Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.08.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 22.08.1985, Blaðsíða 2
I vestfirska I FRETTABLADID I vestlirska ~l FRETTABLAÐIÐ Vestfirska fréttablaðiö kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Ólafur Guðmundsson. Blaðamaður: Páll Ásgeirsson. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, Isafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan (srún hf. Isafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Minkabú í Engidal Inni í Engidal er veríð að reisa 600 ferm. stálgríndahús sem hýsa á loðdýrabú sem Karl Aspelund, Hallvarður sonur hans og Jón Friðgeir Einarsson standa fyrír. Nú munu vera liðin ein 7 ár frá þvf Karl fór fyrst fram á það við bæjaryfir- völd að fá að reisa loðdýrabú í landi bæjarins. Á þessum tfma hefur Karii veríð úthlutað lóð fyrir búið f jórum sinnum, en fyrstu þrjár úthlutan- iraar vora jafnan dregnar til baka. í viðtali við blaðið sagði Karl, að kostnaður við byggingu hússins lægi ekki ljós fyrir ennþá. I þessu húsi verður rými fyrir 1000 dýr, læður og hvolpa. Þarna verður eingöngu um minkaeldi að ræða og koma fyrstu lífdýrin frá Sauðárkróki um mánaðarmótin október/nóvember. Eru það dönsk dýr, sem flutt voru til landsins í fyrra, eftir að sýkta stofninum þar nirðra hafði verið útrýmt. Ekki er alveg ljóst hvaðan þeir Karl og fé- lagar munu fá fóður. I fyrstu verða þama um 180 læður og er reiknað með að afurðir fari að skila sér eftir ár. Skinnin verða seld til Danmerkur í gegnum Samband fslenskra loðdýrarækt- enda. Ekki er talið að svona bú geti farið að bera fastan starfsmann fyrr en læðufjöldinn er a.m.k. orðinn 250. Myndin sýnir stálgrindahúsið sem þeir Karl og félagar eru að reisa í Engidal. Saumastofan Hleinar færir út kvíarnar Saumastofan Hleinar, sem verið hefur starfandi hér f tæpt ár, er heldur betur að færa út kvíaraar. Verið er að flytja starfsemi hennar úr 18 fermetra bílskúr uppi á Urðarvegi í húsnæði það sem Safnaðarheimilið hafði áður til umráða. Þegar starfsemin verður komin í fullan gang á nýja staðnum er reiknað með að átta manns verði Sigrún Lyngmó, klæðskeri, við iðju sína. Starfskraftur óskast Um er að ræða skrifstofustarf hálfan daginn. Laun samkvæmt kjarasamningum. SAMVINNUTRYGGINGAR OG ANDVAKA Umboðið á ísafirði sími 3555 Dansleikur í Súðavík, laugardagskvöld 24. ágúst kl. 23:00 — 3:00 Komið og skemmtið ykkur með Ásgeiri og félögum ÁSGEIR OG FÉLAGAR þar í fullu starfi. Ætlunin er að þar verði fjöldaframleiddur fatnaður til sölu á innanlandsmarkaði, aðal- lega bama- og kvennfatnaður. Gerður hefur verið samningur við heildsala í Reykjavík um dreifingu á framleiðslu saumastofunnar. Klæðskeri og verkstjóri á sauma- stofunni verður Sigrún Lyngmó, en hún hefur lokið námi í klæðskera- iðn. Eigendur fyrirtækisins munu sjá um hönnun á fatnaði í sam- vinnu við klæðskerann. I viðtali við Vf. kváðust forráðamenn fyrirtæk- isins vera bjartsýnir á framtíðina, næg verkefni væru framundan, og framleiðsla þeirra hefði fram að þessu fengið góðar viðtökur. Það kom fram í spjalli okkar, að það hefði sparað bæði tíma og fyr- irhöfn ef iðnráðgjafi væri fyrir hendi á svæðinu, en eins og kunn- ugt er hefur staða iðnráðgjafa á Vestfjörðum lengi verið auglýst laus til umsóknar án árangurs. Framkvæmdastjóri er Sigrún Magnúsdóttir. Gangavörður, hvað er nú það? í Vestfirska fréttablaðinu birt- ist 1. ágúst síðastliðinn auglýsing frá Grunnskólanum á ísafirði þar sem auglýst var eftir gangavörð- um við skólann. Auglýsingin bar ekki tilætlaðan árangur og er því birt aftur í þessu blaði. í starfi gangavarðar felst f.o.f. að hafa eftirlit með umgengni um skólahúsin og sjá til þess með öðrum starfsmönnum skólans að skólareglum sé hlýtt, jafnframt því að halda lóð og húsnæði