Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.08.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 29.08.1985, Blaðsíða 8
 KYNNINGARVEISLA Laugardag og sunnudag kl. 13:00 — 17:00 Sjá einnig auglýsingu á miðopnu blaðsins. & vestfirska FRETTABLADID a JON F. EINARSSON BOLUNGAVIK SIMI7353 OG 7351 im s H S[S|Q|QE3Q[Q| © S S (U S Q Q B mMII III I II I 111 III TfflGQ miaihíiiaim □ODDDOOO DOOODDOO | t ■ i i i i » i »’i'i i i !■ i ii i'»m nn pfd qm itm Innan allra alkalímarka — segir Eyjólfur Bjarnason, forstöðumaður tæknideildar um steypuefni steypustöðvar K. í. Það hefur vakið athygli f sumar, að á stórstraumsf jörum hefur mikiil bflafioti ásamt ámoksturstækjum unnið að malarnámi á leirunum neðan við Skeiði. Þarna hefur veríð á ferðinni vinnuflokkur á vegum steypustöðvar Kaupfélags ísfirð- inga að ná upp steypuefni f næstu hrærur. I samtali við Vf. sagði Valur Valdimarsson hjá steypustöð K.I., að þeir hefðu fengið leyfi hjá bæn- um til að taka þama 8000 rúm- metra af efni. Sagði hann, að þeir kæmust út á leirumar á stærri straumnum einu sinni í mánuði og næðu þá 800 — 1400 rúmmetrum. Þetta væri efni sem í væri mjög lítið salt, en þó hefðu þeir sprautað yfir binginn að ráði Rannsóknarstofn- unnar byggingariðnaðarins. „Það er meira reglugerðaratriði, því í reglugerðinni segir, að allt það efni sem tekið sé úr sjó skuli skola. Það er hins vegar ákaflega teygjanlegt hvað það er að skola. Eftir þessa skolun okkar um daginn létum við mæla saltmagnið og var það langt fyrir neðan þau mörk sem sett eru.” Valur sagði, að þegar þeir hefðu fengið leyfið hefði verið samið um að þeir greiddu 10 krónur fyrir hvem rúmmetra, en það hækkaði líklega með byggingarvísitölu. „Það er dýrt að taka efni þama upp, ekki ódýrara en að dæla því upp með skipi, því það er mikil næturvinna í þessu. Þannig er þetta ekki hagstætt að öðru leyti en því, að þessir peningar verða eftir í bænum”, sagði Valur Valdimars- son. Við bámm undir Eyjólf Bjama- son, forstöðumann tæknideildar bæjarins, hver hann teldi gæði þessa steypuefnis vera. „Þetta er sambærilegt við annað steypuefni, sem tekið er upp víðs vegar um landið. Þessa stundina er í gangi langtímaprófun á alkalívirkni efnisins og kemur það ágætlega út, er innan allra alkalímarka”, sagði Eyjólfur. Steypustöð K.í. á Grænagarði. Fjórðungs- Vest- Þing firð firðinga Fjórðungsþing Vestfirðinga verður að þessu sinni haldið að Reykhólum dagana 30. og 31. ágúst. Að sögn Jónasar Clafssonar, formanns stjómar Fjórðungs- sambandsins, verður aðalmál þingsins atvinnuástand og at- vinnuþróun á Vestfjörðum og verða flutt þrjú framsöguerindi um þau mál. Einar K. Guð- finnsson, Bolungarvík, flytur erindi um sjávarútveg og fisk- vinnslu, Engilbert Invarsson, Mýri.flytur erindi um landbún- að og erindi um iðnaðinn flytur Sturla R. Guðmundsson, deild- arstjóri hjá Iðntæknistofnun Is- lands. Þá mun Bjami Einarsson, formaður samgöngunefndar Vestfjárða, kynna skýrslu nefndarinnar. Jónas Ólafsson form. stjómar Fjórðungs- sambands Vestfirð- inga. Slæmar heimtur: Aðeins 40% bæfargjalda á Isafirði innheimt — Vanskil langtímaskulda bæjar- sjóðs 15,3 m. kr. Staða innheimtu bæjargjalda hjá Isaf jarðarkaupstað er afar slæm um þessar mundir, verrí en hún hefur veríð lengi. Að sögn Magnúsar Reynis Guð- mundssonar, bæjarritara, má lfk- lega rekja það tÚ minni greiðslu- getu hjá fólki, en fleira komi til. Afkoma rækjuverksmiðjanna var slæm í fyrra, en þær væm nú famar að rétta úr kútnum og sagðist Magnús vonast til, að það færi eitt- hvað að skila sér á næstunni. Þá hefði innheimta bæjarfógeta verið harðari en undanfarið og riki og bær væru jú að slást um sömu krónumar. Magnús sagði, að verið væri að endurbæta fyrirkomulag inn- heimtunnar og að innheimtuher- ferð væri í undirbúningi á vegum bæjarins. