Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.08.1985, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 15.08.1985, Síða 1
FRETTABLASIS EIMSKIP STRANDFLUTNIh Símar: Skrífstofa Vöruhús |* GAR 1555 1556 MS MÁNAFOSS - Á ÍSAFIRÐI AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA AÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA Nú eiga allir leið í BOLUNGARVÍK eftir nýja veginum! NÝTT GRÆNMETI O FERSKIR ÁVEXTIR Lítið á kjötborðið okkar það bregst aldrei! Sinarffuðfjinmson k £im 7200 . iflS fiol untja’iOík Knattspymuráð leitar til bæjaryfirvalda: Skuldirnar nema tveim milljónum Knattspyrnuráð ísafjarðar á nú orðið í verulegum fjáhagsvandræð- um. í viðtali við Vf. sagði Jakob Þorsteinsson að þetta væru skelfi- leg vandræði og ætti KRl orðið í miklum erfiðleikum við að halda rekstrinum gangandi. Meginástæðan fyrir þessari skuldasöfnun er sú að tekjur sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun brugðust algjörlega. I fyrsta lagi hafði verið gert ráð fyrir u.þ.b. 500 þús. króna tekjum af rækjuveiði sem brást, einnig hafði verið gert ráð fyrir að spilakassar sem voru í KRÍ-húsinu myndu gefa af sér 300 þús. í tekjur. Spilakassamir voru gerðir upptækir sem gerir það að verkum að all mikill hallarekstur er á KRÍ-húsinu. Skuldahali frá fyrra ári var 1200 þús sem þýðir það að samtals skuldar KRÍ 2 milljónir. Stór hluti þessarar upphæðar er ógreiddur ferðakostnaður. Einnig hefur þjálfun Uðsins verið mjög kostnaðarsöm, liðið hefur verið þjálfað á tveim stöðum, í Reykjavík og á ísafirði og hefur þurft að kosta þjálfara og húsnæði á báðum stöð- um. Jakob sagði að þessi skuldahali hefði verið að vaxa undanfarin ár og hefði þetta vandamál verið rætt ítarlega á tveim síðustu aðalfund- um. Vandamál Knattspyrnuráðs hafa nú verið lögð fyrir bæjaryfir- völd, en ekki er ljóst til hvaða ráða verður gripið. Ólafur Helgi Ólafs- son formaður íþróttabandalags Isafjarðar sagði í viðtaU við Vf. að ekki væri útséð um hvaða meðferð málið fengi hjá bæjarráði en ljóst væri að þetta kallaði á algjöra end- urskipulagningu á allri starfsemi Knattspymuráðs. Hvað varðar framtíðarlausn þessara mála sagði Jakob að hann teldi helst koma til greina að spara ferðakostnað í yngri flokkunum með því að stofna sérstakan Vest- fjarðariðil. Einnig að byggja meistaraflokkinn meira upp á heimamönnum til þess að forðast óþarfa þjálfunarkostnað, sem minnst er á hér að framan. Hann sagði að Uðið væri ekki í neinni fallhættu í 2. deild, sú deyfð sem væri yfir liðinu væri alfarið leik- mönnum sjálfum að kenna. Þeir einir gætu bjargað Uðinu úr þeúri lægð sem það væri í. Nýr forstöðu- maður tækni- deildar Bjarnason. Eyjólfur Bjamason hefur verið ráðinn forstöðumaður tæknideild- ar Isafjarðarkaupstaðar. Eyjólfur var áður byggingafulltrúi þar til nú að hann tekur við starfi forstöðu- manns, sem Bjami Jensson gegndi áður. „Það er fjöldamargt framundan hjá mér í þessu nýja starfi m.a. við- haid á ýmsum húseignum bæjarins. Mér líst vel á starfið og hygg gott til glóðarinnar”, sagði Ejólfur þegar við röbbuðum við hann eitt augna- bUk eða svo. Allt í skrúfunni: Skólastjóra og 3 kennara vantar að Iðnskólanum „Þetta er ekki