Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 2
vestfirska 2 I vestfirska FRETTABLADID I vestfirska FRETTABLAÐIÐ Spurningin er...??? Vestfirska Fréttablaðið fór á stúfana og ákvað að kanna lauslega hvort fsfirðingar hefðu almennt farið og skoð- að Byggðasafnið, sem er hin merkasta stofnun: Krlstján Jótwnnsson sagðist líka oft hafa komið í safnið, sérstaklega væri gaman að skoða sögusýninguna frá 200 ára afmæli bæjarins sem er ennþá uppi í safninu. HjaftJ Karisson, kvaöst hafa komið nokkrum sinnum í safnið. Það væri mjög áhuga- vert. Skúli Skúlason hafði ekki komið í safnið. Aðspurður kvaðst hann hafa verið bú- settur á fsafirði í 8 ár, en aldrei hafa dottið í hug að fara og skoða Byggðasafnið. Og þá er bara aö drífa sig, hálsar góðir, og skoða Byggðasafniö. Það er vel þéss virði. Halla Haraklsdóttir haföi komið í safnið. Nei hún mundi ekki eftir neinu sem hafði vakið áhuga hennar sérstak- lega. Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminni er 4011. Ritstjóri: Ólafur Guðmundsson. Blaðamaður: Jón Birgir Pétursson. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan Isrún hf. Isafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. „Við höfum farið varlega i sak- irnar, en að þessari tilraun lokinni munum við ifklega fara út í laxeldi i stærri stíl‘% sagði Pétur Bjarnason i viðtali við Vestfirska fréttablaðið, en hann hefur á undanfömum árum verið hinn ódrepandi talsmaður fiskiræktar á landi, fyrst í stað fyrir nokkrum daufum eyrum, siðar við vaxandi skilning. En Pétur hefur fleira í poka- hominu. Hann vill að hlustað sé á nýjustu fréttir frá Noregi, en þar eru menn langt á undan Islending- um í öllu sem heitir fiskeldi. Þar í landi er nú rætt um að sleppa laxa- seiðum á loðnuslóðir og rækta laxastofn, sem verði veiddur úr sjó eins og annar matfiskur. Segir Pét- ur að Norðmenn spái að í framtíð- inni verði unnt að gera laxveiðar í sjó arðbærari en þorskveiðar. Slíkt eigi að gilda jafnt um íslandsmið. Telja Norðmenn að „útsæðið” sem sett er í sjó í ár verði orðið að góð- um veiðistofni eftir 5 — 7 ar. Þá geta stjórnmálamenn líka hætt að gera sér ferðir í önnur lönd til að fá fram „bann við laxveiðum í sjó”. f Reykjanesi hafa laxaræktar- mennimir aðeins sjó og heitt vatn. Fiskeldi við þessi skilyrði hafa sumir talið lítt vænleg til árangurs og gera margir enn. Þó segir Pétur „Það eru margir með skuttogara í klofinu,—án þess að vita það“ — segir Pétur Bjarnason, bjartsýnni en nokkru sinni um framtíð fiskeldis að árangurinn sé mjög góður. Fyrsti fiskurinn var tekinn í stöðina í febrúar s.l. og er nú um 100 grömm að þyngd hver fiskur. Síðan á leið fiskanna eftir að liggja í eld- isker og loks í flotkvíar. Næsta haust verður slátrað, væntanlega fást nokkur tonn af úrvals laxi. Hjá fslaxi á Nauteyri er klakstöð, en þaðan fá þeir í Reykjanesi og margir aðrir seiði til eldis. „Það má alveg orða það svo að margir héma á Vestfjörðum, og þá á ég við þá sem jarðhita hlunninda njóta, hafi skuttogara í klofinu án þess að vita það. Þá á ég við það að siík hlunnindi geta orðið skuttog- ara virði í framleiðslu á góðum matvælum”, sagði Pétur Bjamason að lokum. Pétur, - bjartsýnni en nokkru sinni. Tombóla fyrir sjúkra húsið Tveir duglegir krakkar héldu tombólu á dögunum og gefa 557 krónumar, sem inn komu, til nýa sjúkrahússins. Krakk- amir heita Guðmundur Guð- jónsson, Túngötu 20 og Hall- dóra Ólöf Brynjólfsdóttir, Mið- túni 37. Erlendu skuldirnar helsta