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins munu aðeins hafa náðst inn um 40% af álögðum gjöldum og nema vanskil langtímaskulda bæjarsjóðs nú 15,3 milíjónum, sem ætla má að sé bein afleiðing þessarar slæmu stöðu. Við höfðum samband við menn í öðmm sveitarfélögum á Vestfjörð- um og var á flestum stöðum sömu sögu að segja. Þó var ástandið betra á Suðureyri og Tálknafirði en í fyrra. Jón Friðgeir með lægsta boð í Hlíf — 35,5 m. kr. í uppsteypt hús Fimmtudaginn 15 ágúst s.l. voru opnuð tilboð í 1. áfanga byggingar söluibúða á vegum Byggingasam- vinnufélagsins Hlífar, Torfnesi. Þrjú tilboð bárust. Lægsta til- boðið var frá Jóni Friðgeir Einars- syni, Bolungarvík, að upphæð kr. 35.594.038,28. Næstlægsta til- boðið kom frá Eiríki og Einari Val s.f., ísafirði, að upphæð kr. 36.922.780,00. Hæsta tilboðið kom frá Form s.f., Isafirði, að upp- hæð kr. 37.480.125,00. Kostnaðar- áætlun hönnuða byggingarinnar hljóðaði upp á kr. 36.428.216,00. Er nú verið að yfirfara og sann- reyna tilboðin reikningslega. Iðnskólinn: Er bjartsýnn á að skólastarf hefjist á tíma — segir Einar Hreinsson, formaður skólanefndar Eitthvað virðist vera að rætast úr málefnum Iðnskólans á Isafirði, en eins og kunnugt er hefur gengið erfiðlega að ráða starfslið að skól- anum. I viðtali við Vf. sagði Einar Hreinsson, formaður skólanefndar, að heldur væri að rofa til og væri hann bjartsýnn á að skólastarfið hæfist á réttum tíma. Taldi hann góðar horfur á að skútan yrði full- mönnuð um það leyti. Aðsókn nemenda að skólanum er svipuð og í fyrra. Starfsemi skólans verður áfram til húsa í fsfirðingshúsinu, en vonir eru bundnar við að þetta verði síðasti veturinn. ötullega er unnið að því að flytja starfsemi skólans í húsakynni M.I. á Torf- nesi. Við spurðum Einar um sann- leiksgUdi klausu sem birtist í Helg- arpóstinum fyrir skömmu. Þar var staðhæft, að húsnæðisskortur hefði orðið þess valdandi, að fyrrverandi skólastjóri fluttist á brott. Einar sagði þessar getgátur Helgarpósts- ins úr lausu lofti gripnar. BESSI er á veiöum og mun sigla með aflann til Þýska- lands. GUÐBJARTUR landaði á þriðjudag 150 tonnum af karfa. PÁLL PALSSON landaði 117 tonnum á fimmtudag í síðustu viku, þar af 50 tonnum af karfa sem fór í gáma. JÚLfUS landaði 88 tonnum af þorski á fimmtudag í síöustu viku og er nú á veiðum og mun sigla með aflann á Eng- land. GUÐBJÖRG kom úr mettúrn- um á sunnudagskvöld og fór út í gær og mun landa heima næst. HUGRÚN kom inn í gær með 7 tonn af rækju. HEIÐRÚN landaði 60 tonnum á fimmtudag í síöustu viku. DAGRÚN kom heim í síöustu viku úr siipp í Þýskalandi og er væntanleg í vikulokin. SÓLRÚN kom inn á mánudag vegna bilunar og landaði 16 tonnum af rækju. ELfN ÞORBJARNARDÖTTIR var væntanleg í gær með 40 tonn af kola sem fer í gáma til Grimsby. GYLLIR var á veiðum og var væntanlegur inn í vikulokin. FRAMMNES landaði 18.5 tonnum af rækju á laugardag. SLÉTTANES landaði 125 tonnum á mánudag og var uppistaðan karfi. SÖLVI BJARNASON landaði á mánudag 111 tonnum af blönduðum afla. TALKNFIRÐINGUR landaði 20. ágúst 132 tonnum og var væntaniegur af karfaveiöum í morgun. SIGUREY landaði á föstu- daginn 96 tonnum, mest ufsa. BILALEIGA Nesvegl 5 - Súðavík S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegl 34 - V/Mlklatorg s 91-25433 Afgreiðsla á Isafjarðarflugvelli s 94-4772 Sendum bílinn Opið allan sólarhrlnglnn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.