Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.09.1985, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 05.09.1985, Page 1
vestfirska 5. sept. 1985. FRETTABLASIS Umboð Flugleiða á Vestfjörðum: Bolungarvik: Margrét Kristjánsdóttir, sími 7400 Flateyri: Jónína Ásbjamardóttir, sími 7674 Súðavik: Sigurður Þórðarson, sími 4920 Suðureyri: Helga Hólm, sími 6173 FLUGLEIDIR Vorum að taka upp mikið úrval af pey sum—skyrtum buxur — jökkum O. fl. O. fl. Verslunin tJöllO ísafiröi sími 3103 Fjórðungsþing Vestfirðinga að Reykhólum: Fagnar stefnumörkun um jarðgöng, brýr og samgöngutíðni íþróttadagar í Bolungarvík: 12 ára Bolvík- ingur skákar meisturunum Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið að Reykhólum dagana 30. og 31. ágúst s.l. Aðalmál þingsins voru atvinnu og samgöngumál, og voru flutt þrjú framsöguerindi um atvinnumálin auk þess sem skýrsla samgöngunefndar Vest- fjarða var kynnt. Einar K. Guð- fínnsson flutti framsöguerindi um sjávarútveg og fískvinnslu, Engil- bert Ingvarsson hafði framsögu um landbúnað, og erindi um iðn- aðinn flutti Sturla R. Guðmunds- son, deildarstjóri hjá Iðntækni- stofnun Islands. Þingið ályktaði um þessi aðalmál auk fjölda ann- arra og birtum við hér ályktanirn- ar um aðalmálin. ÁLYKTUN UM SAMGÖNGUMÁL Fjórðungsþing Vestfirðinga fagnar og þakkar skýrslu um sam- göngumál, sem lögð var fram á þinginu af hálfu nefndar, sem skipuð var af samgönguráðherra með bréfi dagsettu 25. september 1980, „til þess að gera tillögur um samræmdar aðgerðir á sviði sam- göngumála á Vestfjörðum, m.a. með tilliti til heilsugæslu.” Þingið fagnar sérstaklega stefnu- markandi tillögum nefndarinnar um vegajarðgöng, meiriháttar brýr, og samgöngutíðni milli byggðar- laga. Þingið leggur áherslu á, að þau verkefni í vegagerð hafi forgang, sem tengja sem best saman byggð- arlög innan sama samgöngusvæðis. Ennfremur leggur þingið áherslu á, að snjómokstursreglum verði breytt í það horf, að þjónusta við byggðir verði aukin frá því, sem er. Snorri skólastjóri Iðnskólans Það hefur verið heldur dauft yfír forráðamönnum Iðnskólans á ísafirði, síðan Jón Ingi Haraldsson, skóla- stjóri hvarf á braut úr starfí í sumar, því erfíðlega gekk að fínna eftirmann hans. Nú hef- ur ræst úr og hefur Snorri Her- mannsson, húsasmíðameistari og iðnskólakennari til margra ára tekist á hendur starf skóla- stjóra. Við óskum Snorra vel- farnaðar í starfí. Þingið telur að um nokkra framtíð verði megin hluti vöruflutninga til og frá Vestfjörðum með skipum. Telur þingið mikilvægt að Skipa- útgerð ríkisins verði gert mögulegt að rækja sem best þjónustuhlutverk sitt á þessu sviði. Þá ítrekar þingið fyrri samþykktir um Breiðafjarðar- ferju og skorar á samgöngumála- ráðherra og ríkisstjóm, að hvika ekki frá þeirri ákvörðun að ný Breiðafjarðarferja verði byggð 1986. Eins leggur þingið áherslu á nauðsyn flugsamgangna innan héraðsins og við aðra landshluta, og á hverjum tíma verði til staðar fullkomnustu flugleiðsögu- og flugöryggistæki, sem við verður komið á flugvöllum í umdæminu. ÁLYKTUN UM ATVINNUMÁL Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á Reykhólum 30. og 31. ágúst 1985 samþykkir eftirfarandi ályktun um atvinnumál á Vest- fjörðum: Fjórðungsþingið leggur enn á ný áherslu á það, að innan fjórðungs- ins hafa skapast alvarleg rekstrar- vandamál höfuðatvinnugreinanna sjávarútvegs, fiskvinnslu og