Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.09.1985, Page 2

Vestfirska fréttablaðið - 05.09.1985, Page 2
vestfirska HtETTABLAS'D rHETTABLAÐID spyr: Munt þú sakna bjórlíkisins? OddurJónsson. „Ég er hlutlaus í því máli, ég drekk ekki". Hermann Hákonarson. „Mér finnst þetta vera sull, og vildi helst fá alvörubjór”. Ásthlldur Þórðardóttir. „Mér finnst öll þessi bjór- vitleysa vera ein hringavit- leysa”. Guðmundur Jónsson. „Mér er alveg sama þótt búiö sé aö banna þetta bjór- líki”. Þorlákur Baxter. „Ég sakna einskis”. Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Ólafur Guðmundsson. Blaðamaður: Páll Ásgeirsson. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan (srún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarritari: Sjómenn og bændur gerðir að glæpamönnum í augum alþjóðar Þeir eru ekki öfundsverðir ís- lensku ráðherramir um þessar mundir. Ýmist eru þeir gagnrýndir fyrir aðgerðarleysi eða rangar á- kvarðanir og má eflaust segja að í mörgum tilfellum sé hvort tveggja rétt. Hér er þó eins og oftar hægara um að tala. Staða þjóðarbúsins er nú slík að teflt er á tæpasta vað og erlendar skuldir ættu að halda vöku fyrir öllum hugsandi tslendingum. Spumingin er sú, hvort við getum náð okkur upp úr feni fyrirhyggju- leysisins. Og þá með hvaða ráðum. Það er skylda ríkisstjómarinnar að reyna, til þess er hún kosin og á að hafa frumkvæði. En þar sem staðið hefur á frumkvæðinu og enn virðist í ýmsum ráðuneytum sofið á verð- inum, verður hér reynt að gefa örfá góð ráð. Kjami málsins er þó sá, að nauðsynlegt er að framleiða meira og draga jafnframt úr eyðslu. Þessi stóri sannleikur ætti að vera öllum ljós, jafnt ráðherrum sem okkur hinum óbreyttu hermönnum. SJÁVARÚTVEGUR: Það var neyðarúrræði, hugsað til skamms tíma, að setja á kvótakerfi í sjávarútvegi. t dag má, að dómi sérfróðra manna, skipstjómar- manna og annarra sjómanna m.a.) afnema þetta kerfi. Það eitt myndi færa þjóðarbúinu mikla fjármuni, sem gætu nýst, eins og hinn reyndi skipstjóri Hörður Guðbjartsson sagði í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu, til að grynnka á erlendu skuldunum. Það hefur sjaldan eða aldrei ver- ið jafn mikill fiskur á miðunum og nú í sumar. Fiskurinn er m.a. kom- inn frá Grænlandi, sannanir fyrir því eru þau fjölmörgu merki í þorski, sem veiðst hefur á Vest- fjarðamiðum nú í sumar. Fiski- fræðingar lemja sem fyrr hausnum við steininn, þegar þessar stað- reyndir eru lagðar á borðið hjá þeim og er slíkt framferði síst til þess fallið að skapa það traust á milli þeirra og sjómanna, sem svo oft hefur verið talað um nauðsyn á. Það var ekki gert ráð fyrir Græn- landsþorski, þegar þorskkvótinn fyrir þetta ár var ákveðinn. Auk þess hefur sýnt sig, að ýmsir ár- gangar, sem fiskifræðingar töldu lélega miðað við niðurstöður úr klakrannsóknum, koma mun betur út en ætlað var. Fiskifræðingar verða að viðurkenna vanmátt sinn og ættu að hætta að gefa upp tölur um stærð fiskstofna, sem reynslan hefur sýnt að eru í fjölmörgum til- fellum algjörlega út í hött. Sjávar- útvegsráðherra verður nú að taka af skarið og leyfa meiri veiði. Þjóð- in hefur ekki efni á að láta allan þennan auð ganga sér úr greipum. Og nú þegar sjómenn og útgerðar- menn hafa farið að ráðum góðra manna og veitt skammtinn sinn með sem minstum tilkostnaði í undangenginni aflahrotu og eru nú nær búnir með hann, blasir við að um framleiðslu á afurðum fyrir okkar helstu markaði verður varla að ræða á síðustu fjórum mánuðum ársins hjá frystihúsunum. Hver ætlar að taka ábyrgð á því að þessir markaðir hrynji. Segir nú ekki mannleg skynsemi til sín á æðri stöðum? Og nú má ekki skreppa fram fyrir landsteinanna til að fá sér i soðið, herskip íslenska kerfisins liggja í Djúpkjaftinum og vama mönnum útgöngu. Og að banna handfæraveiðar á þeim forsendum að þær veiðar gangi að þorskstofn- inum dauðum, er megnasta sví- virðing. Magnús Reynir Guðmundsson. LANDBÚNAÐUR: Látið hefur verið undan kröfum um jafnrétti búgreina. Alifugla- og svínarækt er lögð að jöfnu við hefðbundinn landbúnað, þótt hin- ar nýju búgreinar byggi á innfluttu rándýru fóðri. Hinir gömlu bændur hafa mátt þola samdrátt í fram- leiðslu og tekjumissi og fjölmiðlar margir hafa gengið svo langt að tala um bændur landsins sem land- ráðamenn og afætur. Markvisst er unnið að því að grafa undan ís- lenskum landbúnaði og formaður Sjálfstæðisflokksins, þingmaður bænda á Suðurlandi, gengur þar fremstur í flokki. Og landbúnaðar- ráðherra hefur ekki staðist hinn mikla þrýsting, úr ýmsum áttum, sem skyldi. En kjami málsins er sá, að íslensk mold hefur ekki fengið tækifæri til að skila þeim afrakstri, okkur til handa, sem þyrfti í hinni erfiðu fjárhagsstöðu þjóðarinnar, þegar draga þarf sem allra mest úr gjaldeyrissóun. I þessari stöðu verðum við að taka því að vara sem byggir á innfluttu fóðri sé dýrari en sú sem íslenska graslendið fram- leiðir. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum áratugum að bændur og sjómenn þessa lands þyrftu að læðast með veggjum til að forðast aðkast stórs hluta þjóðarinnar, sem fjölmiðlar ýmsir bera ábyrgð á með skrifum sínum og málflutningi. Og fyrir hvaða sakir? Jú, fyrir þær sakir að afla þjóðarbúinu of mikils gjaldeyris með því að draga fisk úr sjó eða með framleiðslu á vöru sem ekki byggir á galdeyris- sóun og milliliðabraski. VERSLUN: Á meðan dregið hefur úr fram- leiðslu í landinu og hinar hefð- bundnu atvinnugreinar hnepptar í fjötra, hefur verslunin blómstrað. Gjaldeyri hefur nánast verið troðið upp á stórkaupmenn, ódýrum gjaldeyri, sem oft hefur verið á boðstólum vegna rangrar gengis- skráningar, í þeirri von að inn- flutningur verði nú sem allra mest- ur. Og þetta hefur verið gert undir Karl Geirmundsson. Bæring Jónsson. Ekkert bjórlíki eflir hálfan mánuð Svo sem kunnugt er af frétt- um hefur dómsmálaráðherra bannað sölu bjórlfkis eftir 15. september n.k. Hér á ísafirði hefur bjórlíki verið selt á tveim- ur stöðum aðallega, Uppsölum og Þinghóli. Þeir staðir hafa verið opnir frá fimmtudags- kvöldi til sunnudagskvölds sem þýðir að fimmtudaginn 19. september verður bjórlíki ekki afgreitt á þessum stöðum. Við höfum samband við fram- kvæmdastjóra þessara staða og spurðum þá hvemig þeim litist á þessar aðgerðir dómsmálaráð- herra. Karl Geirmundsson, fram- kvæmdastjóri Uppsala, sagðist hafa orðið var við minnkandi sölu og minni áhuga á bjórlík- inu. Sagðist hann ekki sakna þess, því töluverð vinna væri í kringum þetta, en það væri leitt að geta ekki þjónað þeim sem kysu bjórlíkið fremur en léttvín og sterka drykki. Taldi hann að menn myndu finna einhver ráð við þessu og gat þess, að málið yrði tekið fyrir á aðalfundi Sambands veitinga- og gisti- húsaeigenda nú í vikunni. Bæring Jónsson, fram- kvæmdastjóri Þinghóls, sagðist aldrei hafa verið spenntur fyrir bjórlíkinu. Sagði hann, að salan í þessu hjá þeim væri ekki mikil og það væri einskis að sakna þótt búið væri að banna bjór- líkið. Sagðist hann ekki hafa mikla trú á því að fólk færi að láta blanda það fyrir framan sig. Þeir yrðu bara að leyfa al- mennilegan bjór í staðinn fyrir þetta sull. yfirskini frjálsræðis og viðskipta- frelsis og alls ekki litið á fjárhags- legt bolmagn þjóðarinnar til kaup- æðis af þessu tagi. Engar hömlur hafa verið settar gegn lítt þörfum eða óþörfum innflutningi, t.d. kartöflum svo eitt dæmi sé nefnt. Á sama tíma og henda þarf vegna of- framleiðslu stórum hluta af ís- lenskri kartöfluframleiðslu flytjum við inn kartöflur í stórum stíl. Hvað á þetta að þýða? Á milli gjaldeyris- öflunar og gjaldeyriseyðslu eru alls engin tengsl hjá okkur íslendingum og virðist markvisst stefnt að því að setja þjóðina á hausinn. Láta taka hana upp í skuld. Eitt er það þó sem ekki má kaupa og það eru fiskiskip. Skipasmíðar á Islandi hafa verið drepnar sem atvinnugrein og stétt skipasmiða útrýmt. Hér er unnið í framhaldi þeirrar stefnu að sjávar- útvegur hefur verið hnepptur í fjötra. Skip eru allt of mörg í land- inu að dómi spekinganna og þeim ber að fækka. Þjóðin skal lifa á verslun og milliliðastarfsemi, það virðist mottóið. Skipastóll íslend- inga er ekki of stór og það er glap- ræði að láta fiskiskipin drabbast niður. Með því er verið að grafa undan tilveru þjóðarinnar. Þetta skyldu allir ráðherrarnir muna, ekki síst þeir sem aldir eru upp í ísafjarðardjúpi við útræði, en einnig þeir sem stundað hafa sjó frá Homafirði. Það er kvalræði að þurfa að skrifa svona grein að hjá því verður ekki komist, þegar stjómendur landsins vaða í villu og svima. Blómamerki Hjálpræðis- hersins Nú eru flestir búnir með sumarfríið sitt og skólarnir eru í þann veginn að hefjast, enda kominn september. Um árabil hafa hermenn Hjálp- ræðishersins selt blómamerki i september til styrktar starfi hans, og svo verður einnig í ár. Söludagamir verða miðvikudag- ur, fimmtudagur og föstudagur, 4. — 6. september. Ágóðinn af sölu merkjanna fer til styrktar vetrarstarfi Hjálpræðis- hersins, einkum til starfsins meðal barna og unglinga. Á undanfömum árum hefur sölufólki verið ágætlega tekið, og hafa merkin selst vel. Við efumst ekki um að svo verði einnig í ár. Blómamerkin kosta kr. 50 að þessu sinni. Blómabúðin Sími 4134

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.