meinsemdin —segir í hagfræðiriti norrænna iðnrekenda „Vandamál fslendinga eru eink- um þrennskonar”, segir i ritinu Nordic Economic Outlook”, sem samtök iðnrekenda á Norðurlönd- unum gefa út. f riti þessu er f jallað um efnahagsmál og horfur f þeim málum á Norðurlöndum. Sérstakur kafli er um hvert land fyrir sig. í kaflanum um um fsland er sér- staklega bent á þetta þrennt sem hrjáir íslenkan efnahag: Mikil verðbólga, lítill hagvöxtur, minni en i samkeppnislöndum okkar, og loks gífurleg erlend skuldasöfnun í kjölfar óhagstæðs greiðslujöfnuð- ar. Á öllum Norðurlöndunum, nema Finnlandi, er hagvöxturinn verulega minni í ár en var í fyrra, en meiri hjá Finnum. Neyslan mun þó að líkindum verða svipuð, segir í ritinu. Þá kemur í ljós að öll eiga Norðurlöndin við að stríða við- skiptahalla, nema Noregur. I ritinu er fslendingum bent á nauðsyn þess að auka útflutning í öllum greinum atvinnulífsins, en þar sé að finna helstu meinsemdina í þjóðarbúskap landsmanna. íslenskt Ijóðskáld í Svíþjóð: Er að slá í gegn Það er ekki á hverjum degi sem skáld ganga um götur hér á fsafirði. Inn á ritstjóm Vf. datt ungur maður sem er að slá I gegn sem ljóðskáld úti í Svíþjóð. Hér var á ferðinni Hrólfur Brynjar Ágústsson skáld og bókmenntafræðingur. Hann hefur verið búsettur í Svíþjóð, nánar til- tekið f Gautaborg undanfarin átta ár. Hann er nú kominn heim til ársdvalar og vinnur á geðveikrahæli í Reykjavík. í haust kemur út í Svíþjóð yfir- litsverk með verkum ungra og efnilegra skálds, þar í verða 5 ljóð eftir Hrólf ásamt kynningu á skáldinu. Þar ytra þykir talsverð upphefð að fá inni í kynningarriti þessu, en það kemur út árlega. f viðtali við Vf. sagðist Hrólfur hafa ákveðið 12 ara gamall að verða skáld eða rithöfundur. Hann sagðist sakna þess frá Svíþjóð að fá ekki tækifæri til þess að flytja ljóð sín fyrir lifandi áheyrendur. Hann sagði að þar ytra væru íslenskir höfundar ekki mjög mikið lesnir, Halldór Laxness væri yfirleitt þýddur jafnóðum og hann kæmi út en lítið hefði verið þýtt af verkum yngri höfunda. Úti í Svíþjóð eru heimsbókmenntir gefnar út í vasa- broti sem gerir þær aðgengilegri fyrir almenning heldur en þær við- hafnarútgáfur sem tíðkast til jóla- gjafa hér heima. Hrólfur kvaðst hafa á prjónunum bæði útgáfu eigin ljóða sem hann hyggst þýða af íslensku yfir á sænsku. Einnig hefur hann mikinn hug á að þýða verk eftir Guðberg Bergsson og jafnvel fleiri til útgáfu í Svíþjóð. Hann sagðist ekki hafa lesið mikið af þeim bókum sem út hefðu komið hér heima undanfarin ár en sér fyndist íslenskar bókmenntir vera fremur í lægð. Smáauglýsingar TIL SÖLU Bifreiðin í 164 BMW 520i. Ár- gerð 1982, ekinn 50 þús. km. Steriogræjur, sóllúga og ýmsir aukahlutir. Upplýsingar í síma 3832 og 3448. VW 1200 ÓSKAST TIL KAUPS Æskilegt er að bifreiðin sé með skoðun. Á sama stað er til sölu Mazda picup 1977. Vinsamlegast hringið í síma7570 eða 7569. TIL SÖLU bifreiðin í 125, sem er Volvo 244 DL, árgerð 1976. Bifreiðin er sjálfskipt og nýsprautuð, út- varp og vetrardekk fylgja. Upplýsingar í síma 3421. TIL SÖLU Volkswagen Golf árgerð 1979, sjalfskiptur. Upplýsingar veittar í síma 3828. TIL SÖLU Vélbundið hey til sölu. Upplýsingar i síma 4958. TIL SÖLU SAAB 99 GL, árgerð 1976. Ek- inn 105 þús. km. 4 dyra, er til sölu. Upplýsingar í síma 7394 eftir kl. 19:00 (Halldór). TILBOÐ óskast í VW bjöllu í 1025 árgerð 1974. Upplýsingar gefur Erna í síma 3784.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.