land- búnaðar. Vestfirðingar hafa fram að þessu getað státað af nokkrum best reknu fyrirtækjum á landi hér í sjávarút- vegi. Það segir sína sögu, að nú hallar jafnt undan fæti hjá þeim sem öðmm í þessari atvinnugrein. Þingið telur höfuðnauðsyn fyrir íbúa Vestfjarða að standa fast saman í þeirri örlagaríku baráttu sem fram undan er fyrir bættri rekstrarstöðu höfuðatvinnuveg- anna. Þá bendir Fjórðungsþingi á, að hollur er heimafenginn baggi. Það hlýtur að teljast beinlínis heimsku- legt hjá eyþjóð að búa ekki að sínu eins og mögulegt er. Sagan sýnir, að þjóðir sem náð hafa lengst í at- vinnulegu tilliti, hafa skilið það gmndvallaratriði. Jafnframt er mikilvægt í þessu sambandi, að efla þjónustustarfsemi og nýiðnað, þannig að ný atvinnutækifæri komi fram. Þingið skorar á alla íslend- inga, að kaupa íslenskar fram- leiðsluvömr, séu þær á annað borð jafn góðar þeim erlendu. Sturla R. Fjórðungsþing felur stjóm sam- bandsins að leita samvinnu við al- þingismenn kjördæmisins um öfl- uga sókn til styrktar og eflingar at- vinnuhátta innan Vestfirðinga- fjórðungs. Sterkur grunur leikur á að komin sé upp riðuveiki í Djúpi. Ákveðið hefur verið að skera niður fé í Hörgshlíð í haust. Ekki hefur verið óyggjandi staðfest að um riðuveiki sé að ræða, en ákvörðunin er byggð á sýnum sem tekin voru í slátur- Um síðustu helgi stóð Ung- mennafélag Bolungarvíkur fyrir íþróttadögum I Bolungarvfk. Hóf- ust þeir með innanhúsknattspymu á föstudagskvöld, þar sem fimm lið kepptu í 2 X 5 mfn. leikjum. Á laug- ardag var á dagsskránni badmin- tonmót, hjólreiðakeppni 10 — 13 ára og knappspyma, þar sem leiddu saman hesta sfna meistaraflokkur UMFB og Old boys úr sama félagi. Auk þess var á laugardeginum teflt fjöltefli og vom þar mættir til leiks Karl Þorsteins og Helgi Ólafsson gegn bolvfskum skákmönnum. Helgi vann 18 skákir af 19 en Karl vann 7 af 14, tapaði fimm og gerði tvö jafntefli. Mesta athygli vakti 12 ára Bolvíkingur, Kristinn Halldórs- son, sem vann Karl Þorsteins og var með unnið á móti Helga. Á sunnudag var golfvöllurinn op- inn og gat fólk fengið lánaðar kylf- ur og fengið leiðsögn hjá félögum húsinu á Isafirði síðastliðið haust. Tekið verður heilasýni úr öllu fé sem slátrað verður frá Hörgshlíð og fæst þá væntanlega úr því skorið hvort hér er um riðuveiki að ræða. Ef það fæst staðfest verður vænt- anlega haldið þeirri stefnu sem úr golfklúbbnum. Þá var haldið hraðskákmót, körfubolti og hand- bolti og boðsundskeppni stjörau- merkjanna. í þeirri sundkeppni skiptist sundfólkið f lið eftir þvf hvaða stjöraumerki það er fætt í. Að sögn Björgvins Bjaraasonar, formanns UMFB, var þátttakan f fþróttadögunum góð. Tilgangurinn hefði verið að vekja athygli fólks á þeirri fjölbreyttu starfsemi sem færi fram innan félagsins, sem væri fyrst og fremst íþróttafélag. „Við voram Ifka að reyna hvernig deildir félags- ins ynnu saman, þvi þær eru nokkuð sjálfstæðar. Undirbúningur var stuttur en við munum reyna að hafa þetta myndarlegra næst”, sagði Björgvin. Mynd að neðan: Helgi Olafsson, stórmeistari stendur upp frá fjölteflisskákinni við yngsta keppandann. mörkuð hefur verið og farið út i víðtækari niðurskurð. Talsverður uggur er í bændum vegna þessa máls því hér er á ferð- inni mál sem getur haft úrslitaþýð- ingu á framtíð sauðfjárbúskapar í Inndjúpi. Sterkur grunur um riðu- veiki við Djúp

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.