Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.08.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 22.08.1985, Blaðsíða 1
33.tbl. 11. árg. vestfirska 22. ágúst 1985. rRETTABLASID SUMARAÆTLUN Patreksfj. — Reykjavík — Patreksfj. Mánudaga — Miðvikudaga — Föstudaga Umboð Patreksfjörður Sími 1133 FLUGLEIDIR NÝJAR VÖRUR teknar upp í dag Verslunin CAíá ísafirði sími 3103 Of fáir bíógestir: Gætum þurft að loka — segir Sigurður Ólafsson „Aðsóknin hefur ekki aukist jafn mikið og við áttum von á. Það er erfitt að segja nokkuð til um þetta núna, það kemur betur í Ijós þegar skólamir byrja”, sagði Sigurður Ólafsson, þegar við spurðum hann hvort þeir fyndu fyrir aukinni að- sókn eftir breytingarnar á bióhúsi fsafirðinga. Sigurður sagði, að þeir hefðu reynt að fjölga sýningum, tekið upp sýningar á föstudags- og laugar- dagskvöldum, en allt kæmi fyrir ekki. Sagði hann erfitt að taka upp fimmsýningar á virkum dögum, því sýningarmennimir væru allir í fastri vinnu annars staðar. Strangt tekið væri það þriggja mánaða nám að læra á vélarnar til þess að fá uppáskrifað vottorð af eftirlits- manni sýningarvéla um, að við- komandi sé hæfur sýningarmaður. Um möguleika á fleiri sýningar- sölum sagði Sigurður, að lögun Al- þýðuhússins byði tæplega upp á það, en það virtist vera það eina sem borgaði sig svo hægt væri að nýta myndirnar. „Háskólabíó hef- ur tekið Regnbogann á leigu að einhverju leyti til þess að mjólka myndirnar sínar, því þeir hafa orð- ið að hætta að sýna mynd ef ekki koma fleiri en 200 manns á sýn- ingu, sem er aftur fullt hús hjá okkur”. Sigurður gat þess, að eftir að sýningarsölum hefði fjölgað svo Bíla- verkstæði ísafjarðar selt að hluta 1. september n.k. verða eig- endaskipti á Bflaverkstæði fsa- fjarðar að hluta. Við þeim hluta fyrirtækisins sem séð hefur um aimennar viðgerðir taka þeir Sigurður Gunnarsson og Stefán Simonarson, en fyrri eigendur munu áfram reka réttinga- og sprautunarverkstæði á efri hæð- inni. Stefán sagði í viðtali við blaðið, að þeir yrðu áfram með almennar bílaviðgerðir á neðri hæðinni og smurþjónustu eins og áður. í framtíðinni hugsuðu þeir sér að verða auk þess með rafmagnsviðgerðir og ætluðu að koma sér upp fuilkomnum tækjakosti í því skyni. Áður störfuðu 10 manns hjá Bílaverkstæði fsafjarðar og reiknaði Stefán með að áfram yrðu fjórir á efri hæðinni en líklega eitthvað fleiri hjá nýja fyrirtækinu. mikið í Reykjavík, væri erfiðara fyrir húsin úti á landi að fá nýjar myndir, því þær væru svo lengi í gangi fyrir sunnan. Gerði það stöðu húsanna úti á landi enn erfiðari. „Við ætlum að sjá til fram á haustið. Sumarmánuðimir hafa alltaf verið slakir, nema þegar júlí- lokun sjónvarpsins var við líði. Hjá okkur fækkaði gestum um 11 þús. 1984 miðað við árið á undan og viljum við kenna myndbandaleig- unum um. Þetta er miklu meira hrun í aðsókn heldur en þegar sjónvarpið kom hingað 1968. Þá jafnaði þetta sig á 2 — 3 árum. Myndbandaleigumar ætla að reynast okkur mun skeinuhættari en sjónvarpið var nokkurn tímann. Útlitið er mjög svart”, sagði Sig- urður Ólafsson. Undanfarna daga hefur verið í gangi leikjanámskeið á vegum íþrótta- og æskulýðsráðs ísafjarðar. Þátttaka hefur verið mikil og hafa rúmlega 90 börn sótt námskeiðið. Því lýkur á morgun með keppni ■ 60 metra hlaupi, hástökki og langstökki. Á myndinni sést einn hópurinn ásamt leiðbeinendum sínum, þeim Guðjóni Reynissyni og Hörpu Björnsdóttur. Verða enn breytingar hjá óháðum? Tel mig eiga að skipa sætið — segir Ólafur Theódórsson Svo sem kunnugt er náði efsti maður af lista óháðra borgara á fsafirði kjöri við seinustu