Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.08.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 29.08.1985, Blaðsíða 6
vestíirska ísafjarðarkaopstaður Dagheimili og Leikskóli við Eyrargötu Tvær stöður starfsmanna við leikskóladeild eru lausar til umsóknar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf ekki síðar en 15. september. Hlutastarf kemur einnig til álita. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 3722. Vegna könnunar á þörf fyrir skóladagheimili! Foreldrar 6, 7 og 8 ára bama, sem fengið hafa send eyðublöð vegna könnunar á þörf fyrir skóladagheimili og hug hafa á slíkri þjónustu em vinsamlegast beðnir um að senda inn svarbréf fyrir 1. sept. Dagmæður Vegna tíðra fyrirspurna em þær dagmæður sem hafa leyfi og hyggjast starfa á vetri komanda beðnar um að tilkynna það undir- rituðum. Félagsmálafulltrúinn. SIMINN OKKAR ER 4011 vestfirska FHETTABLAÐID r n MATSEÐILL HELGINA 30.ágúst - 1. sepember Forréttir: Reyksoðin lundabringa mlsúrsætri mayonessósu ☆ Sherrýbætt kræklingasúpa Aðalréttir: Fiskréttir: Steikt smálúðuflök m/kiwi hrísgrjónum og rjómasósu ☆ Rauðvínsleginn skötuselur m/ostgljáðum kartöflum oghrásalati Kjötréttir: Sítrónukryddaður lambahryggur mlsykurbrúnuðum kartöflum og sveppasósu ☆ Léttreykt grísahryggsneið í portvínsbættri camembertsósu ☆ Ensk buffsteik mlgljáðum tómat og grænmeti Desert: Heimalagaður ávaxtaís mlrjóma og súkkulaðisósu UPPPANTAÐ Á LAUGARDAGSKVÖLD P.S.: Munið kabarettborðið í hádeginu á sunnudögum og kaffihlaðborðið alla daga vikunnar Vegna stóraukinnar aðsóknar viljum við benda gestum okkar á að panta borð í tíma Verið velkomin. Borðapantanir í síma 4111 L HX HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR SÍMI 4111 J FRETTABLADIÐ Knattspyrnulið íþróttafélagsins Reynis í Hnífsdal Reynir Hnífsdaf: Stefnir á III. deild Knattspymudeild íþróttafélags- ins Reynis í Hnffsdal hefur nú lokið öllum sínum leikjum á sumrinu. Liðið hefur leikið f 4. deild undan- farin 5 ár og gengið þokkalega. Urðu þeir i 5. sæti í riðlinum f ár, en segjast vera bjartsýnir á framhaldið og stefna óhræddir á þátttöku næsta sumar með það fyrir augum, að komast upp f 3. deild. Við spurðum Heiðar Sigurvinsson, formann knattspyrnudeildarinnar, hveraig gengi að reka fótboltaliðið. „Það gengur bara vel, ef menn sníða sér stakk eftir vexti. Ég reikna með að reksturinn hafi í sumar kostað um 450 þúsund krónur, og við stöndum á núlli', skuldum ekki neitt. Reynismenn hafa aflað sér tekna með sjálfboðavinnu leikmanna. Þeir gáfu út auglýsingablað, skip- uðu upp rækju. seldu blómaáburð, báru út bækur og héldu kökubasar og hlutaveltur. Aðsókn að leikjum hjá Reyni í sumar var góð, betri en þeir bjugg- ust við. Oft gekk þó erfiðlega að fá fólk til þess að borga aðgangseyr- inn, þrátt fyrir að hann hefði verið lækkaður úr 150 krónum í 100. Þjálfari liðsins var Örnólfur Odds- son. Formaður íþróttafélagsins Reynis er Þorgeir Jónsson. Kaupfélag ísfirðinga Matvöruverslanir K.í. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI PÓSTHÓLF 114 - 400 ÍSAFJÖRÐUR Laus störf Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði óskar að ráða nú þegar: SJÚKRALIÐA STARFSFÓLK í ÝMIS STÖRF Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 3020 eða 3014. Síðasta verk Mæðrastyrks- nefndar Fimmtudaginn 22. ágúst s.l. af- hentu konur úr mæðrastyrksnefnd endurhæfingardeild Fjórðungs- sjúkrahússins veggklukku, tvo sturtustóla og hálskúta fyrir sund. Ástæða þessarar gjafar er sú, að nú hefur mæðrastyrksnefnd, sem skipuð var konum úr kvenfélagi Al- þýðuflokksins, kvenfélaginu Hlíf og kvenfélaginu Ósk, að fullu hætt störfum. Þótti nefndarkonum við hæfi að verja þeim fjármunum, sem nefndin hafði yfir að ráða, til kaupa á tækjum til endurhæfingardeildar- innar. Framkvæmdastjóri Fjórð- ungssjúkrahússins, Guðmundur Marinósson, og yfirsjúkraþjálfari endurhæfingardeildarinnar, Sigur- veig Gunnarsdóttir, veittu gjöfun- um viðtöku og þökkuðu nefndar- konum fyrir. <> Kartöfluflögur <j Cheerios <j Lucky Charms j> Rice Krispies J> Smurt brauð <5> Samlokur j> Hamborgarar j> Pizzur Mikið úrval Líttu inn ef þig vantar eitthvað í svanginn HAMRABORG HF. SÍMI 3166 ÍSAFIRÐI Hafnarstræti 7 — Sími 3166

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.