttamann Vf. bar að garði. Stráksi er sjalfur ný- hættur að totta pelann, en undraðist hversu fljótur heimalingurinn var að gera fæðunni skil. vestfirska | rRETTAilADlD Úrsmiðir: Nú á fólk úr til hvers- dagsnota og líka til spari Þing Norðurlandasamtaka lír- smiða var haldið hér á landi dagana 21. til 23. júní. Þing samtakanna eru haldin árlega og skiptast úrsmiða félögin á Norðurlöndum á um að halda þingin. Á þessu þingi var einkum fjallað um fræðslumál og sölu- og mark- aðsmál. Mikil og ör þróun í gerð úra hefur haft í för með sér að eftir- og endurmenntun úrsmiða er afar brýn. Hefur verið leitast við að bæta úr þessari þörf og verður framhald á því. 1 samvinnu við danska úrsmíðaskólann í Ringsted og úrverksmiðjuna E.T.A., sem er helsti framleiðandi úrverka í Sviss, verða haldin námskeið fyrir úr- smiði á öllum Norðurlöndunum. Verður þar m.a. kennd ný mæli- tækni fyrir kvartsúr og leiðbeint um markaðssetningu á nýjum úr- um og úragerðum I ljós hefur komið að aukningin í sölu úra á öllum Norðurlöndunum hefur orðið mest í veglegri og vandaðri úrum. Algengt er orðið að fólk eigi úr til skiptanna, þ.e. eigi úr til hversdagsnota og spari. Þá hefur tískan á hverjum tíma áhrif á úrakaup í ríkari mæli en áður var, fólk velur gerð og lit úra í samræmi við fatnað sinn o.s.frv. Á þinginu kom fram að fjölmargt fólk þyldi ekki að ganga með sum hinna einfaldari og ódýrari úra vegna þess að efni í þeim hefðu iðulega leitt til ofnæmis. Samband vestfirskra kvenna auglýsir: Garðyrkjunámskeið í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði 16. — 21. september n.k. Umsóknarfrestur er til 1. september. Þau kvenfélög, sem vilja sendá þátttak- endur hafi samband við Jónu Valgerði í síma 3633. <0 Cocoa Puffs O Cheerios o Lucky Charms O Riœ Krispies O Smurt brauð O Samlokur O Hamborgarar O Pitzzur Mikið úrval LB Líttu inn ef þig vantar eitthvað í svanginn HAMRABORG HF. SÍMI 3166 ÍSAFIRÐI Hafnarstræti 7 — Sími 3166 Tölvupappír á lager Tölvupappír sérprentaður Öll prentun Aukin tækni Meiri afköst Betri vinna Betra skipulag Styttri afgreiðslufrestur Grípið símann ogr hringið í Ama í síma 3223 @Prentstofan ísrún hf. Pósthólf 116 — 400 ísafjörður

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.