Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.08.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 29.08.1985, Blaðsíða 1
34.tbl. 11. árg. vestfirska 29. ágúst 1985. FR 'U .BLADID EIMSKIP ' STRANDFLUTNINC Sfmar: Skrifstofa 41 Vöruhús 4f s IAR »55 >56 MS MÁNAFOSS Á ÍSAFIRÐI AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA AÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA Kaffisala í kynningarveislu Slysavarnardeild kvenna í Bolungarvík verður með köku- og kaffisölu í kynningarveislunni, laugardag kl. 13:00 — 17:00 og sunnudag kl. 13:00 — 17:00. Sinarffuðfjinnsson k fí. gími 7200 - 4/5 S oluníjalOíli Athyglisverð samvinna: Vestfirskir togarar fiska fyrir Hafnfirðinga „Gyllir var að landa hjá okkur núna og við munum láta hann hafa kvóta fyrir þvf magni sem hann landaði”, sagði Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Hvaleyri f Hafnar- firði, þegar við spurðum hann f síð- ustu viku hvort eitthvað væri til f því, að vestfirskír togarar væru að fiska fyrir Hafnfirðinga. Sagði Þorsteinn Már, að þeir ættu eftir dálftinn kvóta, en hefðu ekki skip og hefðu þvf brugðið á það ráð að bjóða mönnum kvóta ef þeir væru tilbúnir að leggja upp f Hafnarfirði. Togarar Hvaleyrar eru í klössun og töldu þeir Hvleyrarmenn, að í stað þess að halda þeim úti öðrum í einu, væri alveg eins gott að fá til að fiska fyrir sig togara, sem ekki ættu of mikið eftir af sínum kvóta. Þannig gæti þetta orðið gagn- kvæmt. Þorsteinn Már sagði, að þeir keyptu aflann af togurunum eins og um óskyldan aðila væri að ræða. Ekki vildi hann nafngreina fleiri skip héðan af vestan, en sagðist vonast til að sjá fleiri Vestfirðinga með haustinu. „Við erum nýlega byrjaðir á þessu, því hingað til hefur verið nægt framboð af fiski og það er ekki langt síðan við rúlluðum okk- ur af stað.” Gunnlaugur Kristjánsson hjá Hjálmi h.f. sagði, að með þessu væru þeir að lengja úthaldsdaga Gyllis. Sagði hann, að Gyllir hefði farið einn túr fyrir Hvaleyri, en meiningin væri að hann færi tvo. Flateyringar fengu fisk til vinnslu frá Súgandafirði og Þing- eyri á meðan togari þeirra lagði upp í Hafnarfirði. Við höfðum samband við Bjama Grímsson, kaupfélagsstjóra á Þingeyri, og spurðum hann hvort Hafnfirðingar hefðu leitað til þeirra. Bjami sagði, að þeir Þorsteinn Már hefðu ræðst við. „Við höfum boðið þeim oftar en einu sinni að fara fyrir þá túra. Þeir geta hins vegar ekki tekið á móti nógu miklu magni af þorski og á meðan þorsk- fiskiríið var sem mest í sumar, þá var ekki fýsilegt fyrir okkur að senda togara á skrap. Það er skil- yrði hjá þeim þarna suður frá, að ákveðið hlutfall aflans sé karfi. Meðan svo vel veiddist af þorskin- um og við höfðum undan eða gát- um sett hann í gáma og fengið við- unandi verð fyrir, þá treystum við okkur ekki til að veiða það sem þeir vildu. Hvort eitthvað verður úr þessu verður bara að koma í ljós. Við verðum fyrst og fremst að sinna okkar húsi.” — Nú fengu Flateyringar fisk frá ykkur á meðan togari þeirra var á veiðum fyrir Hafnfirðinga. Er hugsanlegt að þið fengjuð fisk til vinnslu frá Flateyri ef þið færuð að fiska fyrir Hafnfirðinga? „Við höfum verið að ræða sam- starf um fiskmiðlun o.fl. og það var hugmyndin hjá okkur Einari Oddi að miðla okkar á milli þannig að vinna félli hvorki niður hjá þeim né okkur. Flateyringar hafa fengið talsvert af fiski frá okkur í ágúst og eitthvað í júlí. Við stefnum inn í verksmiðju- fyrirkomulag, því það eru gerðar svo miklar kröfur til fiskiðnaðarins í dag. Við verðum að standa undir raunvöxtum og til þess að svo geti orðið verðum við að skipuieggja okkur betur en við höfum gert. Það þýðir, að við verðum að færa okkur meir yfir í verksmiðjuiðnað, svo hægt sé að gera