Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 8
GOLFVORUR í M.a. BYRJENDASETT verð frá kr. 4.050,00 GOLFKERRUR verð frá kr. 4.620,00 Hanskar — Kúlur — Tee Ífc SFORTHLAÐAN h.f “ SILFURTORGI 1 — = 400 ÍSAFIRÐI — — SÍMI4123 FRETTABLAÐIÐ ERNIR f ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA vestfirska 'miTirivr hefur heyrt AÐ á Atiavíkurhátíð hafi getið að líta bíl við bíl með í-númerii. Því miður rigndi vestfirsku gestina niður á hátíðinni meðan sóhn vermdi þá sem veðjuðu á útivistarstaðina sunnanlands... AÐ fátt fólk en gott hafi mætt á útihátíðina að Bæjum, — og þar var snöggtum skárra veður en eystra.... AÐ með bættum efnahag Hót- els Isafjarðar sé ýmislegt á döf- inni, m.a. það að útvarp er komið inn á hvert herbergi. Vonandi halda þeir áfram og bjóða upp á síma, sjónvarp og aðra þá þjónustu sem góð hótel einkenna... AÐ innan skamms opni nýr veitingastaður á Skeiði, Þing- hóll, í húsnæði því sem Dokkan réði yfir áður. Þama munu Georg Bæringsson og fleiri reka veitingahús með menningar- svip, góðum mat og trúlega þá góðum veigum. Er ekki ör- grannt um að fólk hlakki til að berja augum þennan nýja stað... AÐ ökumenn sem eiga leið um Steingrímsfjarðarheiði hugsi vegagerðinni þegjandi þörfina. Vegurinn sé að heita má ófær vegna þess hversu grófur veg- urinn er, nánast stórgrýtisurð. Hvemig væri að líta á málin, vegagerðarmenn? AÐ Bolvíkingar segi sem svo að þegar þeir fá hið góða lindar- vatn úr nýrri vatnsveitu, þá muni þeir missa alla mótstöðu gegn allskonar sóttkveikjum. Yfirborðsvatnið hafi sem sé verið ágætt í því skyni að byggja upp mótstöðu gegn pestum... Þessa sögu seljum við ekki dýrt... AÐ margt bendi til að ung- lingastarf verði í vetur í Mána kaffi með líku sniði og síðast liðinn vetur. Ratsjárstöðin á Bolafjalli: Ekki eru taldar miklar líkur á að vegagerð að ratsjárstöðinni á Bola- fjalli fyrir ofan Bolungarvík hefjist á þessu ári. Nú stendur á samn- ingsgerð Islenskra aðalverktaka við Atlantshafsbandalagið. Verktak- amir hafa hinsvegar átt fundi með vinnuvélaeigendum í Bolungarvík. Þá virðist einnig nokkuð ljóst að vatnsveituframkvæmdum lýkur ekki fyrr en á næsta ári að sögn Ólafs Kristjánssonar forseta bæjar- stjómar í Bolungarvík. Sverrir Haukur Gunnlaugsson í Framkvæmdum seinkar Vamarmálaráðuneytinu tjáði blaðinu að fast væri haldið í að opna stöðina í árslok 1987. Vegagerðin upp á fjallið mun valda því að vatnsból Bolvíkinga við Hlíðardalsá munu spillast. Var það strax sett fram sem skilyrði fyrir framkvæmdum að vatnsöflun yrði tryggð bænum að kostnaðar- lausu. Að sjálfsögðu báðu Bolvík- ingar ekki um stöðina á Bolafjalli, heldur var þar um að ræða á- kvörðun Alþingis. Vatnsveitan er tvíþætt. Annars- vegar er um að ræða lítið mann- virki, Þverárveitu sem tengist inn á vatnskerfi bæjarins. Hinsvegar er aðalveitan í Hlíðardal, en sú fram- kvæmd mun bíða næsta árs. Ratsjárstöðvarmenn munu aka sínu vatni á tankbílum upp á fjallið, en Bolvíkingar munu í framtíðinni njóta heilnæms og hreins vatns. Talsverð vinna er framundan hjá vélaeigendum í Bolungarvík við vegagerðina og vatnsveituna, að ekki sé talað um 1000 fermetra hús Frá afhendingu íbúða aldraðra í Bolungarvík. Á myndinni er verktakinn, Jón Friðgeir Einarsson ásamt byggingar- nefndarmönnum og eigendum íbúðanna. Ljósm. Gunnar Hallsson. íbúðir aldraðra í Bolungarvík Ibúðir fyrir aldraða í Bolungar- vík hafa nú verið teknar í notkun. Framkvæmdir við byggingu þeirra hófust 1979, en lágu niðri eftir að þær höfðu verið gerðar fokheldar. Einbeittu menn sér þá að endur- bótum á sjúkrahúsinu. Á síðasta ári var þráðurinn tekinn upp að nýju og nú hafa 4 einstaklingsíbúðir, 45 