snyrtilegu og hreinu og aðstoða við eftirlit í stundahléum. Gangaverðir eru ráðnir til starfa þá 9 mánuði sem grunn- skólinn starfar og getur bæði verið um að ræða heila stöðu eða hluta- starf. Kaupfélag ísfirðinga: Nýr kaupfélags- stjóri tekinn til starfa Nýr kaupfélagsstjóri tók til starfa hjá Kaupfélagi ísfirðinga um síðustu mánaðamót. Hann heitir Jens Ólafsson og var áður verslun- arstjóri hjá kaupfélagsverslun KEA i Hrísalundi, en sú verslun þykir mjög nútímaleg og býður einkar hagstætt vöraverð samkvæmt verð- könnunum nyrðra. „Þessi flutningur milli lands- hluta hefur ekki verið neitt stórátak fyrir okkur hjónin, kannski erum við í nokkurri æfingu í þessum efnum, því við vorum áður á Eski- firði og Hornafirði, áður en við settumst að á Akureyri. Fólk hér hefur tekið sérlega vel á móti okk- ur, bent okkur á ýmislegt sem betur mætti fara í kaupfélagsbúðunum og vill þessu fyrirtæki áreiðanlega vel. Fagna ég öllum slíkum ábend- ingum“, sagði Jens Ólafsson. Þau Jens og kona hans, Helga Ólafsdóttir, eru um þessar mundir að koma sér fyrir í bústað kaupfé- lagsstjóra að Miðtúni 39. Jens sagði í viðtali við Vestfirska fréttablaðið að greinilegt væri að gera þyrfti miklar breytingar á kaupfélagsbúðunum, sem væru of þröngar fyrir þá verslun sem þar fer fram. Væru uppi hugmyndir hvemig staðið verður að þeim stækkunum og breytingum, sem taldar eru nauðsynlegar til að lyfta kaupfélaginu á verslunarsviðinu. Við spurðum Jens hvort vænta Jens Ólafsson. mætti verðlækkana á matvöru hér vestra, þannig að verðlag yrði svip- að og gerist annarsstaðar á íslandi. Kvaðst hann enn ekki hafa kannað verðlagsmál til hlítar, en að sjálf- sögðu yrði það eitt af verkefnum hans sem kaupfélagsstjóri að freista þess að bjóða sem hagkvæmast verð á vörum og þjónustu kaupfé- lagsins. Hinsvegar sagði Jens að lausa- fjárstaða Kaupfélags Isfirðinga væri erfið um þessar mundir þann- ig að vissara væri að fara sér hægt. Þannig yrði ekki hugsað í ár um stórbygginguna sem á að rísa við Hafnarstræti, en áhersla lögð á breytingar á núverandi verslunum. Bæjarkeppni í golfi: Mjótt á mununum Um helgina var háð í fyrsta sinn æjarkeppni í golfi milli Isfirðinga g Bolvíkinga. Fór keppnin fram á olfvellinum í Bolungarvík. Var imanlagður höggafjöldi sex bestu lanna úr hvoru liði látinn ráða úr- litum. Leiknar voru 18 holur og keppt m farandbikar, sem bæjarfélögin í imeiningu gáfu. Fóru leikar annig að ísfirðingar gengu með gur af hólmi og léku þessar 18 holur á samtals 545 höggum. Bol- víkingar urðu í öðru sæti á 553 höggum. 24 tóku þátt í keppninni 15 frá Isafirði og 9 frá Bolungarvík. Bestum árangri einstaklinga náði Karl Þórðarson frá Bolungarvík, en hann lék 18 holur á 85 höggum. Næstur honum kom svo Jón Bald- vin með 88 högg. I ráði er að hafa keppni sem þessa árlega og hlýtur sá golfklúbbur bikarinn til eignar sem fyrr vinnur hann 3 ár í röð. Smáauglýsingar LEIGUSKIPTI Óska eftir íbúð til leigu strax. Skipti á 3 herbergja íbúð á Akranesi koma til greina. Upplýsingar í síma 93-2623 eft- ir ki. 19:00. TIL LEIGU 3 — 4 herbergja raðhús í Holta- hverfi. Leigist frá 1. sept í minnst 1 ár. Tilboð sendist í pósthólf 334 ísa- firði. TIL SÖLU Subaru 4x4 station árgerð 1980. Upplýsingar gefur Samúel í síma 3035. ÍBÚÐ ÓSKAST Lítil íbúð óskast til leigu. Upplýsingar í síma 3302 eða 3349. TIL SÖLU Mazda 323 1300, árg. 1981. Upplýsingar í síma 3283. HJÁLPRÆÐISHERINN Kvöldvaka laugard. kl. 20:30. Fagnaðarsamkoma sunnud. kl. 20:30. Nýjir leiðtogar Hjálpræðishers- ins á íslandi og í Færeyjum, majorshjónin Dóra Jónsdóttir og Ernst Olsson tala og stjórna. ALLIR VELKOMNIR! Flokksforingjar. TIL SÖLU Húseignin Sólgata 3, sem er 85 ferm. einbýlishús. Upplýsingar í síma 3394 eða 3732.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.