vinnuna stabílli og þá verður hráefnisöflunin að vera það líka”, sagði Bjami Grímsson. Þessa mynd tók Ijósmyndari blaðsins í blíðviðrinu um daginn og sýnir hún garðyrkjukonur að störfum. Mikið hefur verið unnið að því að fegra bæinn nú í sumar og viðrað vel til þeirra verka. En senn líður að hausti og vorum við minnt á það í gærmorgun því gránað hafði í fjöll nóttina áður. Undanþága fyrir sláturhús? Við slógum á þráðinn til Ein- ars Otta, héraðsdýralæknis, og spurðum hann hvemig væri með undanþágu fyrir sláturhúsið. Einar sagói, að það væri ráðu- neytið sem veitti starfsleyfi fyrir sláturhús, að fenginni umsögn héraðsdýralæknis. Hann sagðist eklti mega skýra frá þvf hvað hann hefði lagt til að gert yrði við sláturhúsið, en umsögn hans I ár hefði verið nánast sam- hljóða umsögninni frá fyrra ári. Eins og allir vita hefur slátur- hús KÍ verið rekið á undanþágu um árabil. Er útvarp Isafjörður á næsta leiti? — er bara að tryggja mér nafnið, segir Kristján Kristjánsson í Silfurtorginu Um áramót taka gildi ný út- varpslög sem fela í sér aukið frelsi til útvarps- og sjónvarpsrekstrar. Víða um land er hafinn undirbún- ingur að rekstri stöðva innan ramma nýju laganna. Ýmislegt bendir til að Isfirð- ingar fari ekki varhluta af þessu kærkomna frelsi í fjölmiðlun. I síð- asta tbl. Lögbirtingablaðsins birtist þessi tilkynning: „Hér með tilkynnist, að Versl- unin Silfurtorgið sf., ísafirði, mun reka hér á ísafirði útvarpsstöð og sjónvarpsstöð undir heitinu, Út- varp ísafjörður og Sjónvarp Isa- fjörður. Oskast það hér með stað- fest.” Við höfðum samband við Krist- ján Kristjánsson, kaupmann í Silf- urtorginu, og hann sagði að það hefði fyrst og fremst vakað fyrir sér að tryggja sér einkarétt á nafni nú. Hann sagði lítið vera ákveðið um framhaldið, en hann hefði fullan hug á að stofna fyrirtæki um þenn- an rekstur og safna hlutafé til að koma þessu á laggimar. Sagðist hann lítið hafa kynnt sér innihald nýju útvarpslaganna, en vitað væri að kostnaður við að hleypa lítilli sjónvarpsstöð af stokkunum væri um það bil 2,5 milljónir. Hluti af þeim tækjabúnaði sem til þarf er þegar fyrir hendi hér á staðnum, þannig að ef hentugt húsnæði undir rekstur sjónvarpsstöðvar fengist, væri sáralítið því til fyrir- stöðu að hefjast handa. Úlfar Ágústsson, sem er mikill áhugamaður um frjálsan útvarps- rekstur sagði þegar við leituðum álits hans á þessari framvindu mála, að það skipti í sjálfu sér engu máli þótt einhverjir aðilar tækju sér einkarétt á einhverju nafni. Meðan tekjuhliðin væri ekki ljós væri allur undirbúningur í lausu lofti. Hann sagði, að það væri ekki nóg að hafa áhuga á útvarpsrekstri, menn yrðu að hafa einhverja faglega þekkingu á rekstrargmndvelli slíkra stöðva. Til fróðleiks má geta þess, að í útvarpslögum segir í 4. grein. „Útvarpsstöðvum er heimilt að afla tekna með auglýsingum, afnota- gjaldi eða sérstöku gjaldi vegna út- sendingar fræðslu- og skýringar- efnis. Ayglýsingar skulu vera skýrt afmarkaðar frá öðrum dagskrár- liðum. Gjaldskrár fyrir auglýsingar skulu vera háðar samþykki út- varpsréttamefndar.” Bíll stórskemmdur við bílaverkstæði Þegar starfsmenn Bflaverkstæðis Isafjarðar komu til vinnu á mánu- dagsmorgun, hafði bil sem nýlokið var að gera við, verið ýtt fram af planinu og hann stórskemmdur. Bfllinn var læstur og I fyrsta gír þegar að var komið. Virtist sem aunar bfll hefði veríð notaður til að ýta honum út af, þvf greinilegt var að einhver bíll hafði spólað á plan- inu í þeirri stefnu sem hann lá. Bfllinn, sem um ræðir, er sendi- ferðabfll í eigu Vegagerðarinnar. Svipað mál kom upp í Bolungar- vik og leikur grunur á að þessi mál tengist, að sögn lögreglunnar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.