verra en vant er, það er aUt í skrúfunni”, sagði Einar Hremsson þegar hann var spurður hvemig gengi að ráða kennara og starfslið að Iðnskólanum á Isafirði, Einar er formaður skólanefndar Iðnskólans sem á í verulegum vandræðum með að fá starfslið fyrir komandi skólaár. Ennþá er ó- ráðið í stöðu skólastjóra og 3 kenn- arastöður eru enn lausar. Einar var bjartsýnn þó enginn hafi enn sótt um þessar stöður. Taldi hann enga ástæðu til svartsýni og vildi hvetja þá sem hugsanlega vildu leggja hönd á plóg til að efla þetta skóla- starf til þess að hafa samband við sig. Japanimir tveir ásamt jóbanni bónda i Heimabæ Japanir rannsaka norðurljósin í Arnardal Tveir japanskir vísindamenn, doktorar í stjarneðlisfræöi, dvelja um þessar mundir við vísindastörf í Heimabæ í Arnardal. Þeir hafa komið upp flóknum vísindatækjum, m.a. myndavél sem tekur myndir af norðurljósunum. Þá hafa þeir mikinn loftnet- aútbúnað, sem er knúinn sólarorku, segulbönd og myndbanda- tæki svo eitthvað sé nefnt. Vf. heimsótti þá félagana frá landi sólarinnar og ræddi við þá. — Nánar á bls. 3. 13 —15 ára skattgreiðendur á Vestfjörðum: Mun meiri tekjur en tíðkast í Reykjavík Ungmenni á aldrinum 13 — 15 ára greiða að öllu jöfnu ekki háa skatta, enda ekki orðnir matvinnungar á þeim aldri hvað þá meir. Hér á Vestfjörð- um kemur hinsvegar í ljós að unglingar, 13, 14 og 15 ára greiða 1.456,000 krónur í opin- ber gjöld í ár. Til samanburðar má taka Reykjavík. Þar er lagt á ein- staklinga á sama aldursskeiði 3,3 miDjónir, og eru Reykvík- ingar þó ca. 8 sinnum fleiri en Vestfirðingar. Ólafur Helgi Kjartansson skattstjóri tjáði blaðinu að meðaltekjur þessa aldurshóps hér á Vestfjörðum i fyrra hefðu reynst vera um 41 þúsund krónur, en yfirleitt stendur sumarvinnan þetta 2 — 3 mán- uði. 1 Reykjavík er mun minna um atvinnu í fiski en hér vestra þar sem segja má að hver hjálpandi hönd sé þegin til að bjarga verðmætunum sem sótt eru í fang Ægis. Steingrímsfjaðar- heiði: Efsta lag vegarins kemur fyrir næsta sumar Mikið hefur verið kvartað yf ir nýja veginum yfir Steingrims- fjarðarheiði í sumar, eða öllu heldur köflum í þeim vegi. Næsta sumar ættu ökumenn að geta liðið í Ijúfum draumi yfir þennan veg, sem í sjálfu sér er mikil samgöngubót Að sögn Gisia Eiríkssonar hjá Vega- gerðinni verður byrjað að mala efni í efsta lagið á veginum núna í næsta mánuði. Grunnskólinn: Fimmtán kennara vantar Nú er tæpur mánuður þangað til Grunnskóli Isafjarðar á að taka tii starfa. Unnið er að breytingum á húsnæði skólans með það fyrir aug- um að bæta vinnuaðstöðu kennara og starfsfólks. Ennþá er óráðið í 1S kennarastöður við skólann, og litil eftirspurn eftir þeim að sögn Jóns Baldvins, nýráðins skólastjóra. Flest ef ekki öil sveitarfélög úti á landi bjóða kennurum ýmis friðindi auk fastra launa, má þar nefna hluti eins og fritt eða ódýrt húsnæði, flutningsstyrk, ókeypis barnagæslu og fleira. Á ísafirði hafa kennurum enn ekki verið boðin fríðindi af þessu tagi, en ætlunin er að bæjarráð fjalli um þessi mál á sérstökum fundi. Vonandi finnst einhver lausn þannig að Grunnskóli Isa- fjarðar geti hafið störf á tilsettum tíma.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.