fermetra, og 2 hjónaíbúðir, 58 fer- metra, verið afhentar eigendum sínum. Ólafur Kristjánsson, forseti bæj- arstjómar Bolungarvíkur tjáði VF að íbúðimar hefðu verið seldar á föstu verði, sem í raun væri aðeins hálfvirði. Bærinn á endurkaupa- réttinn og kaupir á sama verði og selt var að viðbættri hækkun bygg- ingarvísitölu. Sagði Ólafur að ekki hefðu margar umsóknir borist um íbúð- imar á sínum tíma, en núna þegar íbúðimar voru sýndar vöktu þær milda athygli og áhuga fólks, enda vel til þeirra vandað. I ráði er að byggja þjónustu- íbúðir aidraðra við sjúkrahúsið í Bolungarvík og sagði Ólafur að vonir stæðu til að grannur þess húss yrði byggður á næsta sumri. Þrír buðu í strætis- vagnaaksturinn Um næstu mánaðamót hefjast að nýju reglubundnar ferðir strætis- vagna á Isafirði. I gær vom tilboð í aksturinn opnuð á skrifstofu bæj- arstjóra. Þrjú tilboð bámst, frá © POLLINN HF Isafirði Sími3792 TT T H y Y | W//. W//. W/. "ý'vw /Á <//////Á//m/A//zj gæðaframköllun Þú velur matt eða glans H - LÚX 9 sem er 9x13 cm. Eða H - LÚX 10 sem er 10X15 cm. Eða sumarauka sem er aukaskammtur af myndum á hálfvirði Fljót og góð þjónusta á fjallinu. Bolvíkingar leigja utanríkisráðu- neytinu 7 hektara landssvæði á Bolafjalli. Leigan? Jú, hún er kr. 2600 á ári, þannig að ekki hagnast þeir á neinskonar „landsölu“ í þessum viðskiptum, Bolvíkingar. þeim Gísla B. Ámasyni, Elíasi Sveinssyni og Ásgeiri G. Sigurðs- syni. Að sögn bæjarstjóra, Haraldar L. Haraldssonar, em tilboðin nokkuð ólík, þannig að eftir er að gera á þeim samanburð og reikna út hvert þeirra komi best út. Verður það verk unnið núna fyrir helgina. Strætisvagnar eiga að ganga með mismunandi tíðni í vetur með tilliti til skóla og vinnustaða í bænum. Ekki er búið að ákveða hvert gjaldið verður, en bæjarstjóri sagði að boðið yrði upp á afsláttarkort. Mikill afli hefur borist á land núna eftir verslunarmanna- lielgina um alla Vestfirði. Tog- arar halda áfram að landa miklum afla og smábátar gera það gott, færabátar hafa landað allt að 2 tonnum eftir daginn, en algengt er að veiðin hafi farið yfir tonn. Frést hefur af góðum afla á trolli. Af toguram er þetta að frétta: BESSI er á veiðum fyrir vænt- anlega siglingu. GUÐBJARTUR landaði í vik- unni 140 tonnum, blandaður afli, en þó að langmestu leyti þorskur, allt í vinnslu hér heima. PÁLL PÁLSSON landaði á þriðjudag 140 tonnum, mest allt ágætur þorskur. Skipið varð að hverfa frá rífandi fiski eftir 3 — 4 sólarhringa veiðiferð. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON landar í dag. GUÐBJÖRG landaði 215 tonn- um af þorski um miðja vikuna. DAGRÚN landaði í Þýskalandi 169 tonnum, þar af 98 tonnum af karfa, sem seldist á 40 kr. kílóið, afgangurinn var ufsi, 33,40 krónur fengust fyrir hvert kJló. SÓLRÚN landaði 30 tonnum af rækju á föstudag. Var þetta væn úthafsrækja og góður fengur. HEIÐRÚN landaði á þriðju- daginn. Aflinn var um 115 tonn, að langmestu leyti þorskur, en auk þess ýsa, steinbítur og koli. ELÍN ÞORBJARNARDÓTT- IR landaði 130 tonnum af þorski núna í vikunni. GYLLIR kom með 148 tonn af þorski á þriðjudaginn var. FRAMNES I landaði 20 tonn- um af rækju á föstudaginn. SLÉTTANES landaði í gær um 150 tonnum af þorski og hafði lent í rifandi fiskiríi. SÖLVI BJARNASON kom með 140 — 150 tonn í vikunni eftir stutta veiðiferð. TÁLKNFIRÐINGUR fór stutta veiðiferð og kom með 47 tonn af þorski til hafnar og var inni um helgina. BILALEIGA Nesvegi 5 - SOðavik S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarv^gi 34 - V/Miklatorg S 91-25433 Afgreiðsla á Isafjarðarflugvelli S 94-4772 Sendum bílinn Opið allan sólarhrtnglnn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.