bæjar- stjórnarkosningar. Nú er sú staða komin upp, að þau sem skipuðu fyrsta og annað sætið á listanum em flutt úr bænum og þriðji mað- urinn var við nám erlendis. Það þótti því eðlilegast að leitað yrði til þess sem skipaði f jórða sætið, en sá gaf ekki kost á sér. Það þótti þvf eðlilegt að leitað yrði til þess er skipaði fimmta sæti listans, hefur hann þegar tekið sæti í bæjar- stjóminni og er formaður bæjar- ráðs. Þriðji maðurinn á listanum, Ólafur Thódórsson verkfræðingur, er nú kominn heim aftur og þá vaknar sú spuming hvort honum beri að taka sæti í bæjarstjóm. Við slógum á þráðinn til Ólafs og hafði hann eftirfarandi um málið að segja: „Þetta mál er í athugun, en mín skoðun er sú að þessa stundina skipi ég efsta sæti listans. Skv. kosningalögunum segir, að þegar maður flyst í burtu eða fellur frá þá tekur næsti maður á listanum við, því menn eru kosnir í þeirri röð sem þeir eru á listanum. Þar eð Reynir og Auður eru farin þá hefði þriðji maður átt að koma inn. Spumingin er hvort vera mín úti eigi að teljast varanleg eða ekki. Ég tel að hún eigi ekki að teljast varanleg og mig var m.a. að finna á útsvarslista. Þó að maður flytji heimilisfang sitt er- lendis þá er það gert til þess að komast inn í landið. Þannig hefur búseta mín erlendis aldrei verið varanleg. Ég tel mig vera búsettan á Isafirði og þar af leiðandi eigi ég að skipa þetta sæti. Ólafur Theódórsson. Þessi mál eru öll í athugun hjá okkur sem skipuðum efstu sæti listans. Þetta er engin deila, heldur staða sem kemur upp og við verð- um að skoða”. „Gæti hugsanlega myndast nýr meirihluti ef af þessum breytingum yrði”? „Nei, nei. Þessi athugun mín byggist ekki á því að taka sætið heldur hver er hinn rétti fulltrúi. Við verðum að vera ábyrg gagnvart því sem við erum að gera þegar við stillum upp lista og göngum til kosninga,” sagði Ólafur. Vinnuslys í Þinghóli „Þetta var 100% slys, bara klaufaskapur”, sagði Þorlákur B. Kristjánsson trésmiður, en hann varð fyrir því óhappi að saga framan af fingri við vinnu sína s.l. föstudag. Slysið varð þegar verið var að leggja síðustu hönd á frágang nýja veitinga- staðarins á Skeiðinu, Þinghóls. Sagði Þorlákur, að hann hefði verið að vinna með kúttara og að puttinn hefði verið fyrir af einhverjum orsökum. Sér fynd- ist leiðinlegt að þetta hefði sjokkerað fólk svona rétt fyrir opnunina. Reiknaði hann með að vera a.m.k. hálfan mánuð frá Flyst sauðfjárslátrun til Hólmavíkur? — breytt viðhorf með tilkomu nýja vegarins Eins og allir vita hefur sláturhús Kaupfélags fsfirðinga á Isafirði verið rekið á undanþágu i mörg ár við bágar aðstæður. I fyrrahaust var slátrað þar um það bil 9000 fjár, en það gæti orðið eitthvað færra i hau- st. Með tilkomu nýja vegarins yfir Steingrímsfjarðarheiði hafa skap- ast ný viðhorf, og eru bændur í Inndjúpi nú að íhuga slátrun á Hólmavík. Á Hólmavík rekur Kaupfélag Steingrímsfjarðar slát- urhús sem var endurbyggt 1973 og getur það tekið á móti 18 til 19 þúsund fjár sé það rekið á fullum afköstum. 1 viðtali við Vf. sagði Jón Alfreðsson, kaupfélagsstjóri á Hólmavík, að margir bændur í Djúpi hefðu rætt við sig, þó ekkert hefði verið afráðið. Einn bóndi, Aðalsteinn á Skjaldfönn, hafði þó þegar afráðið að láta slátra sínu fé forráðamenn KÍ hefðu einnig rætt þessi mál ítarlega við sig. Ljóst væri þó að engin samkeppni væri í gangi milli kaupfélaganna. Sagði Jón, að kaupfélög sem störfuðu í jaðarbyggðum eins og þau sem hér um ræðir, ættu ekki að keppa inn- byrðis heldur leysa svona mál í fullri samvinnu sín á milli. Forráðamenn KÍ vildu ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.